Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 4

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 4
Neytendur Félag íslenskra bifreiðaeigenda bíður eftir aðgerðum systursamtaka sinna í Evrópu. Volkswagen viðurkenndi bótaskylda vegna útblásturssvindls með bótagreiðslum til Bandaríkj- anna. Hekla hefur ekki krafist bóta af Volkswagen. Íslenskir bifreiðaeigendur gætu reynt að sækja bætur til þýska bif- reiðarisans Volkswagen vegna galla í Volkswagen-bifreiðum sem seldar hafa verið hér á landi í gegnum bíla- umboðið Heklu. Þetta segir Run- ólfur Ólafsson, formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Runólfur var spurður um hver staða íslenska neytenda væri gagnvart þýska bíla- fyrirtækinu í ljósi frétta í síðustu viku um 1800 milljarða skaðabætur sem Volkswagen hefur greitt til banda- rískra umboðsaðila sinna vegna þess að framleiðandinn svindlaði á útblásturpófum á vissum gerðum Volkswagen-bíla. Um var að ræða bætur vegna rúmlega 500 þúsund bíla sem voru gallaðir. Runólfur segir hins vegar að fé- lagið sem hann stýrir muni bíða og sjá hvað systurfélög þess á Norð- urlöndunum og í Þýskalandi gera í kjölfar frétta um skaðabæturnar í Bandaríkjunum. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda mun svo kannski einnig krefjast bóta ef aðrir gera það. Friðbert Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri bílaumboðsins Heklu, sem flytur inn Volkswagen, segir að fyrirtækið hafi ekki átt í neinum samskiptum við Volkswagen um greiðslu skaðabóta. „Það hefur ekki neitt svoleiðis kom upp hjá okkur.“ Hann segist ekki vera með á hreinu hversu marga bíla Hekla seldi sem eru gallaðir vegna útblásturssvindls Volkswagen. Volkswagen hefur því viðurkennt bótaskyldu sína vegna svindlsins, bótaskyldu sem ætti þá væntanlega að ná til allra eigenda hinna göll- uðu Volkswagen-bíla. Runólfur seg- ir að Félag íslenskra bifreiðaeigenda myndi þá reyna að sækja bæturnar til Heklu sem aftur myndi þá þurfa að sækja rétt sinn gagnvart Volkswagen. Boltinn er því hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda að sinni. | ifv Íslenskir bílaeigendur gætu krafist bóta vegna Volkswagen-svindlsins Friðbert Friðbertsson segir að Hekla hafi ekki rætt við Volkswagen um bótagreiðslur. Hann sést hér gefa Volkswagen-bjöllu í páskaleik Smára- lindar. „Það er einmanalegt að standa uppi í pontu og horfa yfir 63 tóma stóla.“ Páll var með fyrstu ræðu um samgönguáætlun eftir hádegi á föstudag og enginn þingmaður var mættur í salinn. „Þetta er alltaf að gerast,“ segir Páll.sem benti að for- seti þingsins og starfsmenn hefðu þó að minnsta kosti verið til staðar. Formenn og þingflokksformenn reyna að ná samkomulagi um þing- lok til að kosningabaráttan geti haf- ist af krafti en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarandstaðan segir að stjórnarflokkarnir geti ekki náð saman um hvaða mál skuli setja í forgang, „Það má segja að það sé allt uppi í loft og enginn með hug- ann við þingið,“ segir Páll. | þká Palli var einn í þingheimi Stjórnmál „Þetta var ósköp notalegt, en dálítið skrítið,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíð- ar, sem skeggræddi um sam- gönguáætlun fyrir tómum þingsal í gær. Páll Valur Björnsson talaði við tóman þingsal í gær. Mynd | Ásgeir Ásgeirsson — Press photo Stjórnmál Formaður Við- reisnar seldi hlutafé fyrir 130 milljónir í félagi sem hann var stjórnarformaður, aðeins viku áður en tilkynnt var um umtalsverða hluta- fjáraukningu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Formaður Viðreisnar sætti rann- sókn Fjármálaeftirlitsins vegna sölu á hlutum sínum í Nýherja á síðasta ári fyrir á annað hundrað milljónir króna. Rannsókn lauk í febrúar á þessu ári en í skriflegu svari Fjár- málaeftirlitsins segir að málið hafi verið látið niður falla þar sem svör reguvarðar hafi þótt fullnægjandi. Það var Óttar Guðjónsson, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, sem vakti athygli á málinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu á fimmtudag. Fyr- irsögn greinarinnar var: „Ærandi þögn um innherjaviðskipti for- manns Viðreisnar“. Benedikt Jóhannesson, eiginkona hans og Talnakönnun ehf., félag í eigu Benedikts, seldu bréf í Nýherja í lok nóvember á síðasta ári. Hlutirnir voru seldir á genginu 14,7 krónur á hlut. Sjálfur seldi Benedikt fyrir 105,8 milljónir og Vigdís fyrir rúmar 16 milljónir. Benedikt var þarna stjórnarformað- ur Nýherja. Rúmri viku síðar, eða þann 3. desember, ákvað stjórn Nýherja að bjóða út allt að 40 milljónir hluta í félaginu í lokuðu hlutafjárútboði til fagfjárfesta. Í umfjöllun DV um málið á sínum tíma kom fram að við ákvörðunina varð ljóst að bréf eigenda Nýherja myndu þynnast út um 9,76%, en þeir höfðu fallið frá forgangsrétti að nýju hlutunum með því að samþykkja heimild fyr- ir hlutafjárútboðinu á aðalfundi fé- lagsins 14. mars 2014. „Þá vaknar spurningin hvort hlutafjáraukninguna hafi borið að með svo skyndilegum hætti að for- maður stjórnar væri fullkomlega grunlaus um að slíkt stæði til þegar hann og aðilar honum tengdir seldu hlutabréf sín,“ sagði Óttar í grein sinni í Morgunblaðinu og ýjar þarna að því að Benedikt hafi gerst sekur um innherjaviðskipti. Benedikt svarar Óttari fullum hálsi á Facebook-síðu sinni en þar upplýsir hann að hann hafi borið söluna undir regluvörð. Hann bend- ir ennfremur á að gengið sem hann seldi á hefði verið 14,7 á hlut, en svo fór að hlutaféð seldist á genginu 16.0. Því hafi hann í raun tapað á sölunni. Benedikt upplýsir einnig á Face- book að Fjármálaeftirlitið hafi ósk- að eftir upplýsingum um söluna hjá regluverði, og það staðfesta upplýsingar sem FME gefur Frétta- tímanum. Í svari eftirlitsins segir að athugun þess hafi lokið í febrúar á þessu ári og að það taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum full- nægjandi. Benedikt hafði ekki svar- að fyrirspurn Fréttatímans þegar þetta var skrifað en hann neitar al- farið á Facebook, og í viðtali við DV í desember á síðasta ári, að hann hafi gert neitt rangt. Formaður Viðreisnar sætti rannsókn vegna innherjaviðskipta Benedikt Jóhannesson sætti rannsókn vegna innherjasvika. Sú rannsóknar var látin niður falla í febrúar. Gullna kynslóðin fær mest Miðað við tillögur ríkisstjórnarinn- ar um að hækka lágmarksbætur al- mannatrygginga upp í 300 þúsund krónur á mánuði munu aldurshóp- arnir sem fæddir eru 1948 til 1960 koma best út úr þessum breyting- um. Kynslóðirnar á undan hafa fengið lægri lífeyrisgreiðslur en kynslóðirnar á eftir munu í raun greiða fyrir hækkun lífeyris með skemmri lífeyristíma, en ráðgert er hækka lífeyristökualdurinn úr 67 í 70 ár á næstu tólf árum. Fólk sem er fætt 1961 og síðan mun fá hærri bætur en um skemmri tíma. Miðað við 82 ára meðalaldur munu þau sem fædd eru 1949 fá um fjórðungi hærri ellilífeyri um sína daga en þau sem fædd eru í upp- hafi sjöunda áratugarins. Það má því segja að kynslóðin frá 1948 til 1960 sé gullkynslóð Íslands, kyn- slóðin sem fær það besta út úr báð- um kerfum; hærri bætur og langan lífeyristíma. | gse Finnar deila við dómarann Fótbolti Norski knattspyrnu- dómarinn Svein Oddvar Moen hefur verið harkalega dæmdur í fjölmiðlum víða um Evrópu eftir landsleik Íslands og Finnlands á miðvikudag. Fullyrt er í finnskum fjölmiðlum að Ísland hafi unnið leikinn vegna dómaraskandals og landsliðsþjálf- arinn, Hans Backe, sagði í samtali við finnska sjónvarpið að tapið væri það sárasta á sínum ferli. Í finnska sjónvarpinu var einnig sagt frá reiði finnsku þjóðarinnar út í dómarann sem birtist í kjölfarið á samfélags- miðlum. Hart er deilt um hvort Ísland hafi komið boltanum inn fyrir marklínu á fimmtu mínútu í uppbótartíma leiksins. Svein Oddvar Moen dæmdi markið gilt og samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Evrópu má hann ekki tjá sig um ákvörðunina. Landsliðsþjálfari Finna var brjál- aður eftir leikinn. „Þetta er umspil um þátttöku á HM, ekki einhverjir andskotans Abu Dhabi-leikar,“ sagði Backe við sænska Aftonbladet. | þt Norskir fjölmiðlar koma Svein Oddvar Moen til bjargar og birta ljósmynd þar sem boltinn virðist hafa farið inn fyrir markalínu Finna. Mynd | Getty Images 4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Eliza Reid, Ewan Reid og Allison Reid BLEIKASLAUFAN.IS Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR Ríkisstjórnin vill hækka lífeyri strax en stytta lífeyristímann seinna. Það gagnast ekki Sigurði Inga, forsætisráð- herra, sem er fæddur 1962.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.