Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016
Fjöldi flóttamannanna sem dvalið hefur í
Frumskóginum við Calais að undanförnu
er á reiki. Yfirvöld tala um 7000 flóttamenn
en hjálparsamtök segja að jafnvel 10 þúsund
manns hafi hafst þar við. Átök hafa enn einu
sinni brotist út þar í vikunni en margir þeirra
sem dvalið hafa í búðunum hafa átt sér þann
draum að komast yfir til Bretlands. Þar í landi
hafa yfirvöld skellt í lás og vilja ekki taka við
fólkinu.
Aðgerðin í vikunni snérist um að „taka
tappan úr Calais“ eins og innanríkisráðherra
Frakklands, Bernard Cazeneuve hefur orð-
að það, en efnahagslíf þessarar mikilvægu
hafnarborgar þykir hafa skaðast vegna þeirra
fjölmörgu sem hafa reynt að smygla sér með
vörubílum yfir til Bretlands og vegna árása á
vörubílstjóra. Í baksviðinu eru forsetakosn-
ingar í Frakklandi sem haldnar verða á næsta
ári og kalla fram harðari afstöðu til búðanna
í málflutningi stjórnmálamanna.
Umsátur á 14. öld
Calais á sér langa sögu og einn frægasti við-
burður sem þar hefur átt sér stað var á árun-
um 1346-47 þegar herir enska konungsins Ját-
varðar þriðja sátu um borgina í upp undir ár.
Þetta var á upphafsárum þess sem síðar var
kallað Hundrað ára stríðið þar sem konungs-
Hetjudáð borgaranna í Calais
Síðustu daga hefur verið hreinsað út
úr Frumskóginum svokallaða, flótta-
mannabúðunum við hafnarborgina
Calais í Frakklandi, þar sem þúsundir
flóttamanna hafa dvalið við slæmar
aðstæður síðustu misseri. Fréttaflutn-
ingurinn af flutningi flóttamanna
úr búðunum rifjar upp hetjudáð úr
grárri fortíð borgarinnar þegar hún
var umsetin í Hundrað ára stríðinu á
14. öld. Þær sögur hafa fundið sér leið
inn í myndlistarsöguna, en þegar að er
gáð var þar ekki allt sem sýnist.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Borgararnir frá Calais eftir Auguste
Rodin þykja vel heppnað höggmynda-
verk og ágætis pólitískur áróður. Hér
er verkið við breska þinghúsið þar
sem það hefur verið baksvið mótmæla
vegna ástandsins undanfarið í Calais.
Afsteypur af verkinu má finna víðar,
til dæmis í Glyptotekinu í Kaupmanna-
höfn, í París, New York, Tokyo og
vitanlega í Calais.
Við flytjum snilligáfu til þeirra sem rækta hana
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
16
-2
68
8
–
H
VÍ
TA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA