Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 1
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
69. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 28.10.2016
Sjö ára börn læra kínversku
Þorgerður Anna lætur börn
leika og læra á kínversku 20 14
6
2
KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur
Fisléttir, klárir og öugir
Forpöntun á
Mavic drónum.
iStore Kringlunni er
viðurkenndur sölu- og
dreifingaraðili DJI á Íslandi
DJI Mavic Pro
179.900 kr.
Krassaði á eins árs
afmæli sonarins
Steinunn Edda segir frá
kvíða og læknamistökum
amk fylgir Fréttatímanum
HEFUR ÞÚ
PRÓFAÐ?
KÖFLÓTT
PILS
JAKKAR
SMÁRALIND
Ársreikningar eignarhalds-
félags Þorsteins Más
Baldvinssonar sýna
ævintýralegan hagnað
hans á Samherja. Samherji
borgaði 729 milljónir króna í
veiðigjöld en félag Þorsteins
Más Baldvinssonar sem
á hlutabréf í útgerðinni
borgaði 660 milljónir króna
til hluthafa. Félag Þorsteins
Más á 2,8 milljarða og
skuldar ekkert. Ef félagið
hefði ekki greitt 3,5 milljarða
út úr félaginu ætti það um
6,3 milljarða.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
og annar aðaleigandi Samherja, og
fyrrverandi eiginkona hans, Helga
S. Guðmundsdóttir, hafa á síðustu
sex árum fengið rúmlega 3,5 millj-
arða greidda út úr eignarhalds-
félaginu sem heldur utan um hluta-
bréf þeirra í Samherja. Þetta kemur
fram í ársreikningum Eignahalds-
félagsins Steins síðastliðin án en
ársskýrslu félagsins síðastliðið ár
var nýlega skilað til embættis ríkis-
skattstjóra.
Upphæðin nemur tæpum 6,5 pró-
sentum af heildartekjum Landspít-
alans í fyrra, tæplega 65 prósentum
af rekstrarkostnaði Ríkisútvarpsins
og tæplega 13.500 lágmarkslaunum
á vinnumarkaði árið 2016.
Peningarnir hafa verið teknir út
úr félaginu þannig að fyrirtækið,
Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., hef-
ur keypt hlutabréf í félaginu af þeim
Þorsteini og Helgu og svo fær félag-
ið undanþáguheimild frá efnahags-
og viðskiptaráðuneytinu til greiða
hlutafé út úr félaginu til þeirra.
Þannig geta þau tekið fjármuni út
úr félaginu án þess að greiða sér arð.
Þetta kemur fram í ársreikningum
Eignarhaldsfélagsins Steins síðast-
liðin ár.
Í fyrra keypti félagið eigin hluti
fyrir 660 milljónir króna sem
greiddar voru til Þorsteins Más og
Helgu. Þetta var hærri upphæð en
þær 534 milljónir sem fyrirtækið
fékk í arð frá Samherja en hagn-
aður félagsins nam sömu upphæð.
Síðastliðin ár hefur félagið greitt út
nokkurn veginn sömu upphæð til
Þorsteins og Helgu og fyrirtækið hef-
ur fengið í arð frá Samherja.
Samherji er langstærsta útgerðar-
félag landsins og er annar stærsti
handhafi kvóta á Íslandi á eftir HB
Granda. Stærsti hluti starfsemi Sam-
herja fer hins vegar fram erlendis.
Í fyrra greiddi Samherji 729 millj-
ónir króna í veiðigjöld til ríkisins
fyrir afnot af aflaheimildum sínum,
aðeins 69 milljónum meira en Þor-
steinn Már og Helga greiddu út úr
eignarhaldsfélagi sínu.
Í árslok í fyrra átti félagið reiðufé
upp á rúmlega 2,8 milljarða króna
en þegar sú upphæð er lögð saman
við þá upphæð sem tekin hefur ver-
ið út úr fyrirtækinu síðastliðin ár
þá nemur heildarupphæð þess fjár
sem félagið hefur átt rúmum 6.3
milljörðum króna. Þar að auki eru
eignarhlutirnir í Samherja sem bók-
færðir eru til eignar á einungis hluta
af raunverulegu verðmæti sínu, 2,8
milljarða krona. Félagið skuldar lítið
sem ekkert.
Ekki náðist í Þorstein Má við
vinnslu fréttarinnar.
Þorsteinn Már og Helga hafa
fengið 3,5 milljarða frá Samherja
Tóku að
sér 15 ára
afganskan
dreng
Svanhildur Guðlaugsdóttir og Sverrir Hjörleifsson buðust til að hýsa fylgdarlaust barn á flótta í kjölfar Kæra Eygló átaksins. Alisina Haidari, eða Ali, flutti inn til
þeirra eftir margra mánaða ferðalag frá Afganistan. Eftir sex mánaða sambúð kom ekki annað til greina en að Ali yrði hjá þeim til frambúðar og hafa hjónin tekið
hann í varanlegt fóstur. Bls. 8 Mynd | Rut
Hvað myndi
Jón kjósa?
Kynjamisrétti í íþróttum
Könnun afhjúpar misrétti í
íþróttahreyfingunni
120 á sjúkrahús
vegna sjálfsskaða
Sjálfsskaði vaxandi vandi