Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 BIOPHILIA: FULLKOMIÐ VERKFÆRI FYRIR BREYTTAN SKÓLA Breytt samfélag með nýrri tækni kallar á nýja nálgun í menntamálum. Finnar, sem eru með eitt besta menntakerfi heims, hafa til að mynda nýlega endurskoðað aðalnámskrá sína með það að markmiði að búa nemendur betur undir breyttan heim. Þeir þurfa til að mynda að geta tileinkað sér upplýsingar og nýtt þær á skapandi hátt og skólakerfið þarf að stuðla að því. Að loknu þriggja ára tilraunaverkefninu Biophilia, sem öll Norðurlöndin tóku þátt í, segja Finnar að Biophilia sé fullkomið verkfæri til þess að innleiða nýja námskrá en Biophilia, sköpunarverk Bjarkar Guðmundsdóttur, snýst um að kenna börnum tónlist og raungreinar á skapandi hátt með hjálp tækni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þriggja ára risastóru samnorrænu tilraunaverkefni um kennslufræði Bjarkar Guðmundsdóttur, tón- listarmanns, náttúuunnanda og frumkvöðuls, Biophilia, er lokið. Alls tóku 77 skólar á öllum Norður- löndunum og sjálfstjórnarsvæðum þeirra, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum, þátt og var afrakstur vinnu þátttakenda gerður upp á stórum fundi hér í Reykjavík fyrr í vikunni. Biophilia menntaverkefnið snýst um að kenna börnum um tónlist, náttúrufræði og vísindi á framúr- stefnulegan hátt með aðstoð tækni og að veita þeim innblástur við að vera skapandi í námi sínu í gegnum hina ólíku miðla. Þá var markmiðið að stuðla að þverfaglegri samvinnu kennara og brjóta upp hefðbundn- ar kennsluaðferðir og var því lagt upp með í verkefninu að tónlist- arkennari og raungreinakennari kenndu Biophiliu í sameiningu sem eitt teymi. Einnig var verk- efnið, sem var á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins og norrænu ráðherranefndarinnar, tilraun til þess að koma á norrænu samstarfi á sviði menntamála. Árangur fram úr vonum Allir þeir þátttakendur sem Frétta- tíminn ræddi við voru sammála um að árangur verkefnisins hafi farið fram úr björtustu vonum, bæði hvað varðar áhuga nemenda og kennara sem og afrakstur vinnunn- ar, jafnt tónlistarlega sem raunvís- indalega séð. Auk þess hafi það nán- ast þvingað kennara til að hugsa út fyrir rammann og endurskilgreina hvað kennsla felur í sér, hvernig kennslufyrirkomulagi geti verið háttað og hvernig hægt sé að tvinna saman ólíkar námsgreinar á áhuga- verðan og árangursríkan hátt. Biophilia Bjarkar kom út árið 2011 og er margslungið marg- miðlunarverk. Það samanstend- ur meðal annars af hefðbundinni breiðskífu, öppum með gagnvirku kennsluefni tengdum lögunum, sérsmíðuðum hljóðfærum og sér- stökum vef (biophiliaeducational. org). Menntaverkefnið vann Björk í samstarfi við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Umfjöllunarefni laganna er náttúran og vísindi, allt frá vírusum yfir í himingeim- inn, en tónsmíðarnar sjálfar hafa það að markmiði að kenna börnum um tónlist, tónsmíðar, tónfræði og hljóð. Björk hefur sjálf útskýrt hugs- unina á bak við sköpunina þannig að hún sjái oft samhljóm í náttúr- unni og tónlistinni enda byggjast lögin oft á tengslum milli tónlistar- legra og náttúrulegra hugmynda. Auður Rán Þorgeirsdóttir og Arn- fríður Sólrún Valdimarsdóttir eru verkefnisstjórar Biophilia verkefn- isins. „Niðurstöðurnar sýndu heilt yfir að kennsluverkefnið hefur já- kvæð áhrif á kennsluaðferðirnar,“ segir Auður. „Stór hluti af verkefn- inu er að vinna þvert á námsgrein- ar og með kennurum í ólíkum fög- um og það tókst vel,“ segir hún. „Kennarar voru að vinna saman þvert á námsgreinar sem hópur í fyrsta sinn og það var stórkostlegt að sjá hverju samvinnan skilaði,“ Biophilia Bjarkar er einstakt verkfæri fyrir kennara til að undirbúa nemendur fyrir veruleika fram- tíðarinnar. Áhersla á sköpun, frum- kvæði, sjálfstæði og samvinnu verður sífellt mikilvægari, að sögn sérfræðinga í menntamálum, og hafa Finnar til að mynda nýverið breytt aðalnámskrá sinni til að auka vægi þessara þátta. Biophilia æfir nem- endur einmitt í þeim. Auður Rán Þorgeirsdóttir og Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verkefnisstjórar segja að sjálfstraust nemenda hafi styrkst við að gera hluti sem þeir héldu að þeir gætu ekki gert, svo sem að semja tónlist.“ Myndir | Hari Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.