Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 48
væri hóra og tussa. Einu sinni var ég brókuð, tekin upp á nærbuxun­ um þannig þær rifnuðu. Mér var líka hótað lífláti. Það var 30 manna hópur sem stoppaði mig þegar ég var á leið með vinkonu minni heim af balli. Og það átti bara að drepa mig. En það var aldrei nein ástæða fyrir þessu.“ Ölfu leið mjög illa á þessum tíma, en hún lærði að harka af sér. „Ég fór til dæmis aldrei að gráta í gegnum þetta einelti. Ég sýndi aldrei nein veikleikamerki. Sem var kannski ekkert gott. Kannski fannst þeim skemmtilegra að stríða mér fyrir vikið. Þegar eineltið var sem allra verst þá hugsaði ég að ég ætlaði ekki að láta þetta brjóta mig nið­ ur, ég ætlaði að verða eitthvað og hafa áhrif.“ Svöl skvísa frá Íslandi Eftir ár í Hagaskóla fór Alfa í Garða­ skóla þar sem henni tókst heldur ekki að komast inn í hópinn. Það fréttist að hún hefði ekki verið hluti af hópnum í fyrri skólum og á því skyldi ekki verða breyting. Það var ekki fyrr en þær mæðgurnar fluttu til Danmerkur sumarið fyrir tíunda bekk að félagslífið breyttist til hins betra. Þar fór hún í heimavistar­ skóla sem svöl stelpa frá Íslandi. „Þar þekkti mig enginn og ég var orðin svolítil skvísa. Ég var því aðal­ gellan í skólanum. Kúltúrinn þar varðandi klæðaburð unglinga er svo allt öðruvísi. Krakkarnir eru ekki jafn uppstrílaðir og á Íslandi. Ég þótti því rosa pía og skar mig úr. Ég eignaðist vini og kærasta og það var æðislega gaman þetta ár sem við vorum í Danmörku. Ég held að það hafi alveg bjargað mér að kom­ ast á einhvern stað þar sem ég var ekki alltaf að upplifa það hvað ég væri ömurleg. Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert ömurleg í raun og veru. Heldur voru þetta bara ein­ hverjar aðstæður sem höfðu skap­ ast í kringum mig. Ég náði að púsla einhverju sjálfstrausti saman.“ Þegar Alfa kom svo aftur heim til Íslands þá fór hún í hraðferðarbekk í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og eignaðist góða vini. En þó hún væri góður námsmaður þá var hún hálf tætt og átti erfitt með að einbeita sér. Hún skrópaði stundum í tímum og fiktaði við grasreykingar. „Ég átti mína vini í skólanum en við dróg­ umst nokkur inn í slæman félags­ skap. Ég var komin út í kant í lífinu að mörgu leyti og sótti í félagsskap krakka sem voru á svipuðum stað og ég.“ Var með dóm á bakinu Svo fór allt í upplausn þegar kærast­ inn hætti með henni og vinahópur­ inn fór með honum. Á svipuðum tíma greindist faðir hennar með krabbamein. Þetta varð til þess að Alfa tók sér hlé frá námi í eina önn og fór svo yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Faðir hennar dó nokkru síðar, áður en þau náðu að gera upp sín mál og sættast. „Hann var mjög ósanngjarn við mig þegar ég var barn, sýndi mér lítinn áhuga, var mjög harður og kom í raun bara illa fram við mig. Hann var af gömlu kynslóðinni og var mjög lokaður, en þetta var hans leið til að ala upp börnin sín og herða þau fyrir lífið. Þessi harka hélt svo áfram í gegn­ um veikindin og það var mjög sárt. Þegar hann dó þá missti ég í raun eitthvað sem ég hafði aldrei átt. Skömmu áður hafði hún kynnst strák sem hún var farin að búa með, en sá varð síðar barnsfaðir hennar. „Hann var ekki mikill fyr­ irmyndarpiltur,“ segir Alfa kímin. „En ég vissi ekki alla söguna þegar við kynntumst. Það kom síðar í ljós að hann var með árslangan fang­ elsisdóm á bakinu sem hann átti eftir að afplána. Sambandið gekk ekki vel, enda var hann í ansi miklu rugli. Ég var alltaf að fara að hætta með honum.“ Kærastinn var í neyslu. Sjálf fiktaði hún við ýmis efni á þess­ um tíma, en ánetjaðist þeim aldrei og var alltaf bæði í skóla og vinnu. „Ég var samt í kringum fólk sem var í mikilli neyslu og rugli. En ég var bara hálfgert nörd og passaði að mörgu leyti ekkert inn í þennan félagsskap.“ Eins og í bíómynd Svo varð hún ólétt. „Ég ætlaði í fóstur eyðingu en ég gat það ekki. Ég ákvað að eignast barnið og kærastinn minn var til í þetta allt saman. Við ákváðum í samein­ ingu að hann skyldi drífa sig í að sitja dóminn af sér, svo það væri frá. Ég skutlaði honum því upp á Skólavörðustíg þegar ég var nýorðin ólétt.“ Alfa hélt áfram í skóla og vinnu á meðan barnsfaðirinn sat af sér dóminn á Litla­Hrauni. En hún fór í hverri viku að heimsækja hann. „Ég man eftir mér keyrandi á Hraunið með barnið í maganum þar sem ég hugsaði með mér hver hefði skrifað þennan kafla í líf mitt. Hvert var líf mitt komið? Mér fannst þetta svo súrrealískt. Mér leið stundum eins og ég væri stödd inn í miðri bíómynd,“ segir Alfa og brosir. Þó vissulega hafi aðstæður ekki verið hinar bestu þá missti hún ekki húmorinn og sá gjarnan spaugilegu hliðarnar á þeirri stöðu sem upp var komin. Fannst hún hafa rústað lífið Þegar sonurinn var rúmlega mánaðargamall komst barnsfaðir­ inn inn á Vernd og gat því heim­ sótt þau mæðgin reglulega. Móðir Ölfu hjálpaði henni eins og hún gat en að mestu leyti var hún ein með drenginn. „Ég fór oft niður á Vernd og var þar í mat með nýfædda barnið mitt. Við sátum til borðs með dæmdum morðingjum og barnaníðingum. Það var súrrealískt en að sama skapi áhugaverð lífs­ reynsla. Þetta eru allt bara mann­ eskjur. Eins fáránlega og það hljóm­ ar þá kom það mér á óvart að þessir menn væru bara eins og venjulegt fólk að tala við og engin skrímsli.“ Samband Ölfu og barnsföður hennar varð hins vegar ekki langlíft og ekki leið á löngu þangað til hún var orðin einstæð móðir í Graf­ arholtinu. „Barnsfaðir minn var ekki í stöðu til að vera með strák­ inn, hann hafði ekki náð að taka sig á, það voru því engar pabbahelgar. Ég var bara alein með hann. Mér leið þá eins og ég hefði rústað lífi mitt. Ég var alls ekki óánægð með að hafa eignast barn, en þetta var bara svo gríðarlega erfitt. Samt tókst mér að útskrifast úr FB, 22 ára gömul.“ Fékk vinnu í miðri kreppu Eftir stúdentsprófið lá leið hennar á Bifröst þar sem hún kláraði BA gráðu í svokölluðu HHS námi, eða hagfræði, heimspeki og stjórn­ málafræði, en það þótti henni rök­ rétt vegna mikils áhuga á þjóðfé­ lagsmálum. Eftir útskrift fékk hún strax vinnu hjá sprotafyrirtæki í Reykjavík og fannst hún þá hafa náð ákveðnum áfangasigri í lífinu. „Ég fór næstum því að gráta. Þetta var búið að vera svo erfitt svo lengi en mér fannst loksins að mér væri borgið, enda var kreppan í hámarki og fólk átti erfitt með að fá vinnu á þessum tíma.“ Það var svo á síðasta ári að hún dróst inn í starf Samfylkingarinnar og var komin í stjórnir og ráð áður en hún vissi af. Henni var mjög vel tekið innan flokksins og fyrr en varði var hún komin í framboð. „Mér fannst þetta reyndar alveg út í hött fyrst, að ég, 27 ára með minn bakgrunn, færi í framboð. En svo sló ég til og sé ekki eftir því. Ég hef alltaf verið hreinskilin með það hvaðan ég kem og fólk hefur tekið því vel. Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Mér finnst ég mjög rík af minni reynslu og er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að miðla af henni.“ …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Ég fór oft niður á Vernd og var þar í mat með nýfædda barnið mitt. Við sátum til borðs með dæmd- um morðingjum og barnaníðingum. Það var súrrealískt en að sama skapi áhuga- verð lífsreynsla. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég hef innsýn inn í margar ljótar og leiðinlegar hliðar samfélagsins. Ég hef sjálf þurft að nota kerfið og fólkið í kringum mig líka, bæði fjölskyldu og vini,“ segir Auð­ ur Alfa Ólafsdóttir sem skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstu Alþingiskosningar. Alfa, eins og hún er alltaf kölluð, er ný í póli­ tík og hefur litríkari bakgrunn en margir aðrir í sömu stöðu. Hún tel­ ur að erfið reynsla sín af lífinu komi til með að nýtast sér í stjórnmálum, enda þekkir hún vankanta kerfisins og veit hvað þarf að bæta. Aldrei áhyggjulaust barn Æsku­ og unglingsárin voru Ölfu erfið á margan hátt. Hún og móðir hennar bjuggu saman í Reykjavík og höfðu lítið á milli handanna. Þá varð hún fyrir miklu einelti í grunnskóla sem mótaði hana mikið. „Mamma var alveg alein í heiminum með mig. Pabbi bjó á Patreksfirði og tók engan þátt í uppeldinu og var í litlu sambandi við mig. Hann var mjög harður karl og ekki mjög stuðningsríkur barnsfaðir. Og foreldrar mömmu bjuggu fyrir norðan en dóu þegar ég var 5 og 6 ára. Það var því mik­ ið álag á mömmu og við áttum í fjárhagserfið leikum. Ég þurfti mikið að sjá um mig sjálf. Foreldrar mín­ ir voru báðir aldir upp við mikla erfiðleika sem smitaðist yfir á þá. Hvorugt þeirra hafði því í raun mikið að gefa,“ segir Alfa sem fékk þar af leiðandi ekki þá ást og hlýju sem barn ætti að upplifa. Móðir hennar reyndi þó að styðja hana eftir bestu getu. „Ég man ekki eftir að hafa upplifað áhyggjuleysi sem barn. Ég man bara eftir því að hafa haft áhyggjur og ég varð mjög fljótt fullorðin. Ég var ung farin að taka mikla ábyrgð og var inni í full­ orðinsmálum sem ég hefði ekki átt að vera inni í.“ Hótað lífláti Alfa hóf sína skólagöngu 5 ára í Ísaksskóla, enda hefur hún alltaf verið góður námsmaður. Þær mæðgurnar fluttu svo í Vesturbæ­ inn þar sem hún fór í fjórða bekk í Grandaskóla þar sem hún varð strax að skotmarki skólafélaganna. Fyrst var um að ræða stríðni sem þróaðist fljótlega yfir í alvarlegt einelti. „Ég var mjög duglegur námsmaður og hafði mikinn áhuga á náminu. Kennarinn kallaði mig oft upp til að sýna hvernig átti að gera. Mér var strítt út af því. Ég var kennarasleikja og þar fram eftir götunum. Það kom ofan á erfitt heimilislíf. Ég fékk aldrei hvíld. Ég fór í skólann og það var erfitt, svo kom ég heim og það var erfitt.“ Í áttunda bekk fór Alfa svo yfir í Hagaskóla og vonaðist þá til að eineltinu myndi linna. Að hún fengi loksins frið. En það gerðist ekki. Þvert á móti. „Ég fór inn í bekk með nýjum krökkum og eineltið versn­ aði. Það voru margir sem lögðu mig í gróft einelti. Það voru stelpur sem ég hafði aldrei séð áður sem öskruðu á mig á göngunum að ég Miðlar reynslunni Alfa lærði ung að harka af sér og var alltaf staðráðin í því að láta eitthvað verða úr sér svo hún gæti haft áhrif. Mynd | Rut Keyrði ólétt á Litla-Hraun í  hverri viku Auður Alfa sat með nýfætt barn sitt til borðs með dæmdum morðingjum og barnaníðingum þegar hún heimsótti barnsföður sinn á Vernd. Hann hafði þá lokið við afplánun á Hrauninu. Æskuárin voru henni erfið, bæði heima fyrir og í skólanum. Hún býr að erfiðri reynslu sem hefur mótað hana en vill nú miðla henni til annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.