Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 23.09.2016, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 23.09.2016, Qupperneq 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016 til að frysta kjöt og flytja það frosið á markað. Við það opnaðist neytenda- markaurinn á Bretlandi í raun fyr- ir öllum heiminum. Þeir sem gátu framleitt mesta magnið með minnst- um tilkostnaði unnu markaðinn. Og Ísland missti sitt forskot, sem var ná- lægð við markaðinn. Og uppsveiflan fór frá Íslandi til Argentínu. Þar reis upp stétt auðugra nautgripabænda, sem áttu eftir að hafa engu síðri áhrif á stjórnmálaþróun síns lands en beikon-barónarnir á Jótlandi eða sauðfjárbændur á Íslandi. Búskapur og basl Hrun sauðasölunnar til Bretlands skall ekki skyndilega á Íslandi. Verð- lækkanir í kjölfar minni eftirspurnar komu fram í hrinum. Sum árin var eftirspurnin nánast engin. Bændur sátu þá uppi með sauði sína og þurftu annað hvort að slátra þeim eða freist- ast til að ala þá annað ár. Við slíkar aðstæður fara þeir verst sem eru með mest lánsfé í rekstri sínum. Og allra verst þeir sem höfðu stundað afleiðu- viðskipti. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að langafi Guðmund- ar Andra var einn þeirra fyrstu sem féllu með hruni sauðasölunnar. Þótt það sé auðsætt af frásögn- um Thors Jensen af gjaldþroti hans á Akranesi að hann rak ófarir sínar til fjölmargra þátta, meðal annars óveðurs, bruna og skipsskaða, þá held ég hann hafi áttað sig á að hann féll með fallandi markaði. Þrátt fyrir að vera sonur byggingaverktaka og alinn upp í miðri Kaupmannahöfn þá leitaðist hann með einhverjum hætti alla æfi við að stunda búskap. Hann átti eftir að ráðast í stórvirki í landbúnaði seinna á ævinni. En hann snerti aldrei aftur á sauðfjárbúskap. Ef hann hélt einhverjar rollur þá var það til heimilisnota. Það var ekki sjálfgefið að snúa baki við sauðfjárbúskap á Íslandi undir lok nítjándu aldar og í byrjun þeirr- ar tuttugustu. Sauðir voru seldir til Bretlands allt fram undir kreppuna miklu, en á sífellt lækkandi verði. Vegna mikilvægis sauðfjárbænda í íslenskum stjórnmálum var ríkissjóð- ur notaður til að bæta bændum upp lægra verð. Framleiðslu var haldið uppi án markaðar. Í raun má segja íslenskur landbúnaður hafi farið japönsku leiðina þegar bólan sprakk. Útflutningsbætur, niðurgreiðslur og urðun umframframleiðslu voru not- aðar til að milda áhrif af sprungnu bólunni og það leiddi til næstum al- gerar stöðnunar í greininni. Eins og áður sagði voru á Íslandi um 400 þúsund fjár áður en sauða- salan kom til. Fjöldi sauðfjár á Ís- landi fór allt upp fyrir 900 þúsund um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir að áratugir væru liðnir frá því að eini sögulegi erlendi markaðurinn fyrir kindakjöt féll þá var framleiðslunni haldið uppi. Sauðasalan gat því af sér langvarandi og kostnaðarsamt „ba- ilout“ til bænda. Möguleikar sauðkindarinnar Til réttlætingar á fjáraustri úr ríkis- sjóði var haldið úti söluskrifstofum sem leita áttu markaða fyrir íslenskt lambakjöt. Sú leit var vonlaus. Kostn- aðurinn við að framleiða hvert kíló af lambakjöti er margfaldur á við kostn- að við framleiðslu á hverju kílói af kjúklingum, svínum eða nautum. Ís- lenskt lambakjöt gat því aldrei stað- ist verðsamkeppni við annað kjöt. Sú hugmynd hefur verið landlæg á Íslandi að styrkur íslenska lamba- kjötsins felist í því að kindin lifir á villigróðri. Íslenska lambakjötið sé því náttúrlegt kjöt. Það er vissulega rétt þegar lambakjöt er borið saman við kjúklinga eða svín en þegar ís- lenskt lambakjöt er borið saman við lambakjöt frá öðrum löndum kemur í ljós að kindur eru hvergi aldar upp á kjarnfóðri í iðnaðarumhverfi eins og naut, svín og kjúklingar. Annars vegar er það sökum þess að kindur nota of mikið fóður til að framleiða hvert kíló af kjöti og henta því illa til kjötframleiðslu. Hins vegar er mark- aðurinn fyrir lambakjöt of lítill til að hann standi undir stórfelldum iðn- rekstri. Niðurstaðan er því sú, að íslenska lambakjötið er of dýrt í framleiðslu og hefur of litla sérstöðu á of litlum markað sem engar líkur eru á að muni vaxa að nokkru ráði. Thor Jensen áttaði sig á þessu í kjöl- far gjaldþrotsins á Akranesi. Hann sá enga framtíð í sauðafjárræktun. En hann sá bjarta framtíð og mikla möguleika fyrir íslenskan landbún- að sem miðaði að bættri þjónustu við innanlandsmarkað. Þar var hann einn á báti og átti eftir að heyja harða baráttu við þá sem mestan hag höfðu af því að viðhalda markaðslausum út- flutningslandbúnaði. Vopnum safnað Eftir gjaldþrot í kjölfar hruns sauðasölunnar sleikti Thor sárin í nokkur ár, réri til fiskjar frá Hafnar- firði og lét lítið fyrir sér fara. Eftir nokkur ár fékk hann stuðning frá skoskum kaupmönnum til að byggja upp veiðafæraverslun í nafni konu sinnar. Hún gekk vel og leiddi til þess að Thor fór í útgerð, þar sem hann var einn af forvígismönnum iðnvæð- ingar Íslands, en hún fólst í vélvæð- ingu bátaflotans fyrst og fremst, sem opnaði Íslandsmið fyrir Íslendingum. Thor auðgaðist svo af útgerð að við eigum erfitt með að ímynda okkur það. Þótt útgerðarmenn nú- tímans vaði í peningum þá var auð- ur Thorsaranna á velmektarárum þeirra slíkur að við þurfum líklega að fara til Angólu nútímans til að finna samjöfnuð á mismun auðlegðar há- stéttarinnar og venjulegs launafólks. Þótt uppbygging sjávarbyggða hafi frelsað almenning úr vinnumennsku í sveitum bjó það við aum kjör á möl- inni. Sem kunnugt er var Thor helsti hvatamaður að stofnun Eimskipafé- lags Íslands þótt hann hafi ekki feng- ið að sitja þar í stjórn. Það þótti ekki við hæfi að danskur maður sæti í stjórn þessa óskabarns þjóðarinnar. Thor tók líka þátt í viðskiptasamn- ingum opinberra aðila eftir fyrra stríð þegar verðfall varð á mörkuð- um í Suður-Evrópu. Í þeim samn- ingum var meðal annars samið um innflutning á Spánarvínunum svokölluðu, sem brutu niður áfeng- isbannið. Í þessum samningum var tóninn sleginn fyrir Ísland á tuttug- ustu öld. Hagsmunir útgerðar voru skilgreindir sem íslenskir hagsmunir, og svo er enn. Segja má að í þeim hafi lokið tímabili hins villta kapitalisma á Íslandi, sem hafði gert Thor ógnar- ríkan, og við tók vanhelgt hjónaband viðskipta og stjórnmála; það sem síð- ar var kallað Kolkrabbinn. Það hjóna- band holdgerðist í Ólafi Thors, syni Thors Jensen, sem var ekki aðeins af voldugustu ætt auðmanna heldur foringi Sjálfstæðisflokksins áratugum saman og leiddi þaðan mótun samfé- lagsins að þörfum útgerðarinnar og annarra auðmanna. Thor Jensen var ekki hrifinn af þessari þróun. Hann heyrði hvern- ig dyr tækifæranna lokuðust þegar samfélagið var njörvað niður í klíkur og hagsmunabandalög. Sagan segir að hann hafi þráð að flytja til Ame- ríku, þar sem enn voru tækifæri til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Og hann ráðlagði sonum sínum að flytja burt. En þeir gerðu það ekki heldur urðu forvígismenn hins lokaða lands. Það var ekki fyrr en eftir gjaldþrot Kveld- úlfs, útgerðarfélags Thorsaranna, sem elsti sonurinn, Richard Thors, flutti til Spánar þar sem hann lifði áratugum saman góðu lífi af sjóð- um sem hann hafði safnað upp með því að svíkjast um gjaldeyrisskil. Það voru aflandsreikningar þess tíma. Thor dró sig sjálfur úr útgerð eft- ir viðskiptasamningana og ákvað að reyna fyrir sér aftur í landbún- aði. Hann vissi af sárri reynslu að engin framtíð var í sauðfjárrækt til útflutnings. Hann sá hins vegar þörf borgarbúa fyrir góðar mjólkurvör- ur í vaxandi borg og byggði upp Korpúlfsstaði í útjaðri Reykjavík- ur. Við rekstur þess bús rakst hann hins vegar á hina klíkuna á Íslandi, það sem síðar var kallað landbúnað- armafían. Þrátt fyrir að kynna ýms- ar nýjungar í mjólkurvinnslu varð Thor á endanum að játa sig sigrað- an í baráttu við Mjólkursamsöluna í Reykjavík og ítök Framsóknarmanna í landsstjórninni. En þá sögu, og margar fleiri, mun Guðmundur Andri örugglega rekja á söguloftinu í Borgarnesi í kvöld. uppsprettu. Hún breytti eðli bú- skapar í sveitum, sem nú snerist um að framleiða sífellt meira og meira. Peningarnir drógu að fólk úr bæjun- um, menn eins og Thor Jensen. Og til urðu nýjar fjármálaafurðir eins og þau afleiðuviðskipti sem Thor stund- aði með því að greiða bændum fyr- ir að ala fé. Þar var hann í raun að veðja á söluverð sauðanna að hausti. Ef það yrði hátt myndi hann græða. Ef það yrði lágt var hann í raun að verja bændurna tapi. Sífellt aukin framleiðsla leiddi til verðfalls sum árin. Til að styrkja stöðu sína stofnuðu bændur til fé- lagsskapar sem sömdu við sauða- kaupmenn og seldu jafnvel fram hjá þeim beint á markað í Skotlandi. Þessi félög urðu vísir að kaupfélögun- um, sem seinna meir áttu eftir að verða mikið afl í íslensku samfélagi og blandast á margan hátt, og sjaldan góðan, inn í líf Thors Jensen. En það sem gerir sauðasöluna ólíka hefðbundnum bólum er að hún var í raun aðeins örlítill angi af miklu stærri markaði. Þótt bænd- ur á Íslandi hafi skaðað stöðu sína mörg árin með offramleiðslu þá gat hún aldrei haft teljandi áhrif á eftir- spurnin sem lá að baki viðskiptun- um, iðnbyltingin og borgarmyndun í Bretlandi. Íslenskar sveitir voru alger jaðar- og aukaatriði sjálfra drifkrafta markaðarins. Og bólan sprakk ekki vegna of- framleiðslu, heldur vegna þess að ný tækni gat annað eftirspurninni á hagkvæmari hátt. Það varð íslensk- um bændum til tjóns að einhverjir menn úti í heimi fundu upp tækni Þótt andi vakningar íslenskra sveita hafi komið frá Kaupmannahöfn kom aflið með peningum skoskra spekúlanta. Á eftir varð Ísland ekki samt. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.