Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 53
Einn grænn og góður Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum smoothie. Einfaldur og bragðgóður spínat- smoothie sem tekur aðeins fimm mínútur að útbúa. Uppskriftin er fyrir einn. Innihald: 1 boll græn steinlaus vínber 1 bolli spínat ½ bolli klakar ¼ bolli kókosmjólk Setjið öll hráefnin í blandara og blandið saman þangað til þetta orðið silkimjúkt og freyðandi. Hitaeiningar: 232 Varstu að borða þetta fyrir svefninn? Ýmislegt sem þú borðar getur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn. Það eru ansi margir sem eiga við ýmis konar svefnvandamál að stríða. Að eiga erfitt með að sofna á kvöldin er líklega eitt það algengasta. Margar ástæður geta verið fyrir því að við liggjum and- vaka, jafnvel tímunum saman, og náum engan veginn að festa svefn. Áhyggjur og stress hafa sín áhrif en það sem við borðum á kvöldin getur líka haft sitt að segja. Hér eru nokkur matvæli sem þú ættir ekki að leggja þér til munns að minnsta kosti þremur tímum fyrir svefn ef þú vilt draga úr líkum á því að vera andvaka. Dökkt súkkulaði Það getur verið mjög freistandi að fá sér nokkra bita af dökku súkkulaði til að slá á mestu sætindaþörfina á kvöldin, en súkkulaðið inniheldur koff- ín og hefur sömu áhrif á svefn- inn og kaffibolli. Því dekkra sem súkkulaðið er því meira koffín inniheldur það. Steik Feitur og próteinríkur matur er ekki sniðugur skömmu fyrir svefn- inn. Hann er tormeltur og það er ekki gott að fara í rúmið saddur og uppþemdur. Það er ávísun á and- vöku og byltur. Áfengi Margir fá sér einn drykk fyrir svefninn til að ná sér niður eftir daginn og slaka á fyrir svefninn. Áfengi getur vissulega hjálpað þér að sofna hraðar en á sama tíma getur það haft neikvæð áhrif á svefnmynstrið og dregið úr djúpsvefni, sem líkaminn þarf til að ná almennilegri hvíld. Kryddaður matur Að leggjast niður eftir að hafa borðað kryddaðan mat getur fram- kallað brjóstsviða og svefnlausar nætur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða kryddaðan mat fyrir svefninn dregur ekki bara úr fjölda svefnstunda heldur hækkar það líka líkamshitinn sem gerir það verkum að gæði svefnsins verða minni. Koffínlaust kaffi Margir halda að það sé óhætt að fá sér einn koffínlausan kaffibolla á kvöldin án þess að það hafi áhrif á nætursvefninn. En raunin er sú að kaffi sem sagt er koffínlaust inni- heldur yfirleitt eitthvert koffín, sem er oft nóg til að trufla svefn- inn. Sérstaklega hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Brokkolí og blómkál Það er fátt hollara en þetta tvennt og um að gera að borða nóg af því. En ekki á kvöldin samt. Grænmeti sem inniheldur tormeltanlegar trefjar, líkt og brokkolí og blómkál, heldur nefnilega meltingarstarf- seminni gangandi í ansi langan tíma eftir að það er innbyrt. En það viltu ekki þegar þú ert að reyna að sofna. …heilsa9 | amk… LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Hrönn Hjálmarsdóttir Heilsumarkþjálfi • Kúrkúmín – bólgueyðandi og gott fyrir liði og vöðva. • Engifer – hjálpar til við að halda liðunum „smurðum“. • Chondroitin – er í öllum brjóskvef hjá mönnum og dýrum. • C-vítamín – stuðlar að eðlilegri myndun kollagens sem er mikilvægt fyrir heilbrigt brjósk. • D-vítamín – fyrir heilbrigð bein og bandvef. • Kopar – varðveitir heilbrigðan bandvef. • Mangan – stuðlar að eðlilegri myndun bandvefs og viðhaldi heilbrigðra beina. Free Flex inniheldur: Sykurneysla hefur sérlega slæm áhrif á liðina og eins getur lágt hlutfall af Omega-3 fitusýrum haft mikil áhrif þar á. Free Flex – nýtt fyrir liðina Free Flex frá Mezina er nýtt á íslenskum markaði og ekki óskylt Nutrilenk Gold liðbætiefninu sem flestir kannast við. Free Flex inniheldur náttúrulegu efnin engifer, kúrkúmin og chondroitin. Unnið í samstarfi við Artasan Mjög margir þjást vegna eymsla og stirðleika í liðum og jafn-vel verkja. Orsakavaldarnir eru margvíslegir og er t.d. algengt að fólk sem hefur hreyft sig mikið gegnum tíðina finni fyrir eymslum í liðum vegna álags. Hjá sumum er það matar- æðið sem spilar inn í og svo verðum við víst að sætta okkur við það að með hækkandi aldri, dregur úr liðleika og brjó- skeyðing verður algengari. Sykurneysla hefur sér- lega slæm áhrif á liðina og eins getur lágt hlutfall af Omega-3 fitusýrum haft mik- il áhrif þar á. Rétt mataræði og góð bætiefni eins og Free Flex geta þá hjálpað mikið. Gegn verkjum og bólgum Free Flex inniheldur mikið magn af engifer og túrmerik en þessar rætur hafa lengi verði notaðar innan óhefðbundinna lækninga og eru mikið notaðar í hinum indversku Ayurveda-fræðum- við verkjum og bólgum vegna meiðsla, slits, tognunar og fleira. Kúrkúmín, sem er virka efnið í túrmerik, hefur einstök andoxun- aráhrif, verndar liðina, minnkar magn histamíns og eykur náttúrulega framleiðslu kortisóns sem hefur bólgueyðandi áhrif. Engifer er blóð- þynnandi, mjög gott fyrir blóðflæð- ið og einnig er það bjúglosandi og getur dregið úr bólgum. Saman hafa þessi efni mjög góð áhrif á liðina. Byggingarefni Chondroitin er eitt aðal bygging- arefni brjósks, sina og beina. Liðverkir orsak- ast oftast af rýrnun í brjóskvefnum og eru einkennin m.a. brak í liðamót- um þegar risið er upp, stirðleiki eða sársauki þegar gengið er niður í móti. Í Free Flex er þetta efni að finna sem, ásamt öðrum völdum efn- um, hjálpar til við að halda liðun- um okkar heilbrigðum. Free Flex inniheldur mikið magn af engifer og túrmerik. Chondroitin er eitt aðal byggingarefni brjósks, sina og beina. Sölustaðir: Apótekarinn, Lyf og heilsa, Garðs Apótek, Apótek Hafnarfjarðar, Urðarapótek, Lyfsalinn Glæsibæ, Farmasía, Apótek Ólafsvíkur, Apótek MOS, Apótek Vesturlands, Iceland Engihjalla, Fræið Fjarðarkaup og allar Hagkaupsverslanirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.