Fréttatíminn - 28.10.2016, Side 10
Ferðin hefst við rústir Angkor. Bækistöðv-
arnar verða í bænum Siem Reap. Þar
finnast skrautlegir næturmarkaðir, gamall
miðbær í frönskum nýlendustíl og
fjölbreytt flóra veitingastaða. Eftir fimm
daga í Kambódíu verður flogið til Hanoí og
stefnan sett á
hinn ægifagra Halongflóa þar sem þriggja
daga sigling tekur við. Að henni lokinni er
flogið til Mið-Víetnam að hinum draum-
kennda bæ Hoí An. Lokaáfangi ferðarinnar
er Saígon sem státar af einstakri blöndu af
hraðri uppbyggingu og rómantík
nýlendutímans.
KJARNI GAMLA FRANSKA INDÓKÍNA
OPINBERAÐUR Á EINSTAKAN OG HNITMIÐAÐAN HÁTT
angkor og víetnam
18 manns
hámark
3.–17. FEBRÚAR, 15 DAGAR
585.000 KR.*
farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770
*Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel.
FARARSTJÓRN:
PÉTUR HRAFN ÁRNASON
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016
Verður alltaf í fjölskyldunni
„Uppleggið í þessum strák er allt
öðruvísi en við eigum að venjast.
Hann er svo nægjusamur og þakk
látur og hógvær,“ segir Sverrir.
„Hann er svo ofboðslega kurteis og
svo er hann alltaf brosandi.“
„Hann er svo duglegur, það er
alveg sama hvert hann fer með
okkur það heillast allir af honum.
Við fórum í sumarbústað með fjöl
skyldunni um páskana þar sem
ein lítil frænka, sem kemur ekki til
mín, sat í fanginu á Ali allan tím
ann. Það laðast allir að honum.
Mamma og pabbi og bara allir í
fjölskyldunni. Þetta er heljarinn
ar breyting en hún er ofboðslega
skemmtileg. Nú þurfum við að gera
ráðstafanir ef við ætlum að kíkja í
bústað og Ali kemur ekki með því
ekki förum við að skilja fimmtán
ára barn eftir eitt heima,“ segir
Svanhildur.
„Það er auðvitað fullt af
skemmtilegum hlutum sem hafa
komið upp út af ólíkum menn
ingarheimum. Hann var til dæm
is mjög hissa þegar Kristján kom
heim með kærustu án þess að vera
giftur. Svo er hann líka annarrar
trúar en við sem er ekkert mál en
við getum ekki stutt hann í hans
trú. Hann spurði okkur hvort það
væri í lagi að biðja en hann bið
ur oftast á morgnana og líka á
kvöldin. Það truflar okkur ekki
neitt, segir Sverrir.
Hann var sonur vinnufólks svo
hann hefur dálítið viljað vera í
þjónustuhlutverki en við erum að
reyna að peppa hann til að rífa dá
„Ég kom hingað einn en ég er ekki
einn lengur, ég hef það gott núna. Ég
flúði Afganistan og fór í langt ferðalag
með smyglurum þar sem ég sat aftur í
vöruflutningabíl mest allan tímann."
Ali lenti á Íslandi í desember á síðasta
ári og hefur búið með fósturfjölskyldu
sinni frá því í mars. Mynd | Rut
Þegar fylgdarlaus börn fá hæli
hér á landi sjá starfsmenn Barna
verndarnefndar þess sveitar
félags sem barnið kemur til um að
finna viðeigandi samastað í sam
starfi við Barnaverndarstofu. Jó
hanna Jóhannesdóttir, félagsráð
gjafi í fósturteymi hjá Barnavernd
Reykjavíkur segir aðlögun þeirra
barna sem fengið hafi samastað
hjá fjölskyldu hafa gengið vel hing
að til. „Sum eiga erfiðara með sig
og upplifa sig töluvert öðruvísi en
fjölskyldan og samfélagið á meðan
öðrum börnum gengur betur. Þetta
á hins vegar einnig við um íslensk
fósturbörn, þetta er misjafnt eins
og ungmennin eru mörg.“
„Það er gríðarlega mikilvægt fyr
ir þessi ungmenni að þau fái tæki
færi til að aðlagast landi og þjóð á
sem bestan máta og sú stefna sem
tekin hefur verið hér á landi er að
þau fái hana inni á heimilum, þar
sem þau njóta öryggis, stöðuleika
og umhyggju þannig að þau geti
sem fyrst orðið virkir þáttakendur
í samfélaginu og búið við vellíðan,“
segir Jóhanna.
„Það sem þessi ungmenni eiga
sameiginlegt með íslenskum börn
um er að þetta eru unglingar sem
langar að lifa eðlilegu lífi og bera
sig oftar en ekki jafnmikið saman
við jafnaldra sína og önnur íslensk
börn. Aðlögunin er því gríðarlega
mikilvæg og að horft sé til þess
hvar styrkleikar þessara ungmenna
liggja, svo hægt sé að vinna mark
visst með þá.“
„Þá er einnig mikilvægt að fylgj
ast vel með andlegri líðan þeirra.
Það er ekkert sjálfgefið að þessi
ungmenni séu tilbúin að ræða um
áföll sín við sálfræðinga, félags
ráðgjafa eða nýjar fjölskyldur fyrr
en lengra líður frá og aðlögun er
komin vel á veg, þó þeim standi
það ávallt til boða. Þá eru þessi
ungmenni oft í mikilli sorg eft
ir að hafa þurft að skilja við fjöl
skyldu sína sem þau óttast um og
lifa í þeirri von að hitta aftur,“ seg
ir Jóhanna og bendir að lokum á
að það sé ekki aðeins fjölskyldan
sem geti gefið af sér. „Um að ræða
ungmenni sem koma oftar en ekki
með ný sjónarhorn og sögur, aðrar
áherslur og nálganir sem eru þess
virði að kynnast.“
Leitað að heimilum fyrir
fylgdarlaus börn
Á þessu ári hafa fjórtán fylgdarlaus
börn á flótta komið til landsins í leit
að hæli. Börnin koma allsstaðar að
en flest eru þau frá Sýrlandi, Alsír,
Marokkó, Afganistan og Makedóníu.
Þau ferðast oft saman og koma þá
fleiri en eitt í einu til landsins eftir að
hafa verið í marga mánuði á flótta.
Flest koma með flugi en sum koma
með Norrænu. Í flestum tilfellum eru
þetta drengir á aldrinum 14 til 17 ára.
Útlendingastofnun fer með mál
efni þeirra og gilda sérstakar regl
ur um meðferð mála fylgdarlausra
barna. Þegar um er að ræða einstakl
inga undir 18 ára gilda ákvæði
barnaverndarlaga og ber barna
verndarnefnd að tryggja samastað og
viðeigandi úrræði.
Börn geta dvalið í móttökustöð á
vegum Útlendingastofnunar á meðan
mál þeirra eru til vinnslu en um þessar
mundir vinnur Barnavernd Reykjavík
ur í samstarfi við Barnaverndarstofu
að því að finna vistforeldra, ekki bara
fyrir börn sem fá hæli, heldur líka fyr
ir börn sem bíða eftir niðurstöðu og
fyrir börn sem hefur verið synjað um
hæli en eru í áfrýjunarferli. Samkvæmt
rannsóknum er langbest fyrir börn í
jafn viðkvæmri stöðu og þessi að fara
beint inn á heimili í stað þess að fara
á stofnun.
Barnaverndarstofa auglýsti nýlega
námskeið fyrir fjölskyldur sem hafa
áhuga á því að vista barn og segir
Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur
hjá Barnaverndarstofu að hátt í tutt
ugu fjölskyldur hafi þegar haft sam
band. „Einhverjir eiga eftir að helltast
úr lestinni og það er mjög eðlilegt. En
vonandi ákveða aðrir að sækja um
að verða vistforeldrar. Þetta er stór
ákvörðun, rétt eins og það er stór
ákvörðun að ætla að gerast fósturfor
eldri. Fólk er ekki bara að opna heimili
sitt heldur líka hjarta sitt.“
Jóhanna Jóhannesdóttir, félagsráðgjafi
hjá Barnavernd Reykjavíkur. „Það er
ekkert sjálfgefið að þessi ungmenni
séu tilbúin að ræða um áföll sín við
sálfræðinga, félagsráðgjafa eða nýjar
fjölskyldur.“ Mynd | Rut
Aðlögun er gríðarlega mikilvæg
„Það er gríðarlega
mikilvægt fyrir þessi
ungmenni að þau fái
tækifæri til að aðlag-
ast landi og þjóð á sem
bestan máta.“
lítinn kjaft,“ grínast Sverrir. „Við
þurfum að kenna honum að segja
nei ef það er eitthvað sem hann
vill ekki og hann þarf að finna það
að hér eru jöfn tækifæri fyrir alla,
honum standa allar dyr opnar. Við
sjáum Ali fyrir okkur sem hluta af
þessari fjölskyldu til frambúðar,
hvort sem hann kýs að búa hér hjá
okkur eða fari annað þegar þar að
kemur,“ segir Sverrir.
„Á meðan þú ert í skóla þá ertu
bara heima,“ segir Svanhildur.
„Börnin þurfa ekkert að fara að
leigja út í bæ þegar það er nóg pláss
hér. Sá elsti er þrítugur og er enn
heima svo við gerum alveg ráð fyr
ir Ali jafn lengi.“
Dreymir um að verða læknir
„Mér liður mjög vel núna,“ segir
Ali. „Ég þakka þeim svo mikið fyr
ir að bjóða mig velkominn og vera
svona góð við mig. Það er gott að
vera ekki einn og það er mjög gam
an að vera í svona stórri fjölskyldu.
Ég vissi ekkert um Ísland þegar ég
kom en hér er gott að vera. Ég fer í
skóla á daginn og læri íslensku og
ensku. Ég hugsa mikið um fram
tíðina og mig langar til að vera góð
manneskja sem er hluti af samfé
laginu og mig langar að gera gagn.
En mig langar líka mjög mikið til
að verða læknir, það er draumur
inn minn.“
Eldur inni í þér?
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
5
1
1
1
4
0
Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga
úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og
nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf
sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða
ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af
eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð
magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang
(ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert
á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur
eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í
fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna
að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert
barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með
að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við
lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa
með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi-
lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og
húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens-
Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð-
verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.