Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 44
Lax og sýrður rjómi Laxinn er eitt af þeim fáu mat- vælum sem inniheldur D-vítamín frá náttúrunnar hendi. D-vítamín- ið er nauðsynlegt fyrir upptöku kalsíums úr fæðunni, en það er hægt að fá úr mjólkurvörum, til að mynda sýrðum rjóma. Vinsælt er að nota sýrðan rjóma í kaldar sós- ur með laxi, en þá er nóg að bæta við sýrðum rjóma og kryddi. Mjólk og hunang Það er kannski ekki mjög íslenskt að fá sér flóaða mjólk og hunang fyrir svefninn, en það er engu að síður góð blanda. Mjólkin inniheldur ákveðnar amínósýrur sem framleiða bæði seratónín og melatónín í heilan- um. Kolvetni sem hunangið er ríkt af, eykur upptöku þessara amínó- sýra. Bananar og jógúrt Jógúrtin er, eins og aðrar mjólk- urvörur, rík uppspretta kalsíums sem er nauðsynlegt fyrir bein, tennur og vöðva. Rannsóknir hafa sýnt fram á að matur ríkur af kalsíum sem blandað er saman við mat ríkan af inúlíni, eykur upptöku þess síðarnefnda. Það er ekki nóg að vera meðvitaður um hvaða næringarefni eru í matnum sem maður er að borða, heldur er líka gott að vita hvernig þessi næring- arefni nýtast best. Þá getur bæði skipt máli hvernig maturinn er matreiddur og samsettur. Það er nefnilega ekki alltaf tilviljun að hefðir hafi myndast fyrir því að ákveðnar tegundir matvæla eða hráefna eru borðuð saman. Oft er ástæðan sú að þegar matvælin eru borðuð saman þá auka þau upp- töku næringarefna hvors annars. Sjö samsetningar sem bæta heilsuna Ólífuolía og tómar Flestir kann- ast við að nota þetta tvennt saman, að sjálfsögðu oft með fjölda annarra hráefna. En það að bæta olíu í hóf- legu magni á hráefni sem inniheldur karótín eykur upptöku þess. Flestir hugsa kannski um gulrætur þegar minnst er á karótín, en tómat- ar eru ríkir af andoxunarefninu lýkópen, sem tilheyrir karótíni, en það er talið hafa góð áhrif á ónæmiskerfið og geti jafnvel varnað gegn vexti krabbameins- fruma. Belgbaunir og blómkál Þetta græn- meti er oft notað saman, ásamt mörgu öðru. En belg- baunir eru ríkar af járni sem er sérstaklega mikilvægt fyr- ir fólk sem aðhyllist plöntumiðað fæði, eins og þeir sem eru vegan. Blómkálið er hins vegar ríkt af C-vítamíni sem eykur upptöku járns í líkamanum. Grænt te og sítrónur Grænt te er mjög ríkt af andox- unarefnum og með því að blanda því saman við sítrónur þá eykst magnið sem líkaminn tekur upp. Turmerik og svartur pipar Curcumin er virka efnið í túrmerik sem talið er hafa bólgueyðandi eiginleika. Gallinn er hins vegar sá að líkaminn tekur mjög lítið upp af efninu sé túrmeriks neytt eins og sér. Það er hins vegar talið að svartur pipar auki upptöku curcumins og því eru þessi tvö krydd gjarnan notuð samhliða. …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 VIÐ OPNUM STÓRVERSLUN Á SMÁRATORGI Smáratorg 1 · Sími 533-1551 · www. regatta.is · www.facebook.com/regatta.is Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is TVÖ NÝ frá Gula miðanum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.