Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 6
Ógeðsleg ör sem minna á ógeðslega tíma „Mér finnst þetta hræðilegt þegar ég horfi til baka. Núna sé ég hvað þetta var tilgangslaust og heimsku- legt,“ segir Bjarney Þórarinsdóttir sem hefur glímt við sjálfsskaða. Hún segist hafa byrjað að fikta við að skaða sig í grunnskóla, en það hafi verið grunnar rispur með gömlum ryðguðum skærum í tvígang. „Mér fannst tilf- inningin ólýsanlega góð, ég skar í sköflunginn á mér og var brosandi og hlæjandi á eftir.“ En eftir að í menntaskóla var komið byrjaði hún að skera sig fyrir alvöru: „Ég var sautján ára og nýflutt frá Kirkjubæjarklaustri til að fara í Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Það voru mikil viðbrigði, að fara úr 50 manna skóla í 1000 manna skóla og ég bjó alein í leiguherbergi í Reykjavík. Ég réði bara alls ekki við þetta. Ég var svo hrædd að ég sat ein á bekk fyrir utan skólann þegar það voru eyður í stundatöflunni. Ég skar mig með dúkahníf- um og brenndi mig með kveikjara. Mér fannst ég vera lifandi, þegar ég gerði það, að ég væri til í raun og veru.“ Bjarney leitaði sér ekki hjálpar þrátt fyrir þessa erf- iðleika, en eftir að hún fór í viðtöl vegna þunglyndis og kvíða kom þetta upp á yfirborðið. „Ég er hætt að skera mig, það hefur komið tvisvar fyrir undanfarið ár en ég lít svo á að þetta sé búið. Það hefði hjálpað mér ef það hefði verið einhver fræðsla, spjallsíða eða hjálparsími en það var ekkert,“ segir hún. Hún segir að eina mann- eskjan sem hún ræddi við um sjálfsskaðann hafi verið önnur stelpa sem glímdi við sama vanda en þær sýndu hvor annarri myndir af áverkunum. „Ég hafði einfaldlega engan til að tala við. Í dag er auðvelt að sjá hvað þetta var andstyggilegt, Maður fær ógeðsleg ör á líkamann sem minna stöðugt á ógeðslega tíma,“ það er það sem þetta skilur eftir,” segir Bjarney. Kostnaður vegna rekstur grunnskóla hefur hækkað mikið síðasta áratug á sama tíma og grunnskólabörnum fer aftur samkvæmt Pisa- -könnuninni. Mynd | NordicPhotos/GettyImages Grunnskólarnir orðnir dýrari en námsárangur verri Menntamál Kostnaður vegna reksturs sveitarfélaga á grunnskólum hefur stóraukist á einum áratug á sama tíma og grunnskólabörn koma verr út úr Pisa-könnunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn Vífils Karlssonar, dós- ents við Háskólann á Akureyri, og Sveins Agnarssonar, dósents við Háskóla Íslands. „Stóru tölurnar eru áhyggjuefni,“ segir Vífill en rekstur grunnskóla er langstærsti kostnaðarliður sveitar- félaga hér á landi. Árið 2014 námu útgjöld vegna grunnskóla samtals 73,7 milljörðum og á föstu verð- lagi hafa útgjöld á hvern grunn- skólanemanda hækkað úr 1,1 milljón króna árið 2002 í rúmlega 1,4 millj- ónir króna árið 2014. Þetta þykir nokkuð mikið að sögn Vífils. „Og á sama tíma fer okkur aftur ef horft er til Pisa-könnunarinnar, sem er auð- vitað ekki yfir gagnrýni hafin,“ seg- ir Vífill. „En þetta er það sem okkur fannst nokkuð sláandi.“ Spurður hvaða kenningar Vífill hafi um ástæður aukins kostnaðar, segist hann hafa sínar kenningar, en það sé ekki mikið meira en það. Þannig nefnir hann skóla án að- greiningar, og svo einsetningu skóla. Einnig kemur fram í rannsókn- inni að stærð grunnskóla, er ekki alltaf hagkvæm, en það sé kostnað- arsamt að hafa færri í bekk, viðmið- ið eru um 20 nemendur á kennara auk þess sem stærri skólar eru hag- kvæmari. Langflestir skólar á Íslandi eru þó litlir. Þá vekur athygli að kostnaður vegna grunnskóla minnkaði lítið eftir bankahrun, eða eingöngu um 2,6%. „Það staðfestir þann vilja sveitar- stjórnarmanna, að þrátt fyrir niður- skurð, stóðu þeir vörð um grunn- skólana,“ segir Vífill. Rannsóknin birtist í dag í Þjóðar- spegli Háskóla Íslands og verða rannsóknir kynntar í háskólanum í dag. | vg Heilbrigðismál Ekkert íslenskt fræðsluefni var til um sjálfs- skaða unglinga fyrr en Geðhjálp lét þýða ástralskt efni sem hef- ur nýlega verið gert aðgengilegt á vefnum. Þrátt fyrir það leita um 500 til 600 ungmenni til heilsugæslu á ári hverju vegna vandans og 120 eru lögð inn á sjúkrahús vegna líkamlegra áverka. Þóra Kristín Ásgeirdóttir tka@frettatiminn.is Miðað við erlendar rannsóknir eru líkur á því þriðjungur ungmenna eða 17.000 íslensk ungmenni á aldr- inum 14 til 24 ára hafi skaðað sig einhvern tíma og 5.000 þeirra hafi skaðað sig reglulega. Þeir sem skaða sjálfa sig reyna langoftast að fela skaðann. Eft- ir á finnst ungum konum oft mjög erfitt að sitja upp með ljót ör. Ekkert forvarnarefni var til um sjálfsskaða á íslensku áður en Geðhjálp og Hjálparsíminn létu þýða ástralskt efni á Útmeð’a vefinn en vefurinn er forvarnarverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauðakrossins til að hvetja ungt fólk til að tjá sig um vanda sinn og leita sér viðeigandi hjálpar. „Í fyrsta lagi er ekki langt síðan farið var að viðurkenna þetta sem vandamál en það er líka hræðsla meðal fagfólks við umræðu um sjálfsskaða og sjálfsvíg,“ segir Tómas Kristjánsson sálfræðingur og ritstjóri vefjarins Útmeð’a. Hann segir að fólk óttist að ýta undir þessa hegðun með þvi að tala um hana en það sé ekki rétt. „Þessi þögn eykur frekar skömmina og vanlíðan. Það er fyrsta skrefið að tala um vandann en næsta skref er að leita sér hjálpar og við erum að benda á hvernig aðstandendur geta brugðist við og hvernig hægt sé að leita sér hjálpar.“ Hjá f lestum sem skaða sig er sjálfskaðinn viðbrögð við einhvers konar andlegum erfiðleikum eins og sorg, reiði, einmanaleika og leiða sem þeir telja sig ekki geta ráðið við. Tómas segir að fæstir vilji stytta sér aldur þó að fólk sem stundi sjálfs- skaða sé líklegra heldur en aðrir til að skaða sig og jafnvel fremja sjálfsvíg. „Það er yfirleitt ekki ætl- un þeirra sem skaða sig að fyrir- fara sér, heldur eru þeir að losa um spennu og takast á við yfirþyrm- andi tilfinningar. Þeir eru hinsvegar miklu líklegri til að falla fyrir eigin hendi en aðrir síðar meir.“ 120 fara á sjúkrahús vegna sjálfskaða á ári Ég hafði engan til að hjálpa mér, segir Bjarney Þórarinsdóttir. Það er yfirleitt ekki ætlun þeirra sem skaða sig að fyrirfara sér, heldur eru þeir að losa um spennu og takast á við yfirþyrm- andi tilfinningar. Tómas Kristjánsson sálfræðingur Mynd | Hari 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 ● Auka blóðflæði í höfði; ● Slaka á vöðvum í hnakka; ● Bæta öndun með því að slaka á axlasvæði; ● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið; ● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar; ● Bæta virkni meltingar kerfisins; ● Bæta blóðflæði í nára. ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDS- INNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ: FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SLÖKUN OG VELLÍÐAN F YRIR ALL AN LÍK AMANN N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I BYLTING FYRIR ÞREYTTA FÆTUR 7.900 K R. Með fimmsvæða nuddinnleggi UNDRA heilsuinni­ skónna nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu eða ljósu flókaefni. Komdu og prófaðu! UNDRI HEILSUINNISKÓR B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.