Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 42
Ný plata bandarísku tónlist-
arkonunnar Solange, A seat at
the table, hefur vakið mikla
og góða athygli í tónlistar-
pressunni á síðustu dögum.
Sunna Sasha Larosiliere hef-
ur hrifist að nýju plötunni.
„Ég er búin að hlusta stanslaust á
þessa plötu síðustu daga, frá því
að hún kom út,“ segir Sunna Sasha
Larosiliere. „Ég er búin að fylgjast
með Solange í nokkur ár og finnst
hún algjörlega frábær. Það er alltaf
verið að bera þær systur saman
en fólk gleymir því þá að þær eru
gjörólíkar í því hvernig þær nálgast
tónlistina. Samanburðurinn gengur
ekki upp, enda er þetta
allt önnur manneskja.“
Solange er undir mikl-
um áhrifum frá soultón-
list og arfi Motown-
útgáfunnar. „Þarna er
hún líka að vinna með
ótrúlega spennandi,
sjálfstæðum og frumleg-
um listamönnum eins og
Raphael Saadiq og André
3000 úr Outkast.“ Eig-
inmaður Solange er leik-
stjórinn Alan Ferguson
og myndböndin sem þau hafa gert
í sameiningu við lögin af nýju plöt-
unni og hann leikstýrir
eru glæsileg, frumleg og
falleg.
Sunna Sasha segir
að það sé mikið stolt í
þessari tónlist. „Solange
talar inn í Black Lives
Matter hreyfinguna sem
hefur verið svo áberandi
í Bandaríkjunum síðustu
mánuði. Hún vitnar til
dæmis með hljóðupp-
tökum í mömmu sína í
lögunum um að það sé
sjálfsagt að fagna menningu svartra
í samfélaginu og með því sé maður
ekki endilega að líta nið-
ur á menningu annarra
þjóðfélagshópa. Þessum
skilaboðum kemur hún
vel frá sér á tímum þegar
kynþáttaólgan er mikil í
landinu.“
Sunna Sasha, með
sitt hrokkna hár líkt og
Solange, segist hafa tengt
sérstaklega við eitt lag-
anna á nýju plötunni.
„Það heitir Don’t Touch
My Hair og ég skil það
vel. Ég lendi oft í því að fólk vilji
snerta hárið mitt, án þess að fyrir
því sé nokkur ástæða. Það
er ekkert endilega alltaf
eðlilegt ef fólk þekkir mann
ekki, en Solange talar um
að fólk eigi líka að láta sig í
friði með sitt stolt og sína sál.
Hún er sín eigin manneskja.
Ég bara þarf þessa fallegu,
svörtu tónlist þessa dagana
og hlusta alla daga. Þetta er
mikilvæg plata, ég held að
hún verði það áfram og vona
að hún nái til sem flestra.“ | gt
Solange vill fá sæti við borðið
42 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 8. október 2016
Fyrsta
ástin
Fréttatíminn talaði við
nokkra einstaklinga
um fyrstu ástina.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Helga Dögg Ólafsdóttir
helga@frettatiminn.is
Sunna Sasha
Larosiliere segist
strax hafa orðið
háð hljómnum
og boðskapnum
á nýju plötunni
hennar Solange.
Tónlistin á nýjustu
plötu Solange, A seat
at the table, er vel
heppnað bland af R&B
samtímans og áhrifum
frá eldri soultónlist.
Arna Beth leyfði Fréttatímanum
að sjá hvað er í draslkassanum sín-
um. „Ég er ekki með neina skúffu
á litla heimilinu mínu þar sem
það kemst varla fyrir nema ein
fatakommóða þannig að ég geymi
allt drasl og svoleiðis í litlum kassa
upp á hillu. Er búin að vera grisja
rosa mikið heima hjá mér undan-
farið, eftir að hafa horft á mikið
af Marie Kondo myndböndum á
Youtube svo ég á ekkert svo mikið
af dóti lengur. En í þessum kassa
er eftirfarandi:
Draslskúffa Örnu
Flestir eiga eina skúffu sem allt drasl
heimilisins lendir í. Allskonar gersemar geta
leynst í skúffunni.
Arna á ekki draslskúffu heldur kassa.
Myndir | Rut
Superia filmu-
pakki, fyrir
þær 5 filmuvél-
ar sem ég á.
HENTAI BABES zines sem
kærastinn minn gerði þegar
við vorum ein að vinna upp
í Gallery Gallera. Mjög sexí.
Pokemon Black og Nintendo
DS original: Eitt af fáum gjöf-
um sem ég á frá pabba mínum
og ég get ekki hugsað mér að
losa mig við þó ég spili eigin-
lega aldrei lengur á hann.
Holographic sticker album
sem ég keypti átta ára gömul
í Úlfarsfelli „back in the days“.
Maður veit aldrei hvenær
maður þarf að nota límmiða.
Bleikir hitapokar
sem kæró gaf
mér í jólagjöf því
mér er alltaf kalt.
Xylocain: Píku-
krem fyrir
þessa daga
þegar sveppa-
sýkingin er sér-
staklega slæm.Mercilon: Versta getnaðarvarnarpilla
í heimi.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Fyrsta ástin sem ég varð heill-
uð og gagntekin af var maður að
nafni Skúli, hann er dáinn. Ég var
5 ára og hann var miklu eldri en
ég. Hann var í Stýrimannaskól-
anum þegar ég varð ástfangin af
honum. Skúli var góður maður og
mér fannst hann alveg stórkost-
legur. Hann var alltaf að koma í
kaffi heima. Ég kveið alltaf fyrir
því þegar hann færi, mér fannst
það svo leiðinlegt. Einu sinni tók
ég skóna hans og faldi þá svo hann
kæmist ekki í burtu. Svo var leitað
og leitað þegar hann var að fara og
enginn skildi neitt. En var mér far-
ið að líða svolítið illa því mamma
og Skúli skildu ekkert í þessu.
Það sem ég hafði gert var að setja
skóna út á tröppur sem var svolítið
sniðugt hjá mér. Það slæma var að
það var rigning.
Sigursteinn J. Gunnarsson
Fyrsta ástin mín er eina ástin mín.
Við byrjuðum saman þegar við vor-
um 15 ára þannig við erum búin að
vera saman í 12 ár núna.
Við kynntumst í Hagaskóla. Ég
komst einhvernveginn inn í vina-
hópinn hennar, við vorum búin
að vera vinir í eitt ár þegar við
byrjuðum að tala saman á MSN
í marga, marga klukkutíma. Ég
ætlaði að bjóða henni í bíó en hún
bauð öllum vinum okkar með en
þar héldumst við í hendur í fyrsta
skipti, það var alveg mögnuð til-
finning. Við fórum út í hléi og þá
fannst mér eins og ég væri að ganga
á skýi, eins og þegar maður er bú-
inn að vera hlaupa á hlaupabrettinu
í hálftíma og ætlar að reyna að
byrja að labba á jörðinni, það
var svolítið tilfinningin þegar við
héldumst í hendur í fyrsta skiptið.
Hvað voruð þið búin að vera lengi
saman þegar þið trúlofuðið ykkur?
Við vorum búin að vera saman í 5
ár þegar við trúlofuðum okkur, þá
vorum við 20 ára. Svo giftum við
okkur hálfu ári seinna.
Var ekkert ógnvekjandi að gifta sig
svona ungur?
Nei, þetta var bara eðlilegt. Við
vorum búin að vera saman í
heila eilífð, að okkur fannst, og
það var ekkert að fara breytast.
Þetta var aldrei nein spurning
einhvernveginn.
Anna Gyða Sigurgísladóttir
Fyrsta ástin var ást við fyrstu
sýn. Ég var 15 ára og sat fyrir utan
íþróttahús Garðaskóla með sund-
kennaranum mínum. Var að segja
henni að ég væri á blæðingum og
kæmist því ekki í sund. Lygi þar á
ferð enda byrjaði ég ekki á blæð-
ingum fyrr en seint á lífsleiðinni.
Mér fannst bara réttlætanlegt
að ég fengi líka frípassa í sund
einu sinni í mánuði eins og hinar
stelpurnar. Hvað sem því líður, ég
sat með sundkennaranum þegar
strákur, sem ég hafði aldrei séð
áður, labbar inn með félögum
sínum. Strákarnir tala saman og
hlæja er þeir labba í átt að sund-
klefanum. Augu okkar mættust og
tíminn stoppaði. Í minningunni
var augnablikið hálftímalangt en
hvað veit maður, minningar eru
hverfular og skrýtnar. Kannski hef
ég búið til meiri sjarma í kringum
atvikið með árunum. Ég man þetta
þó vel. Þetta var ást við fyrstu sýn.
15 ára og ég hugsaði meira segja:
„Ég skil nú hvað er verið að tala
um í öllum þessum bíómyndum.“
Hann var fyrsti strákurinn sem ég
kyssti og við áttum sætt unglinga-
samband sem entist þar til við
þroskuðumst í sitt hvora áttina.
Heimili & hönnun
Heimilistæki
Þann 14. október
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300