Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 68

Fréttatíminn - 08.10.2016, Side 68
Gott verð alla daga Tískuvöruverslun með sérstöðu. Unnið í samstarfi við Möst.C Tískufataverslunin Möst.C fagnar 6 ára afmæli þessa dagana. Möst.C hefur frá upphafi boðið upp á gott úrval af fötum; buxum, bolum, kjól- um, peysum og yfirhöfnum. Einnig skóm, töskum og skarti. Sandra J. Svavarsdóttir, eigandi Möst.C, segir mottóið vera að bjóða upp á gott verð alla daga. „Verðið er fullkom- lega samkeppnishæft við það sem best gerist. Við höfum lagt okkur sérstaklega fram við að skila til viðskiptavina lækkun innflutnings- gjalda sem og styrkingu krónunnar. Þessi verðstefna hefur leitt til þess að það hefur verið jafn og góður vöxtur hjá versluninni allt frá því hún var opnuð,“ segir Sandra. Möst.C hefur haft nokkra sér- stöðu þar sem Sandra hefur látið sauma eigin hönnun og hefur hönnunin hlotið góðar viðtökur. „Þannig tryggjum við að Möst.C getur boðið upp á úrval af fötum sem henta konum í öllum stærð- um. Mikið úrval af eigin framleiðslu eykur þjónustuna við viðskiptavini verslunarinnar sem hafa kunnað vel að meta þetta framlag.“ Í sumar var verslunin tekin í gegn og innréttingar endurnýjaðar. Aukið var við vöruúrval og sérstök áhersla lögð á að breikka vöruúr- val í yfirhöfnum og skóm án þess að það kæmi niður á úrvalinu sem var fyrir. Sandra bendir á að í haust hafi borið mikið á Bomber jökkum og fötum í hermannastíl. Hún á von á að það haldi eitthvað áfram og hefur tryggt sér gott úrval af þeim fatnaði sem og hlýjar úlpur með skinnkraga sem henta vel íslenskri veðráttu. Fyrir utan gott verð og vöruúr- val kunna viðskiptavinir að meta vingjarnlega og hressa þjónustu stúlknanna sem starfa með Söndru og þar fer fremst í flokki Emilía verslunarstjóri. Emilía segir að það hafi verið frábært að upplifa það undanfarin ár að hvað Möst.C á orðið margar vinkonur sem koma aftur og aftur, auk þess sem þær sjá ný andlit á hverjum degi. Í tilefni afmælisins verður Möst.C með 20% afmælisafslátt frá 10. til 16. október af öllum vörum í búð- inni. Á hverjum degi verður svo aukaafsláttur af völdum vörum einn dag í einu svo það er ekki eft- ir neinu að bíða. Mikið vöruúrval, frábært verð og notalegt viðmót tryggir að heimsóknin í Möst.C er þess virði. L eikkonan og tískuíkon- ið Chloë Sevigny er heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í ár. Sevigny hefur komið víða við á ferli sínum sem hófst þegar ritstjóri tískutímaritsins Sassy uppgötv- aði hana í New York árið 1993 og bauð henni að sitja fyrir á síðum blaðsins. Henni bauðst í kjölfarið nemastaða við tímaritið þar sem hún þótti hafa einkar næmt og frumlegt auga fyrir tísku. Þegar hún var 19 ára kallaði The New Yor- ker hana „svölustu stelpu í heimi“ – henni hefur tekist að halda titlinum allar götur síðan. Frumraun Sevigny í bíómyndum var þegar hún tók að sér hlutverk í unglingamyndinni Kids sem var frumsýnd árið 1995. Unglingamynd í þeim skilningi að hún var um ung- linga – ekki fyrir unglinga. Enda þótti hún afar óvenjuleg fyrir þær sakir að hún sýndi hugarheim ung- linga á villigötum á afar berskjald- aðan máta; ekki fyrir viðkvæma. Sevigny átti að vera í aukahlut- verki en lék óvænt eitt aðalhlutverk myndarinnar. Ekki var aftur snúið og frægðarstjarnan reis hátt í kjöl- farið. Þrátt fyrir að leiklistin hafi verið aðalstarf Sevigny síðustu 20 árin hefur tíska og hönnun verið sem rauður þráður gegnum ferilinn. Allt frá upphafi hefur hún vakið athygli fyrir sérstakan fatastíl. Hún hefur alla tíð farið ótroðnar slóðir og sótt innblástur á óvenjulegum vettvangi. Sem krakki var hún til að mynda heilluð af Húsinu á slétt- unni og klæddist kjólum í anda þáttanna – svaf meira að segja með nátthúfu eins og Laura Ingalls. Hún byrjaði því snemma að velta fyrir sér stíl og tísku og hefur sagt að það snúist um meira en hvað hún klæðist. Tíska hverfist meira um menningu og gjörn- ing en útlit. Sevigny hefur tekist öðrum fremur að blanda saman mismunandi stílum og nær í hvert sinn að búa til heildstætt útlit sem augljóslega kemur úr mörgum áttum en er á sama tíma áreynslulaus. Segja má að hún komist upp með ýmislegt sem aðrir geta ekki leikið eftir. Ekki síst þar sem hún geislar alltaf af sjálfsöryggi og það er ekki vottur af sjálfsefa í framkomu hennar, sama þó að hún sé að taka áhættu í klæðaburði. Sevigny hefur bæði setið fyrir hjá fjölda hönnuða og hannað eigin tískulínur, bæði ein og í samstarfi við aðra. Auk þess hefur hún vit- anlega leikið í fjölda kvikmynda og þáttasería, skrifað handrit og leikstýrt. Tískuíkon sem fer sínar eigin leiðir Chloe Sevigny er heiðursgestur RIFF. Þegar hún var 19 ára kallaði The New Yorker ha na „svölustu stel pu í heimi“ Heiðursgestur Sevigny var heiðursgestur RIFF í ár Mynd | Rut Smört Gallabuxur og bómullar- bolur; Sevigny lítur alltaf úr eins og milljón dollarar. Blúnda Hún er ekki feimin við að bera allra handa fylgihluti – þennan hatt ber hún vel. Sléttan Sevigny hefur talað um hvernig Húsið á sléttunni hafði áhrif á hana á yngri árum. Þessi kjóll gæti verið innblásinn þaðan. Frökk Chloë Sevigny kemst upp með margt sem aðrir fengju bágt fyrir. Sandra J. Svavarsdóttir Eigandi Möst C 20% afmælis afsláttur frá 10. til 16. október LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 201612 TÍSKA&SNYRTIVÖRUR

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.