Fréttatíminn - 08.10.2016, Síða 46
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
Mig hefur lengi langað að gefa út förðunar-bók fyrir venjulegar konur á öllum aldri. Þarna get ég svarað
öllum þeim spurningum sem ég fæ
daglega í starfi mínu,“ segir Harpa
Káradóttir förðunarfræðingur
sem undirbýr nú útgáfu veglegrar
förðunarbókar. Bókin kallast And-
lit og kemur út í lok nóvember.
Um þessar mundir er verið að
taka myndir fyrir bókina. Myndirn-
ar tekur Snorri Björnsson sem er
ein helsta snapchat-stjarna landsins
um þessar mundir en hefur einnig
getið sér gott orð fyrir myndir sín-
ar fyrir Húrra Reykjavík og fleiri.
„Við Snorri höfum þekkst í nokkur
ár og unnið saman í auglýsingaver-
kefnum. Hann er mjög flinkur og
við vinnum mjög vel saman,“ seg-
ir Harpa.
Sjálf er Harpa þrautreynd í
förðunarfræðum þrátt fyrir að
vera aðeins 29 ára. Hún er skóla-
stjóri MOOD Make Up förðunar-
skólans og hefur unnið að auglýs-
ingum, tónlistarmyndböndum,
sjónvarpsþáttum og fleiru auk þess
að hafa starfað á RÚV undanfar-
in ár.
„Ég vinn með mjög fjölbreyttu
fólki og að fjölbreyttum verkefn-
um. Ég vinn mikið í sjónvarpi, við
auglýsingar og fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Því þarf ég reglulega
að gefa hinum og þessum ráð og
veit að það eru margir sem vilja fá
útskýringar á venjulegum hlutum
tengdum förðun á íslensku. Þetta
verður ekki bók fyrir förðunar-
fræðinga. Þetta verður bók fyrir
alla, bæði byrjendur og lengra
komna. Þarna verður allt það besta
sem ég hef gert síðustu tíu árin auk
þess að ég svara öllum algengustu
spurningum sem ég fæ,“ segir
Harpa.
Hún segir jafnframt að í bókinni
verði að finna ráð við kvillum og
ýmsum aðstæðum sem kunna að
koma upp, fjallað um mismunandi
húðtýpur, um tæki og tól og ýmis
vinsæl lúkk sýnd. Bókin verði mjög
myndræn og förðunin útskýrð
skref fyrir skref.
Harpa segist hafa verið að pæla
í útgáfu bókarinnar síðustu þrjú
ár en ekki verið tilbúin að taka
skrefið fyrr en nú. Hvatning Björns
Braga Arnarssonar, vinar hennar,
hafi hjálpað mikið til.
„Margir höfðu sagt við mig í
léttu gríni að ég ætti að gera bók
á íslensku því það sé svo erfitt að
skilja ensku heitin. En svo fór ég
að heyra þetta oftar og oftar og þá
kitlaði þetta aðeins meira. Ég hef
sjálf mjög gaman af svona „coffee
table“-bókum, ljósmyndabókum
og fleiru slíku.
Mér leist í fyrstu ekkert á þessa
bókaútgáfu enda voru margir bún-
ir að segja mér að það væri ekki
þess virði, þetta væri mikil vinna
og maður fengi ekkert út úr þessu.
Björn Bragi gaf út fótbolta-
bók í fyrra og hann gaf
mér ýmsar hugmynd-
ir og var tilbúinn
að gera þetta með
mér. Þetta er reynd-
ar heljarinnar mál
en Bjössi gaf mér
vítamínsprautuna
sem ég þurfti til að
framkvæma þetta,“ segir Harpa en
það er útgáfufélag Björns Braga,
Fullt tungl, sem gefur bókina
Andlit út. Hægt er að fylgjast með
tilurð bókarinnar á Instagram
og víðar í gegnum myllumerkið
#mittandlit.
Gott teymi Ljósmyndarinn
Snorri Björns tekur myndirnar
í bók Hörpu og Björn Bragi
Arnarsson, uppistandari
með meiru, gefur
hana út.
Harpa Kára, Snorri
Björns og Björn Bragi
gera förðunarbók
Förðunarfræðingurinn Harpa miðlar af reynslu sinni í glæsilegri bók
sem Björn Bragi gefur út. Snapchat-stjarnan Snorri tekur myndirnar.
Þrautreynd Harpa Káradóttir notar reynslu sína frá síðustu tíu árum við gerð nýrrar
förðunarbókar sem kemur út í lok nóvember.
Brugguðu bjór með ösku úr Eyjafjallajökli
Íslenskir bruggarar áberandi í Noregi um helgina.
„Við ákváðum upphaflega að
brugga saman einhvern vetrar-
voða. Crow-bar strákarnir spurðu
síðan hvort við gætum reddað
ösku úr jöklinum „sem enginn
getur borið fram og setti allt á
hliðina á sínum tíma,“ en þá höfð-
um við verið að ræða einhverja
eldfjallanálgun með reykbragði og
dökkum lit. Við tókum með okk-
ur ösku sem við notuðum síðan í
bjórinn. Þar sem bjórinn verður
aðallega seldur í Osló enduðum við
á að nefna hann Eyjafjallajökull
sem virtist merkilega ferskt í eyr-
um Norðmanna,“ segir Árni Long,
bruggmeistari í Borg.
Árni og félagar hans í brugg-
húsinu Borg munu kynna nýjan
bjór sem þeir gerðu í samstarfi
við kollega sína á Crow-bar í Osló
þar í borg um helgina. Bjórinn er
sannarlega með óvenjulegu sniði,
kryddaður með ösku úr Eyjafjalla-
jökli og ber hans nafn. Fyrst um
sinn verður bjórinn eingöngu fáan-
legur á Crow-bar í Osló en að sögn
Árna hefur ekki verið ákveðið
hvort hann verður fluttur til Ís-
lands. Auk þess að kynna þennan
nýja bjór munu Borgar-liðar mæta
með tíu bjórtegundir sínar til að
kynna á barnum.
Þetta er þó ekki eina tilefni Nor-
egs-ferðarinnar því á mánudag
er komið að undanúrslitaviður-
eigninni í Bryggeribråk, keppni
brugghúsa á Norðurlöndunum
í pörun á mat og bjór. Þar mæta
Borgar-menn sænska brugghúsinu
Stigberget og freista þess að kom-
ast í úrslit keppninnar. Keppnin fer
fram á veitingastaðnum Håndver-
kerstuene.
„Við hlökkum mikið til að mæta
Svíunum og höfum heyrt góða
hluti af Stigberget. Við ákváðum
að taka áhættu og mæta eingöngu
með bjóra sem við höfum ekki
komið með áður í keppnina, þrátt
fyrir að vera ennþá ósigraðir og
erum afar spenntir fyrir viðureign-
inni. Hermann Ingólfsson sendi-
herra, eða sendiHermann eins
og ég kalla hann, mun mæta og
styðja okkur og við kunnum hon-
um bestu þakkir fyrir. Við höfum
haft af því fregnir að Axel Wern-
hoff, sendiherra Svía, mæti einnig
– þetta er því orðið hápólítískt mál,
á barmi milliríkjadeilu jafnvel.
Spurning hvort við eigum að heyra
í Lars?“
Herja á Noreg Sturlaugur, Árni Long og Valgeir í Borg brugghúsi freista þess að komast í
úrslit Bryggeribråk á mánudaginn.
Sagði aðdáanda til syndanna
Halle Berry fékk á dögunum nóg af ítrekuðum athugasemdum frá ein-
um aðdáanda á Instagram sem gagnrýndi hana fyrir að birta aldrei
myndir af andlitum barna sinna. Berry svaraði í löngu máli og útskýrði
hvers vegna hún birti myndirnar svona. „Ég skammast mín svo sannar-
lega ekki fyrir börnin mín, en ég reyni að finna
skapandi leiðir til að birta myndir af þeim án
þess að þau þekkist. Þau eru númer eitt í
mínu lífi en ég vil vernda friðhelgi einkalífs
þeirra. Sem móðir þeirra er það mitt hlut-
verk. Þegar þau verða eldri geta þau sjálf birt
myndir af sér á samfélgsmiðlum, ef þau kjósa
svo,“ skrifaði Berry meðal annars og bað fylgj-
anda sinn vel að lifa. Sú svaraði um hæl og sagðist
aðeins hafa verið að segja sína skoðun. Hana lang-
aði einfaldlega til að sjá meira af lífi Berry.
Örugg í LA
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sem var rænd í París í
vikunni, hefur nú snúið aftur til síns heima Í Los Angeles.
Hún hefur látið lítið fyrir sér fara síðan atvikið átti sér stað.
Hulið sig vel með stórri hettupeysu utandyra og haldið
sig frá samfélagsmiðlum. Ætla má að hún sé enn í sjokki,
enda ansi erfið lífsreynsla að vera haldið niðri af vopn-
uðum innbrotsþjófum sem ræna skartgripum að andvirði
milljarða króna.
Hún kom til Los Angeles, ásamt móður sinni og börn-
um, í einkaflugvél í vikulok. Henni finnst hún öruggust
í borg englanna og er fegin að vera komin heim. Maður
hennar, Kanye West, hyggst verja nokkrum dögum með
fjölskyldunni áður en hann snýr aftur í tónleikaferða-
lag sitt.
Eiga von á strák
Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga von á sínu öðru barni,
en fyrir eiga þau hina tveggja ára gömlu Wyatt. Kutcher missti kynið
á barninu út úr sér í viðtali í Today Show í vikunni þegar hann var að
segja skemmtilega sögu af dóttur sinni.
„Hún bendir á magann á Milu og segir; litli
bróðir, svo bendir hún á magann á mér og
segir; bjór, þannig að hún veit að það er
eitthvað þarna inni, en hvort hún gerir sér
grein fyrir því að barnið er ekki dúkka
sem hún getur leikið sér með, veit
ég ekki alveg.
Leikarinn viðurkenndi svo að
hann væri svolítið stressaður
yfir því að bæta öðru barni við
fjölskylduna og gantaðist með
ýmsar kenningar og reglur
sem breytast þegar annað
barn bætist við.
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.