Fréttatíminn - 23.09.2016, Síða 32
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
VERTU
MEMM!
EDINBORG f rá
7.999 kr.*
okt . - mars
BRISTOL f rá
7.999 kr.*
okt . - mars
STOKKHÓLMUR f rá
7.999 kr.*
nóv. - mars
AMSTERDAM f rá
7.999 kr.*
nóv. - mars
KÖBEN f rá
7.999 kr.*
nóv. - mars
LONDON f rá
7.999 kr.*
des . - mars
Abenu Darko hefur lengi
dreymt um að kynna mat-
armenningu Gana fyrir
Íslendingum. Þegar íslenskt
forlag vildi ekki gefa kokka-
bókina hennar út ákvað hún
að gera það sjálf.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Ég var nýbúin að klára nám í tölv-
unarfræði og var komin í starfsnám
þegar mig langaði allt í einu til að
gera eitthvað alveg nýtt. Ég fór inn
á skrifstofu í Bekwai sem sér um
skiptiprógram fyrir ungt fólk og
sagðist vilja fara bara eitthvert að
vinna sem sjálfboðaliði. Og ég var
send hingað án þess að hafa hug-
mynd um hvert ég væri að fara.“
Síðan eru liðin ellefu ár og Abena
Darko hefur ekki farið aftur til Gana
síðan. Hún fékk vinnu sem matráð-
ur á leikskóla, varð ástfangin af
manni frá Gana og ákvað að setjast
hér að. Þegar hún skildi við mann-
inn sinn fyrir nokkrum árum flutti
móðir hennar til Íslands til að létta
undir með Abenu sem á þrjú börn.
Yngri systir hennar fluttist svo til
þeirra í fyrra þegar hún hóf hér
nám í kennslufræðum.
Safnar fyrir hárgreiðslustofu í
Gana
„Ég hef alltaf elskað að elda og
var mjög glöð þegar ég fékk vinnu
sem matráður á leikskólanum Ægis-
borg,“ segir Abena sem vinnur hjá
Íslandspósti í dag. „Á meðan ég eld-
aði og bakaði fyrir börnin leyfði ég
mér að dagdreyma um framtíðina
og hvernig það væri að reka minn
eigin veitingastað. Ég sá hann alltaf
fyrir mér í Gana en ég er hætt að
hugsa þannig, nú langar mig að vera
áfram á Íslandi. Ég hugsa samt enn
til Gana og langar að láta gott af
mér leiða þar. „Ég veit að mikið af
ungum konum með menntun sem
fá ekki vinnu og nú er ég búin að
ákveða að opna þar hárgreiðslu- og
saumastofu þar sem þessar ungu
stelpur geta unnið,“ segir Abena
sem er nú þegar komin með rými
undir reksturinn í húsi sem er í eigu
fjölskyldu sinnar í Bekwai. Hún er
með stuðning fjölskyldunnar til að
vinna að verkefninu en hún leit-
ar ýmissa leiða til að fjármagna
drauminn, til dæmis með því að
prenta sína eigin kokkabók og láta
allan ágóða af sölu hennar renna í
hárgreiðslu-og saumastofuna.
„Ég fór í íslenskt forlag með hug-
mynd um að kynna afríska mat-
argerð fyrir Íslendingum en þeir
sögðu ekki vera markað fyrir það.
Svo ég ákvað að gera bókina bara
sjálf,“ segir Abena og nær í lít-
inn stafla af bókum sem kom úr
prentun fyrir mánuði. „Ég hef ver-
ið að bjóða fólki heim sem vill prófa
mat frá Gana og nokkrir hafa keypt
eintök. Svo er hægt að kaupa hana
af mér á facebook. Þetta eru fyrstu
eintök en í næstu prentun langar
mig að bæta myndirnar. Maður lær-
ir á leiðinni,“ segir hún og brosir.
Djúpsteiktur banani í uppáhaldi
„Ég hef lengi haft hug á því að
gera litla kokkabók en vöruúrvalið
stoppaði mig því sumir hlutir sem
eru algjörlega nauðsynlegir í afríska
matargerð fengust ekki hér. En svo
opnaði ung kona frá Gana verslun
með afrískar vörur í Breiðholti og
þá ákvað ég að slá til því nú eru til
hér hlutir eins og fufu sem er borð-
að á hverjum einasta degi í Gana,“
segir Abena og dregur fufu-mjöl út
úr einum eldhússkápanna.
„Úr þessu mjöli gerum við deig
sem lítur dálítið út eins og kartöfl-
umús og þetta borðum við með öll-
um mat. Mjölið sem er notað í fufu
er úr jukkurót (cassava), maísmjöli
eða semolamjöli en oftast er það úr
plantain,“ segir Abena og bendir á
risastóra græna banana sem liggja
á eldhúsborðinu. „Þetta er ávöxtur
af bananaætt en bragðast meira
eins og rótargrænmeti. Við notum
plantain mikið í Gana og einn af
mínum uppáhaldsréttum er djúp-
steikt plantain með sterkri chili-
-sósu.“
Fufu eins og kartöflur
„Allir borða fufu alla daga. Fufu
er uppistaðan í matarmenningu
Ghana og er í alvöru borðað á hverj-
um einasta degi. Við setjum það
stundum ofan á kássur eða í súpur
en oftast er það á sérstökum diski
til hliðar við aðalréttinn. Svo býrðu
til litlar bollur með höndunum úr
deiginu og dýfir í matinn til að fá
bragðið í fufu-ið. Eldri kynslóðin
vill fá þetta með öllum mat en
yngra fólkið vill prófa nýja hluti,“
segir Abena og hlær. „Þetta er dá-
lítið eins og með kartöflurnar á Ís-
landi, sumir vilja þær með öllum
mat.“
Áhugasamir um kokkabók og
matargerð Abenu geta kíkt á face-
book-síðu hennar; Good food for a
good cause.
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016
Allir borða fufu alla daga
Abena Darko segir Gana-samfélagið á Íslandi vera nokkuð stórt og mjög samheldið. Stærsti hluti þeirra hittist reglulega og
borði saman. „Mér finnst aðalmunurinn á matnum hér og í Gana vera kryddin því við notum miklu fleiri og sterkari krydd.
Og hér er allt úrbeinað en í Gana borðum við bæði og notum miklu meira af beinum og skinni.“ Myndir | Rut
Abena með móður sinni og systur.
„Ég hef lengi haft hug á því að gera litla kokkabók en
vöruúrvalið stoppaði mig því sumir hlutir sem eru al-
gjörlega nauðsynlegir í afríska matargerð fengust ekki
hér.“