Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 36

Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 36
Í mjólk Grísk haustjógúrt með íslenskum aðalblá- berjum hefur litið dagsins ljós. Nú er haustið fáanlegt í 230 gr. glerkrukkum og hefur verið að detta inn í búðir síðastliðna daga. Um er að ræða árstíðar- bundna vöru sem verður fram- leidd á meðan berjabirgðir end- ast en berin voru týnd í sumar. Namm! NÝTT Í BÆNUM Í bíó Kvikmyndin Captain Fantastic hefur hlotið mikið lof og eru gagnrýnendur sammála um að hún minni á myndina In to the Wild en endi með skemmti- legri hætti. Faðir sem elur börn sín upp af mikilli natni neyðist til að yfirgefa paradísina og fara út í hinn raunveru- lega heim, sem setur hugmyndir hans um föðurhlutverkið í uppnám. Tölum um … … kjördaginn Eva Halldóra Guðmundsdóttir Á kjördaginn ætla ég að kjósa fyrir samfélagið í heild sinni. Nú er komið að því að vera ekki sjálfselskur og kjósa það sem mig langar, heldur þarf að kjósa fyr- ir þá sem þurfa mest á hjálp að halda. Sigtryggur Magnason Nóttin er ung en ekki ég. Ansi mörg ár síðan ég kaus Framsókn í félagsheimilinu í Reykjahverfi, undir áhrifum frá afa og jóladaga- tali ungra framsóknarmanna. Margt breyst síðan, eiginlega allt. Núna kaus ég í Berlín. Vonandi skilar atkvæðið sér heim - og breytir öllu. Branddís Ásrún Eggertsdóttir Ég ætlaði að mæta uppstríluð í dragt á kjördag. Fattaði síðan að ég er að vinna á laugardaginn þannig ég þarf kjósa utan kjörstaðar. Á heldur ekki dragt. Samt sjúklega spennt fyrir því að kjósa. Í myndlist Haraldur Jónsson heldur einkasýningu í BERG Contemporary og fjallar um far- vegina sem skipuleggja rýmið í kringum okkur og leiða okkur gegnum það. Litaðar teikningarnar eins og arkitektateikn- ingar í þrívídd og sýna lokuð rými lík þeim sem umlykja okkur. kjóstu með hjartanu kjóstu dögun T

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.