Fréttatíminn - 08.10.2016, Síða 26
Miklagarðs-
bindið
„Þetta karrýg-
ula bindi vekur
upp skemmti-
legar minn-
ingar frá einu
furðulegasta
skeiði ævi minnar. Þetta er sjónvarpsbindi sem ég
var með í þættinum „Góður dagur“ sem við Edda
Hermannsdóttir, vinkona mín, stýrðum á sjón-
varpsstöðinni Miklagarði. Ég á fleiri svona taubindi
sem lafa enn í tísku en mér finnst frekar leiðinlegt
að hnýta bindishnútinn á þau. Við gerðum bara
átta þætti af „Góðum degi“ en eftir tvo mánuði
lognaðist sjónvarpsstöðin út af. Við Edda nutum
hins vegar samstarfsins og hefðum alveg verið til
í að þróa þáttinn áfram því að baki var mjög fært
fagfólk í fjölmiðlun. Eftir stendur góð vinátta sem
rígheldur og við hittumst af og til þessi hópur og
rifjum upp þetta ævintýri okkur til skemmtunar.“
Ævisaga í fimm bindum
Veiddi eiginmanninn með bindi
Guðfinnur Sigurvinsson hefur elskað að
lífga upp á lífið með litríkum bindum frá því
hann mætti með lakkrísbindi fyrsta daginn
sinn í menntaskóla.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sumar-
bindið
„Mér
finnst
gam-
an að
klæð-
ast
björt-
um
litum,
sér-
staklega á sumrin, og þetta bindi finnst mér lífga mikið
upp á mig og umhverfið þar sem ég er. Ég var með þetta
bindi í afmælisveislu Guðfinns afa míns sem varð 80
ára í sumar og það er til fín ljósmynd af mér með það
þar sem ég held ræðu honum til heiðurs. Afi minn er
frábær kall, mikill vinur minn, ráðgjafi og fyrirmynd.
Hann var alltaf mikið með bindi enda vann hann
skrifstofuvinnu og var um tíma bæjarstjóri í Keflavík.
Kannski að þaðan komi áhugi minn á að vera með
bindi? Ég mætti í það minnsta í Menntaskólann á Akur-
eyri haustið 1994, þá 16 ára gamall, með lakkrísbindi og
gömlu skjalatöskuna hans afa. Það segir sína sögu.“
Bindið sem veiddi
eiginmanninn
„Þetta bindi keypti
ég á vordögum 2006 og í
stíl var neóngræn skyrta.
Á þessum tíma var ég
fréttamaður á Sjónvarp-
inu og í fyrsta sinn sem
ég vildi skrýðast þessu
á skjánum fékk ég það
verkefni að tala við Björn
Inga Hrafnsson, þáver-
andi oddvita framsóknar-
manna í Reykjavík, sem
var í kosningaslag og
reyndist alveg eins klæddur í viðtalinu þegar á staðinn var
komið. Eftir þetta sáust þessi föt lítið á mér á skjánum enda
þekkt sem framsóknargallinn á fréttastofunni. Þau reynd-
ust hins vegar happadrjúg beita að kvöldi 8. júlí sama ár
þegar ég fór með þetta bindi á ball á skemmtistaðnum Nasa
við Austurvöll. Það kvöld hitti ég fyrst ungan glæsipilt úr
Skagafirði, Símon Ormarsson að nafni, sem rann á græna
litinn eins og 18 punda lax á svartan Toby. Við giftum okk-
ur sumarið 2011 og hjónabandið heldur enn farsællega.“
Útskriftarbindið
„Ég útskrifaðist með þetta bindi þegar ég
lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði sumarið
2013. Ég var blankur á þessum tíma enda
launin hjá RÚV ekki beint feitasti bitinn í
bænum. Ég keypti mér því nýtt bindi og
skyrtu við eldri jakkaföt sem frískaði mik-
ið upp á þau. Bindi og skór geta lyft eldri
fötum mikið upp, það þarf ekki alltaf að
kaupa allt nýtt frá grunni til að maður sé
ferskur. Ég útskrifast næsta sumar með
meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og
kannski ég noti þetta bindi bara aftur en
nú við ný föt? Svo geymi ég það sem út-
skriftarbindið, ef mig skyldi langa í dokt-
orsnám.“
Glæsimanna-
bindið
„Þetta er
nýjasta bindið
mitt og þar af
leiðandi það sem ég hef mest dálæti á. Ég keypti það
nú í sumar í München í Þýskalandi, að sjálfsögðu í
Boss. Ég sá það í búðinni og heillaðist samstundis,
það þurfti ekki að hugsa þetta lengi. Ég er hrifinn af
þessum 60 ś áhrifum sem sjást víða núna enda hef
ég mikinn áhuga á þeim tíma, sérstaklega í banda-
rísku þjóðlífi þar sem saman fóru glæsimennska
og ægilegir umbrotatímar. Andstæðurnar voru svo
hrópandi og heimurinn að breytast á leifturhraða.
Þetta er til dæmis bindi sem Frank Sinatra, JFK eða
Bobby Kennedy, Martin Luther King jr., eða jafnvel
ungur Elvis Presley, hefðu getað notað. Kannski eru
þessi áhrif að koma inn núna því um margt stönd-
um við á sams konar umbrotatímum, þótt mér finn-
ist vera dýpra á glæsimennskunni nú.“
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is