Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 08.10.2016, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 segir Arnfríður. Nýjungin hafi meðal annars falist í því að nú taki 3-4 kennarar þátt í kennslustund- inni og njóta stuðnings hver af öðr- um. Arnfríður bendir jafnframt á að áhugavert hafi verið að fylgjast með því hversu ólíkt kennarar nálg- uðust viðfangsefnið. „Sumir vildu mjög skýran ramma en aðrir þorðu að hugsa út fyrir boxið og þorðu að taka eitthvað sem var frekar óljóst í upphafi og gera að sínu, að taka þátt í sköpuninni,“ segir hún. Endurskoða þarf kennsluhætti Arnfríður segir að kominn sé tími á að endurhugsa miðlun og kennslu- hætti ef ætlunin sé að fylgja þróun- inni í samfélaginu. „Heimurinn er að breytast svo mikið og tæknin er komin til að vera. Við þurfum að gefa börnum tæki og tól svo þau geti aðlagast breyttu samfélagi. Það þýðir ekki að nota sömu aðferðir og fyrir 100 árum heldur þurfum við að aðlaga skólakerfið að nútíman- um,“ segir hún. Auður bendir á að í aðalnámskrá sé meðal annars lögð áhersla á framsækni og nýsköpun og að mörg áhugaverð verkefni séu í gangi í mörgum skólum. „Biophil- ia er tæki sem kennarar geta notað til þess að kenna á skapandi hátt,“ segir hún. Flestir þeirra sem rætt var við sögðust hafa verið eitt stórt spurn- ingamerki eftir að hafa fengið kynningu á verkefninu fyrir tveim- ur árum. „Kynningin veitti mér innblástur en skildi samt fyrst og fremst eftir fullt af spurningum,“ segir Johannes Iihle, kennari í Strand Kommune í Noregi. „Hvern- ig bjóðum við öðrum kennurum inn í þessa hugsun? Hvað er leyfi- legt? Hvað er ekki leyfilegt? Okkur var sagt í upphafi að í verkefninu væri mikið pláss fyrir alls kyns hug- myndir. Verkefnið sjálft væri bara upphafsreitur. Meginverkefnið var að gefa nemendum pláss – og leyfa þeim að læra á þann hátt sem þeim hentar sjálfum best. Biophilia hjálp- ar okkur að nálgast nemendur á mismunandi hátt vegna þess að þegar okkur er gefið pláss til Aðferðir við kennslu Biophiliu Hér kemur listi yfir aðferðir við kennslu Biophiliu. Athugið að ekki eru alltaf allar þessar aðferðir notaðar saman, sumar henta kannski ekki og mikilvægt er að það er engin regla sem segir til um í hvaða röð á að nota þær; það fer eftir eðli viðkomandi lagaapps. Samkennsla. Best er að allir kennararnir vinni saman að þeim verkefnum sem leysa þarf. Kynning á tónlistarlegum, náttúrufræðilegum og mannlegum þemum. Þetta mætti gera með stuttum fyrirlestri sem kennarahópurinn flytur saman, með myndbandi um efnið, þankahríð, rituðu efni eða á annan hátt. Ef ætlunin er að nemendur uppgötvi sjálfir hugmyndirnar gæti þessi liður komið síðar í ferlinu eða orðið ónauðsynlegur. Hugmyndirnar í TH-/N-/M-/T-/BT-textunum geta gagnast hér og einnig mörg myndböndin sem fylgja. Þetta er mjög hentugur staður til að opna augu nemenda fyrir tengslum tónlistarlegra og vísindalegra hugmynda. Einbeitt hlustun á lögin eða áhorf á myndbönd. Sitjið kyrr, beinið athyglinni að önduninni og reynslunni sem í vændum er – annaðhvort beint án nokkurs undirbúnings eða hugsanlega með upphafsspurninguna um lagaappið í huga. Þegar fengist er við aðgengileg lög gæti verið gott að byrja á þessu en hvað þau flóknari snertir kann að vera rétt að geyma þennan þátt þar til síðar. Krakki í eigin rými. Talsverðum tíma ætti að verja til þess að leyfa börnunum að gera sjálf tilraunir með lagaöppin með heyrnartól á höfði, svo að sköpunar- gáfa einstaklingsins fái að njóta sín. Afurðir. Tryggið að hópurinn deili afurðum eða árangri af vinnunni. Byggja ætti upp vettvang til að deila á netinu listaverkum, ritverkum eða lögum sem verða til í starfinu. Umræðuhópar. Til að gera upp vinnuna og það sem hún hefur skilað getur verið dýrmætt að gefa sér tíma til að ræða, deila hvert með öðru, hlusta og melta það sem gert hefur verið. Besta leiðin er að sitja einfaldlega í hring og gefa sér tíma til að hlusta á hvern og einn, heyra upplifun hans, sjónarmið og hugsanir. Stundum geta komið fram spurningar sem krefjast svara eða lausnar, stundum verða þetta frjálsari skoðanaskipti. Leiðbeiningar „Velkomin í Biophiliu, sem er ást á náttúrunni í öllum sínum myndum, frá smæstu lífverum til stærstu risastjarna sem svífa um fjarlægustu víddir al- heimsins. Biophiliu fylgir óslökkvandi forvitni, áköf löngun til að rannsaka og uppgötva þá tálfögru staði þar sem við komumst í tæri við náttúruna; þar sem hún leikur á skynjun okkar með litum og formum; ilmefnum og lykt.“ að prófa okkur áfram, að takast á við nýja hugsun, verðum við fyr- ir innblæstri og finnum að það er mögulegt að gera hvað sem er fyr- ir utan rammann,“ segir Johann- es. „Aðalatriðið er að Biofilia er ekki kennsluaðferð heldur leið til þess að hugsa á skap- andi hátt þar sem tónlist og þekking koma saman,“ segir hann. „Biophilia opnar fyrir þessa sköpunargáfu, opnar nýjar víddir og nýjar leiðir,“ segir hann. Að sögn Auðar hafði verkefnið jákvæð áhrif á sjálfsmynd margra nemenda. „Kennarar fundu fyrir því að sjálfsmynd nemenda styrkt- ist því sjálfstraust þeirra jókst við að gera hluti sem þeir héldu að þeir gætu ekki gert, til dæmis að semja tónlist. Einnig var mikilvægt að all- ir nemendur byrja sem jafningjar, eru á sama grunni að taka þátt í ver- kefninu,“ bætir Auður við. Erfitt að hugsa út fyrir rammann Fossvogsskóli í Reykjavík er einn til- raunaskólanna sem tók þátt. Ragna Skinner myndlistarkennari seg- Björk Guðmundsdóttir fylgdist með kynningum þátttakenda á lokafundi þriggja ára tilraunaverkefnis Biophiliu í vikunni. Johannes Iihle, kennari í Strand Kommune í Noregi: „Biophilia opnar fyrir sköpunargáfuna, opnar nýjar víddir og nýjar leiðir.“ www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af vetrinum Rúðuvökvi TjöruhreinsirOSRAM perur N1 þjónustustöðvar og verslanir um land allt. Rúðusköfur 795 kr. 999 kr. Verð frá 330 kr. Verð frá 595 kr. Vertu á undan vetrinum Rúðuvökvi 2,5 lítrar með allt að -18°C frostvörn. Hreinsar tjöru og önnur óhreinindi af bílnum. Vertu með öll ljós kveikt í umferðinni. Skilvirkasta tækið á snjóþungum degi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.