Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 24

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 24
Ótti við innflytjendur frekar en opið stjórnkerfi Á meðan fáni Pírata í Þýska- landi mætti með réttu vera dreginn í hálfa stöng er ann- ar nýr flokkur, Alternativ für Deutschland eða AfD, á hraðri siglingu, en helsta stefnumál hans er gagnrýni á hina opnu innflytjendastefnu Angelu Mer- kel kanslara. AfD er nú með þingmenn í 10 af 16 sambands- ríkjum Þýskaland og er Berlín eitt af þeim. Í kosningum þar í síðasta mánuði fékk flokkurinn 14 prósent atkvæða, sem er álíka mikið og Pírataflokkurinn missti. Ekki er það þó vegna þessa að fylgið hafi flust yfir, held- ur sækir AfD fylgi sitt helst til þeirra sem ekki hafa kosið áður og jókst kosningaþátt- taka um sjö prósent frá því í síðustu kosningum. Jafnframt sækir flokkurinn fylgi til óá- nægðra kjósenda Kristilegra demókrata, sem er flokkur Merkel, og eru þeir orðnir stærri en flokkur kanslarans í heimafylki hennar Mecklen- burg-Vorpommern. AfD er þó ekki nema fimmti stærsti flokk- ur Berlínar, enn sem komið er, en forystumenn hanns vonast til að ná yfir 10 prósenta fylgi í landskosningunum á næsta ári. Tveggja flokka stjórn Kristi- legra demókrata og Sósíalde- mókrata féll í Berlín, en sömu flokkar fara nú með völd í Þýskalandi öllu. Sósíalde- mókratinn Michael Müller verður áfram borgarstjóri, en ekki hefur enn tekist að mynda nýja stjórn og hefur hann boðið öllum nema AfD til viðræðna. Kosningarnar í Berlín eru tald- ar gefa góða vísbendingu um hvernig fer í landskosningun- um að ári. 24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016 Þetta hefur verið erfitt haust fyrir Pírata í Þýskalandi. Ekki aðeins töpuðu þeir öllum sætum sínum á héraðsþinginu í Berlín í ný af­ stöðn um kosningum, heldur fannst einn helsti talsmaður þeirra lát­ inn í íbúð sinni þá sömu helgi. Við hlið hans var lík ungs manns sem hann er talinn hafa myrt, og síðan flutt líkið 11 kílómetra í hjólbörum að  eigin íbúð. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is Pírataflokkurinn í Þýska­landi var stofnaður árið 2006, en fékk í fyrsta sinn sæti á héraðsþingi árið 2011 þegar hann fékk 8.9 prósent atkvæða og 15 manns kjörna í höfuðborginni Berlín. Vakti þetta nokkra athygli, þar sem að­ eins voru 15 manns á listanum og fengu þeir því allir sæti. Í kjölfarið kom flokkurinn mönnum að í fleiri sveitarstjórnarkosningum, og náði jafnframt manni inn á Evrópuþing­ ið í Strassborg. Um tíma voru þeir farnir að mælast með 13 prósent fylgi á landsvísu, en í þingkosning­ unum 2013 mistókst þeim þó að ná því fimm prósenta lágmarki sem til þarf til að fá þingsetu og var sigur­ göngu þeirra lokið í bili. Meðal stefnumála flokksins eru endurskoðun á höfundarétti hvort sem um er að ræða hjá menntastofn­ unum, varðandi læknalyf eða líf­ rænan mat, gegnsæi hjá yfirvöld­ um, beint lýðræði með aðstoð netkosninga og borgaralaun fyrir alla. Andúðin á ríkisvaldinu hefur gert það að verkum að flokkurinn rúmar bæði frjálshyggjumenn og anarkista, en sú sambúð hefur ekki alltaf gengið snurðulaust fyrir sig. Á undanförnum árum hefur hann lent í nokkrum hneykslismálum sem að sjálfsögðu hafa öll fengið viðurnefni sem enda á „­gate.“ Vinstri eða hægri? Hið svonefnda „Bombergate“ mál hófst með tveim konum sem tóku þátt í mótmælum gegn nýnasistum í borginni Dresden undir merkjum „femen“ samtakanna. Voru þær með hulin andlit en berar að ofan og hafði önnur þeirra skrifað „Takk fyrir Bomber Harris“ á líkama sinn. Harris þessi var yfirmaður breska sprengjuflugvélaflotans í seinni heimsstyrjöld og bar meðal annars ábyrgð á eldsprengjuárásinni á Dresden sem drap 25.000 óbreytta borgara. Þótti mörgum þetta því afar ósmekklegt. Það kom brátt í ljós að önnur konan var Anne Helm, sem var í fimmta sæti á lista flokksins í Evrópuþingskosningun­ um. Flokksforustan ákvað að styðja hana áfram, en helmingur hennar sagði af sér í kjölfarið og margir gengu úr flokknum. Þegar hústökufólk og anarkistar börðust við lögreglu í Hamborg árið 2013 studdi flokkurinn hina fyrrnefndu og þegar önnur kona, sem var undir merkjum femen en einnig á framboðslista Pírata í Berlín, kastaði gervi­eldsprengju á rússneska sendiráðið fannst mörgum frjálshyggjumeð limum sem flokkurinn væri staddur lengst til vinstri frekar en fyrir utan hefðbundið f lokkakerfi eins og meiningin hafði verið. Í stað hefð­ bundinnar forystu er ætlast til þess að flokksmenn, sem eru um 35.000 talsins, komi saman og ákveði stefnu f lokksins. Í framkvæmd hefur þetta hinsvegar reynst erfitt og er kerfið jafnvel talið hygla þeim efnameiri sem hafa tíma og fjárráð til að sækja fundina. Skorturinn á beinum leiðtogum, sem er reyndar meðal stefnumála, er jafnframt talinn hafa leitt til mikilla innherja­ átaka sem gjarnan rata í fjölmiðla. Sjálfsmorð þingmanns og slæm útreið í kosningum Morðmál skekur þýska Pírata Gerwald Klaus-Brunner, einn helsti talsmaður Pírata í Þýskalandi, fannst látinn í íbúð sinni. Við hlið hans var lík ungs manns sem hann er talinn hafa myrt. Klaus- Brunner var áberandi í stjórnmálalífi Berlínar. Hann bar jafnan litríka höfuðklúta og klæddist bláum eða appelsínugulum vinnusamfestingi. Sjálfsmorð rétt fyrir kosningar Hver svo sem meginástæðan er, þá var niðurstaðan sú að flokkurinn fékk aðeins 1.7 prósent fylgi í sveit­ arstjórnarkosningunum í Berlín þann 18. september síðastliðinn og missti þar með alla þingmenn sína. Þetta var þó ekki versta áfall flokksins þá vikuna, því daginn eft­ ir fannst Gerwald Klaus­Brunner, einn helsti talsmaður f lokksins, látinn og hafði það borið að með voveiflegum hætti. Klaus­Brunner hafði verið áberandi í stjórnmálalífi borgar­ innar, og var auðkenndur af litrík­ um höfuð klútum, sem hann bar ávallt, jafnt sem bláum eða app­ elsínugulum vinnusamfestingi sínum. Klaus­ Brunner, sem var 44 ára, hafði hagað sér undarlega um nokkurt skeið, meðal annars hafði hann talað um yfirvofandi andlát sitt og mæltist til þess að Berlínar­ þingið héldi mínútu þögn honum til minningar. Maðurinn sem fannst látinn með honum hét Jan Mirko L og var 29 ára gamall. Hafði hann unnið á skrifstofu Klaus­Brunners um skeið og í kjölfarið kært hann sem eltihrelli til lögreglunnar. Til­ raunir til að fá Klaus­Brunner rek­ inn úr flokknum voru þó felldar. Ástarglæpur Klaus­Brunner var opinskátt tvíkynhneigður en þeir eru ekki taldir hafa átt í ástarsambandi. Á hinn bóginn hafði Klaus­Brunnar tvítað skilaboðum þar sem hann kallaði Mirko „sinn ástkæra krullu­ haus“ og sagðist myndu elska hann að eilífu. Er talið að Brunner hafi drepið Mirko í íbúð hins fyrrnefnda í norður Berlín með bitlausu vopni, og síðan flutt líkið með hjólbörum í sína eigin íbúð í suðurhluta borgar­ innar. Þar drap hann síðan sjálfan sig daginn fyrir kosningarnar. Rétt fyrir andlát sitt sendi Klaus­Brunn­ er öðrum flokksfélaga sínum pakka með nokkrum persónulegum mun­ um ásamt skilaboðum þar sem hann lýsti morðinu á hendur sér. Telur þýska lögreglan það þar með upplýst. Hvort þýski pírataflokk­ urinn muni jafna sig eftir áföll þessi á tíminn eftir að leiða í ljós. Klaus- Brunner, sem var 44 ára, hafði hagað sér undarlega um nokkurt skeið, meðal annars hafði hann talað um yfirvofandi andlát sitt og mæltist til þess að Berlínarþingið héldi mínútu þögn honum til minningar. OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.