Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 51

Fréttatíminn - 28.10.2016, Síða 51
„Já, ég er sérleg áhugamanneskja um gott sjónvarpsefni,“ segir Alda Sigmundsdóttir þegar hún er fyrst spurð hvort hún horfi mikið á sjónvarp. Hvers konar sjónvarpsefni er í uppáhaldi? „Allt sem er gæða. Ég gef öllu séns en nenni ekki að sóa tím- anum mínum í eitthvert rusl og hætti þá frekar. Horfi þó sjaldan á grínþætti eða sitcoms. Bestu serí- ur allra tíma að mínu mati eru The Wire og Breaking Bad, að öðrum gæðaþáttum ólöstuðum.“ Hvað hefurðu horft mest á að undanförnu? „Ég var að klára seríu sem heitir The Night Of, sem var eðal. Þar gekk bókstaflega allt upp - frá- bær leikur, handrit, leikstjórn og plott. Á undan því horfði ég á Narcos, sem eru afar vandaðir þættir. Sú þáttaröð sem hef- ur komið mér mest á óvart að undanförnu heitir Peaky Blind- ers, breskir þættir um glæpaklíku sem gerast á sama tímabili og Downton Abbey þættirnir, en þeir fyrrnefndu sýna aðstæður undir- stéttarinnar, sem eru verulega frábrugðnar yfirstéttarmakkinu.“ Er eitthvert sjónvarpsefni á list- anum, eitthvað sem þú verður að sjá? „Ég hlakka mjög til að sjá ís- lensku þættina Fangar sem verða frumsýndir á RÚV á nýársdag. Þar er nánast allt A-lið landsins í leik og þáttagerð saman komið og þeir lofa mjög góðu.“ Sófakartaflan Alda Sigmundsdóttir rithöfundur, blaðamaður, þýðandi og bloggari. Nenni ekki að sóa tímanum í eitthvert rusl Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is Gerard Butler leikur Óperudrauginn Stöð 2 kl. 21.35 Óperudraug- urinn Rómantískur söngleikur með Gerard Butler og Emmy Rossum í aðalhlutverkum. Bitur maður sem hefur verið vanskapaður frá fæðingu, og þekktur einungis sem the Phantom, eða Óperudraug- urinn, býr í ræsinu undir óperu- húsinu í París í Frakklandi. Hann verður ástfanginn af sópran- söngkonunni Christine, og kennir henni í einkatímum, á milli þess sem hann hrellir aðra starfsmenn óperuhússins, og krefst þess að Christine fái aðalhlutverk. Það versnar í því þegar Christine hittir æskuástina Raoul og þau tvö verða ástfangin. Draugurinn ákveður að ræna henni og halda henni fanginni, svo hún verði hans að eilífu. Raoul er nú sá eini sem getur stöðvað hann. Leikstjóri: Joel Schumacher. Vitgrannir glæpa- menn ræna banka Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó á Akureyri Masterm- inds Ný grínmynd með frábærum hópi leikara, þeim Zach Galifianak- is, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones, Owen Wilson og Jason Sudeikis. David Ghantt er næturvörður sem vinnur hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í brynvörðum bílum í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Líf hans er tilbreytingarlaust, hann keyrir um göturnar, dag eftir dag, með millj- arða af peningum annarra manna og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Hann er hrifinn af samstarfsaðila sínum, Kelly Campbell, sem fær hann til að taka þátt í ótrúlegu ævintýri sem honum sjálfum hefði aldrei getað dottið í hug. Þau, ásamt hópi af vitgrönnum glæpamönn- um, ákveða að skipuleggja eitt stærsta bankarán sögunnar. Horfir á gæðaefni Alda Sigmunds- dóttir var ánægð með Narcos og bresku þættina Peaky Blinders. KJÖTBORÐ Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Kjötborð okkar er rómað fyrir góða vöru og framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks ferskt kjöt, sérvalið af fagmönnum. Hjá okkur starfar lærður kjötiðnaðarmaður sem leiðbeinir þér við val á kjöti og sker eftir þínum óskum. Einnig bjóðum við alltaf upp á sérútbúna rétti sem þú getur eldað heima. Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval. Verið velkomin í Fjarðarkaup Ferskt kjöt • Þú ræður magni og skurði • Sérútbúnir réttir OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is NAUTAGÚLLAS verð áður 2.798 kr./kg NAUTA RIB EYE verð áður 4.898 kr./kg LAMBAINNRALÆRI verð áður 3.598 kr./kg HELGARTILBOÐ 2.698 kr./kg 3.998 kr./kg 2.198 kr./kg …sjónvarp15 | amk… FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.