Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 12

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Dæmi um lagaapp og kennsluleiðbeiningar COSMOGONY TÓNLIST: Texti, jafnvægi NÁTTÚRA, LYKILORÐ: Stóri hvellur VÍSINDAGREINAR: Kosmólógía MAÐURINN: Sköpunarsögur Hvaðan kemur þetta allt? Hvernig varð alheimurinn til? Textinn er í brennidepli hér. Uppsetning textans við Cosmogony er hefðbundin, þar skiptast á vers og viðlag og í hverri vísu er fjallað um eina goðsögn tengda sköpun heimsins. Kannið hvaðan goðsagnirnar í textanum koma. Bætið við vísum með öðrum goðsögnum sem þið þekkið eða uppgötvið. Kenningin um miklahvell. Ræðið og útskýrið hvernig alheimurinn þenst út og hvers vegna vísindamenn telja líklegast að þessi kenning sé rétt. Ræðið þann vanda að það er engin leið til þess að við getum sagt neitt um hvað var „fyrir miklahvell“. Sköpunarsaga skiptir iðulega miklu máli í trúarbrögðum og hugmynda- kerfum. Í sumum kerfum er engin sköpunarsaga heldur einfaldlega gert ráð fyrir því að raunveruleikinn hafi alltaf verið til staðar og verði það um alla tíð. Skiptir þetta máli, til dæmis varðandi það hvernig við skynjum tímann? Söngtextar eru samdir eða verða einhvern veginn til. Ræðið hvernig textar verða til og hvernig þeir eru upp byggðir. Ræðið persónulega reynslu, vísindi og líka „fundna“ texta eins og til dæmis „Being for the benefit of Mr. Kite?“ hjá Bítlunum. Það eru tengsl við Dark matter þar sem fjallað er um að megnið af því sem varð til í miklahvelli er hulduefni. Formgerð Cosmogony er athygl- isverð, viðlagið lyftir verkinu svo að hægt er að taka það sem dæmi þegar fjallað er um formgerðina í Crystalline. Kannið nánar flókin vísindi í tengslum við miklahvell, afstæði, skammtakenninguna, strengjafræðina og þess háttar. Vinnustofa í að semja söngtexta/ljóð/stutt leikrit með mismunandi að- ferðum. Kennsluapp: https://www.youtube.com/watch?v=3dlRg6lM4mQ C ir að einna áhugaverðast við verkefnið hafi verið að kennar- ar og nemendur þurftu að fara að hugsa út fyrir rammann. „Það var áhugavert hve misvel kennarar og nemendur tóku í það að breyta til en það þarf mikla uppstokkun á hefðbundnu skólastarfi til þess að svona verkefni gangi upp,“ segir Ragna. Hún segir að nemendurnir hafi margir hverjir fyrst í stað ekki verið tilbúnir til þess að brjóta upp kennslustofufyrirkomulagið. Foss- vogsskóli hafi ákveðið að fjarlægja borð og stóla úr skólastofunni sem nýtt var í verkefninu og þess í stað settar inn jógadýnur og púðar þar sem setið var við kertaljós. Ragna segir að börnunum hafi þótt þetta allt saman frekar skrýtið en eftir því sem á leið hafi þau verið komin inn í hugarheim Bjarkar og fóru að tengja betur við tónlistina og skilja samhengið allt miklu bet- ur. „Helsti lærdómurinn var að við kennararnir þurftum að fara út fyrir rammann og hugsuðum ver- kefnið út frá nemendunum strax frá upphafi. Það er svo auðveld- lega hægt að sækja sér þekkingu, við erum ekki að miðla þekkingu heldur eru kennarar og nemendur saman í ferðalagi. Í þessu verkefni var það sem kom frá nemendunum og það sem kom frá kennurunum alveg jafnmikilvægt. Við vorum saman að læra,“ segir hún. Margar námsgreinar voru þætt- aðar saman í Biophiliu verkefninu í Fossvogsskóla. „Nemendur voru ánægðir að fá aftur tónlistarkennslu sem þeir höfðu ekki fengið í 2-3 ár, þau gerðu sínar eigin plánetur og við lærðum um jarðfræðina og líf- fræðina á þeirri plánetu og einnig sköpuðust miklar pælingar um hljóð. Við tókum upp alls konar hljóð og lékum okkur með þau og fórum út í hljóðeðlisfræði í tengsl- um við þau,“ segir Ragna. Hún seg- ir að það hafi verið áhugavert að fylgjast með því hvernig börnin breyttust eftir því sem leið á verk- efnið. „Þau spurðu mikið í byrjun um hvað þau ættu nákvæmlega að gera og hvernig. Við gáfum þeim algjörlega frjálsar hendur og urðu svo sífellt meira skapandi, hættu að spyrja og fóru að gera. Mörg gerðu stuttmynd, aðrir skúlptúra, enn aðrir hljóðverk,“ segir Ragna. „Með því að vinna viðfangsefnin á svona skapandi hátt urðu til heilmiklar pælingar,“ segir hún. Börnin full innblásturs Satu Roberg er verkefnisstjóri Biophilia menntaverkefnisins í Finnlandi. Þar í landi tóku alls 9 skólar á mismunandi skólastigum þátt og var hún mjög ánægð með útkomuna. „Börnin voru ánægð og full innblásturs yfir því hvað þau gátu skapað sjálf og yfir vísindun- um því list er skapandi en vísindi geta verið það líka,“ segir hún. „Þeim líkaði einnig vel að nýta sér tæknina því börnin lifa í þeim heimi núna og það var mjög áhugavert að sjá hvernig tækninni var bland- að saman inn í kennsluna,“ segir hún. Verkefnið fór fram að hausti og að vori fóru fram mælingar á því hversu mikið af þekkingunni enn var til staðar hjá börnunum. „Það var ótrúlegt að sjá að þau mundu nánast allt af því sem við höfð- um unnið með í Biophiliu haustið áður,“ segir Satu. Finnar hafa nýverið endurskoð- að aðalnámskrá sína og var endur- skoðunin í vinnslu þegar Biophiliu verkefnið hófst. „Í Biophiliu er lögð áhersla á fjöllæsi (e. multiliteracy), kennslu þvert á námsgreinar (e. multidiciplinary) og að kennarar vinni í teymum og pörum. Einnig er áhersla á að kenna börnum þvert á árganga. Allt þetta var einmitt tek- ið upp í nýju námskránni sem við erum að vinna eftir núna og er því Biophilia algjörlega í anda henn- ar,“ segir Satu. Hún segir að þó svo að tilraunaverkefninu sé formlega lokið muni verkefnið halda áfram í Finnlandi og fleiri skólar munu taka þátt í haust. Satu segir að eitt af því áhuga- verðasta sem kom út úr verkefninu hafi verið norræna samstarfið. „Við höfum aldrei gert neitt af þessari stærðargráðu í Finnlandi og það var magnað að upplifa þessa sam- kennd og samvinnu. Ef við höldum áfram þessu verkefni getum við breytt ýmsu í skólakerfinu og kom- ið inn nýjum áherslum. Við erum á þessari vegferð í Finnlandi þar sem ríkir mikil ánægja með nýja skóla- námskrá. Biophilia var eins kon- ar punkturinn yfir i-ið, fullkomið verkfæri til að innleiða þessa nýju námskrá,“ segir Satu. Aðspurð segir hún helstu breytingar í aðalnámskránni felast í því að áherslan sé nú fyrst og fremst á það hvernig hjálpa megi börnum að fullorðnast og þroskast og verða gildur þegn samfélagsins. „Við vit- um ekki hvernig samfélagið verð- ur eftir 30 ár. Við þurfum að kenna börnum að læra og nýta sér upp- lýsingar. Þau verða að geta hugsað á nýjan hátt, vera skapandi og geta fundið nýjar lausnir. Upplýsingarn- ar eru til staðar en börn þurfa að vita hvernig þau eigi að nota þær og nýta þær og skapa út frá þeim. Þau þurfa þá hæfileika til að geta spjarað sig í framtíðinni. Biophilia gerir allt þetta.“ Ragna Skinner, myndlistarkennari í Fossvogsskóla: „Í þessu verkefni var það sem kom frá nemendunum og það sem kom frá kennurunum alveg jafn- mikilvægt. Við vorum saman að læra,“ Satu Roberg, verkefnisstjóri í Finn- landi. „Upplýsingarnar eru til staðar en börn þurfa að vita hvernig þau eigi að nota þær og nýta þær og skapa út frá þeim. Þau þurfa þá hæfileika til að geta spjarað sig í framtíðinni. Biophilia gerir allt þetta.“ Heyrðu með bleiku Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Fáðu heyrnartæki til prufu í 7 daga Október er mánuður Bleiku slaufunnar. Heyrnartækni leggur málefninu lið. Allur ágóði af sölu á rafhlöðum og 10.000 kr. af hverju seldu bleiku heyrnartæki renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Njóttu þess að taka virkan þátt í samræðum í góðra vina hópi eða fjölmenni. Áratuga þróunarstarf hjá Oticon hefur nú fært okkur ný heyrnartæki sem hjálpa þér að greina talmál betur og skýrar en nokkurn tímann áður í krefjandi aðstæðum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.