Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur xx 2016 Vegna vægis sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi hefur samfélagið sveiflast með af-komu greinarinnar. Þegar fiskverð er hátt hækkar gengi krón- unnar, innflutningsvörur lækka í verði og kaupmáttur vex. Þegar fisk- verð fellur lækkar gengi krónunn- ar, innflutningur hækkar í verði og kaupmáttur almennings skerðist. Þessar sveiflur voru eitt megin- verkefni íslenskrar efnahagsstjórn- ar á síðustu öld. Samt fannst engin lausn á vandanum. Stjórnvöld riðu ölduna þegar vel áraði og eignuðu sér heiðurinn af bættum kaupmætti. Og ríkisstjórnir steyptust svo þegar aldan brotnaði. Hliðaráhrif þessara sveifla voru þau, að samkeppnishæfni annarra útflutnings- og samkeppnisgreina þurrkaðist út þegar góðæri var í sjávarútvegi. Engin atvinnugrein stóðst viðlíka hátt gengi og sjávar- útvegurinn þoldi. Þegar gengið var fellt eftir verðfall á mörkuðum uxu upp sprotar í öðrum greinum en þeir visnuðu aftur þegar næsta alda reis. Það mætti gráta lengi yfir allri þeirri atorku og fjármunum sem hafa glat- ast af þessum sökum á Íslandi. Áhrif sjávarútvegsins á gengi krónunnar stóð þannig í vegi fyrir að hér yrðu til fjölbreytt störf fyrir menntað vinnuafl. Hvort sem gengið sveiflaðist frjálst eða eftir ákvörðun- um stjórnvalda, sem leituðust við að flytja hluta af arði sjávarútvegs til almennings í gegnum ódýran inn- flutning; þá aftraði miðlæg staða sjávarútvegs framþróun atvinnulífs og samfélags á Íslandi. Vegna auðlindarentunnar sem renn- ur til sjávarútvegsins þola þau fyrir- tæki mun hærra gengi krónunnar en önnur samkeppnis- og útflutnings- fyrirtæki. Þau lifðu ein af glórulaust ástand fyrirhrunsáranna, þegar gengi krónunnar skrúfaðist upp úr öllu valdi vegna spákaupmennsku. Það segir sína sögu um mátt auð- lindarentunnar. Hann birtist síð- an aftur eftir Hrun og gengisfall í ógnarhagnaði innan sjávarútvegs- fyrirtækja. Auðlindarentuna má sjá í saman- burði á afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja og fyrirtækja í öðrum rekstri. Eftir Hrun skilaði lágt gengi krón- unnar eigendum sjávarútvegsfyrir- tækja um þrefalt meiri verðmætum í formi hækkunar eigin fjár en eigend- ur annarra fyrirtækja nutu. Munur- inn er að stóru leyti auðlindarent- an. Hana má líka sjá í miklum mun meiri framlegð í sjávarútvegi og öðr- um greinum á Íslandi. Það þarf því ekki að deila um auð- lindarentuna eða hvert hún renn- ur. Það þarf heldur ekki að deila um áhrif hennar á vaxtarmöguleika annarra atvinnugreina. Lágt gengi krónunnar eftir Hrun kveikti upp vöxt í ferðaþjónustu. Það á eftir að koma í ljós hversu hátt gengi krón- unnar ferðaþjónustan þolir. Inn- streymi gjaldeyris frá henni hefur hækkað gengi krónunnar að undan- förnu til viðbótar við hagstæð ytri skilyrði sjávarútvegs. Ef ekkert er að gert mun hátt gengi krónunnar draga úr vexti ferðaþjón- ustu eða stöðva hann. Við heyrum nú þegar frá stjórnendum fyrir- tækja í öðrum samkeppnis- og út- flutningsgreinum hvernig hátt gengi krónunnar kippir fótunum undan samkeppnishæfni þeirra. Þessi fyr- irtæki eru þegar á leið inn í kreppu. Og mögulega mun ferðaþjónustan fylgja á eftir. Eitt helsta verkefni stjórnvalda í dag er því að vernda þá sprota sem uxu upp í íslensku atvinnulífi í skjóli lágs gengis krónunnar eftir Hrun. Til þess þarf að aftra frekari hækkun krónunnar og helst að lækka gengi hennar nokkuð. Og þá kemur að uppboði á kvóta. Í stað þess að færa hluta af arði sjáv- arútvegsins til almennings með háu gengi og ódýrum innflutningi, er skynsamlegra að innheimta auð- lindagjald og halda genginu lágu meðan sprotar utan sjávarútvegs skjóta rótum og byggja upp fjölþætt- ara atvinnulíf sem getur staðið undir öflugra samfélagi til framtíðar. Kostur uppboða umfram aðra inn- heimtu veiðigjalda er að uppboðin fela í sér sveiflujöfnun. Þegar fisk- verð lækkar hafa útgerðarfyrirtæk- in minni greiðslugetu og bjóða lægra verð fyrir kvótann. Þegar betur árar bjóða fyrirtækin hærra verð. Til að draga úr áhrifum þessara sveiflna á ríkissjóð og sveitarfélög má halda eftir fjármunum þegar vel gefur en bæta upp framlögin þegar verr stendur á. Slíkt uppboðskerfi er ekki aðeins betra fyrir allan almenning heldur en núverandi kerfi; sambland nánast óskertrar auðlindarentu til útgerðar og gengissveiflna, heldur einnig fyrir sjávarútveginn. Það myndi færa hon- um langþráðan stöðugleika. Meginforsenda landlægs óstöð- ugleika á Íslandi er nefnilega ótamin auðlindarentan og áhrif hennar á gengi krónunnar. Þeir stjórnmála- flokkar sem boða uppboðsleið í sjáv- arútvegi eru því að lofa stöðugleika. Þeir flokkar sem hafna uppboðs- leiðin vilja verja áframhaldandi óstöðugleika. Gunnar Smári UPPBOÐ SKAPAR STÖÐUGLEIKA lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 7.999 kr. CORK f rá T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7 9.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - f e b rú a r 2 0 1 7 7.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 9.999 kr. KÖBEN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 Beint í borgina! * * * * * * *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.