Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 28.10.2016, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 28.10.2016, Qupperneq 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 Kornið sem fyllti mælinn var sambærileg saga af Mexíkóbúa. „Þeir meinuðu mér aðgang því ég er of strákaleg,“ segir Laufey Þóra Borgþórsdóttir sem var bannað að fara inn á skemmtistaðinn American Bar um síðustu helgi án nokkurrar ástæðu. Hún ætlaði ekki að segja frá atvikinu en kornið sem fyllti mæl- inn var frétt af mexíkóskum manni sem hafði lent í því sama á skemmti- staðnum, sömu helgi. „Þetta eru bara fordómar. Ég var búin að skrifa færslu á sunnudeg- inum eftir að þetta gerðist því ég var svo reið en ætlaði ekki að birta hana. Svo þegar ég sá fréttina um Meíkóbúann þá varð ég að birta þetta,“ en færslu Laufeyjar má lesa á Facebook-síðu hennar. „Ég kom að staðnum Amer- ican Bar og sýndi einum dyra- verði skilríkin mín þegar ann- ar kom og vísaði mér út. Mér var ekki gefin nein ástæða fyrir því. Ég spurði hvort hann væri að fara eitthvað mannavillt en svo var ekki. Þá sagði ég honum að ég hefði kom- ið á American Bar tvisvar áður og það hefði aldrei verið neitt vesen. Ég væri 21 árs og á lögaldri. Hann sagði mér hins vegar bara að fara.“ „Þá hringdi ég í kærustuna mína sem var komin inn á barinn og var búin að panta drykki handa okkur. Á sama tíma heyri ég dyraverðina tala sín á milli um að staðurinn væri orðinn fullur og það væru of margir þar undir lögaldri. Þá fauk í mig og ég spurði af hverju ég mætti ekki fara inn og drekka drykkina sem kærastan mín hafði pantað fyrir mig því ég væri á lögaldri. Þá fóru þeir bara að hnippa í mig og ég reyndi að ýta á móti en þeir högguðust ekki. Þá brotnaði ég niður. Var svo leið yfir þessu því ég hef lent í þessu áður. Kærastan mín kom út og spurði hvað væri í gangi en þeir sögðu bara að ég væri grát- andi og ekki í standi til að fara inn á staðinn. Við fórum bara.“ „Þetta eru fordómar því ég klæði mig strákalega,“ segir Laufey. „Ég er frekar strákaleg, fólk heldur stund- um að ég sé 16 ára strákur en ekki 21 árs stelpa. Það sést hins vegar á skilríkinu mínu hvað ég er gömul og myndin á því er ný. Við vit- um öll að þeir hleypa inn sætum stelpum í flottum kjólum og það hefur beinlínis verið sagt við mig. Það þarf að tala um þetta. Þegar fréttin birtist um Mexíkóbúann sem var bannað að fara á barinn á sama stað þá gat ég ekki sleppt því að segja frá þessu. Fólk á ekki að kom- ast upp með svona framkomu.“ | bg Laufey Þóra var að vonum ósátt eftir að vera bannað að fara inn á American Bar. Mynd | Rut Strákalegri stelpu meinaður aðgangur að American Bar „Ég var 25 ára þegar ég lagði upp í þetta ferðalag, með þá einu trú ef maður gerir eitthvað sem maður elskar og einbeitir sér að því sem manni þykir mikilvægt þá gerist eitt- hvað gott. Á 120 dögum hlustaði ég á sögur hundrað ókunnugra einstak- linga. Ég ræddi við þetta fólk um líf þeirra, heimsmynd og hvort þau væru hamingjusöm eða ekki. Ég lét algjörlega stjórnast af tilviljun við hverja ég ræddi. Í framhaldinu hef ég verið mik- ið með hugann við fjölbreytileika mannlífsins og nú síðast náði IKEA mér í vinnu til að starfa að málefn- um fjölbreytilega og þáttöku ólíkra hópa í samfélaginu, sem fyrirtækið leggur mikla áherslu á.“ Bókina sína kallar Kristín REAL og í bókinni vill hún gefa persónu- lega sýn á upplifun sína á þessu óvenjulega ferðalagi. „Á ferðalaginu hjólaði ég um níu lönd í Evrópu, um 5000 km leið. Ég svaf í tjaldi, undir berum himni eða heima hjá ókunn- ugum. Ég byggi hvern kafla bókar- innar upp í kringum ákveðin gildi sem ég legg til grundvallar í lífinu, það má nefna samkennd, heiðar- leika og hugrekki. Þó að ég hafi lent í ýmsu á ferðalaginu, verið rænd og óttast um öryggi mitt, þá sannfærð- ist ég um það eitt að fólk er gott.“ | gt Seldi eigurnar, hjólaði um Evrópu og talaði við fólk Kristín Grímsdóttir býr á Skáni í Svíþjóð og starfar fyrir IKEA. Fyrir fimm árum sagði hún upp vinnu og íbúð í Stokkhólmi og seldi eigur sínar. Hún keypti sér hjól og lagði af stað suður til Evrópu með það fyrir augum að tala við 100 ókunna einstak- linga, sem á vegi hennar yrðu. Þetta gerði hún og nú er Kristín að leggja lokahönd á að skrifa bók um ferðalagið, lífið og til- veruna og samskiptin við fólkið í Evrópu. Kristín Grímsdóttir í Ölpunum milli Frakk- lands og Ítalíu. Kristín líkir eftir Skakka turninum í Pisa. Þessi franska fjöl- skylda opnaði faðm sinn fyrir Kristínu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Grafíski hönnuðurinn sendi vitlausa bók á prentarann. Við höfðum hvorki tíma né fjármagn til að prenta nýja útgáfu. Ekki kaupa þessa bók,” stendur á splunku- nýrri skrá með sýningunni Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í gær, fimmtudag. „Það var svo mikið af villum á sumum síðum í bókinni að ég neyddist til þess að rífa þær út. Þýðandinn þýddi athugasemdir mínar á ensku og þær enduðu í þessu prenti,“ segir í skránni. Mistökin hafa verið dýrkeypt fyrir listamanninn sem hefur lagt hart að sér við að koma sýningunni heim og saman. „Ég hef þurft að rífa 1800 síð- ur út úr katalógunum því þær voru svo vitlausar. Útaf þessu þurfti ég að sérsmíða stimpil til að merkja vitlausu útgáfuna og láta útbúa límmiða framan á kápuna. Uppsetning sýn- ingarinnar hefur annars gengið vel. Ég hvet fólk endilega til að mæta en ekki kaupa bókina.“ Á sýningunni veltir Örn því fyrir sér hvort það skipti máli hvað maður sýnir á myndlistar- sýningum. „Og ef það skipt- ir ekki máli, hvernig ákveð- ur maður hvað á að sýna og hvernig?“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamaðurinn mætir mótlæti við sýningar á verkum sínum. Í fyrra hélt hann einkasýn- inguna „Hópsýning“ í Nýló þar sem hann sagði forsvarsmenn safnsins hafa unnið gegn sér og lýsti örðugleikunum nákvæm- lega í kynningu sýningarinn- ar. „Ég vildi ekki halda þessa sýningu. Aðstandendur Nýló ýttu mér út í þetta. Þau stóðu hinsvegar ekki við bakið á mér og fylgdust með ferlinu. Það væri jafnvel hægt að segja að þau hafi staðið í vegi fyrir ýms- um verkefnum sem tengjast sýningunni og lagt stein í götu mína,“ var meðal þess sem Örn skrifaði í lýsingu á sýningunni. „Ég mætti skilningsleysi og höfnun frá þeim. Annað sem ég vil koma á framfæri er að ég hefði viljað hafa meiri tíma til að setja upp sýninguna og vinna að henni.” Sýningin Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámunda- son stendur í Hafnarhúsinu til 1. janúar og sýningarstjóri er Yean Fee Quay. Örn Alexander Ámundason hefur þurft að rífa 1800 síður úr skrá um einkasýningu hans í Listasafni Reykjavíkur því grafíski hönnuðurinn sendi vitlausa útgáfu á prentarann. Mynd | Hari Varað við bókakaupum Ný sýningarskrá um verk eftir Örn Alexander Ámundason reyndist algjör katastrófa. „Ég hvet fólk endilega til að mæta en ekki kaupa bókina.“ Mynd | Hari Afsláttardagar 4.- 5. nóvember 20% 30% 40% 70% 30% 50% 60% Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau 40%Mikið úrval af * leikföngum * húsgögnum * föndurvörum * ofl. Allt að 70% afsláttur af völdum vörum í verslun KRUMMA við Gylfaflöt dagana 4.-5. nóvember! Jólasveinar velkomnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.