Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 57

Fréttatíminn - 28.10.2016, Page 57
Ljósið styður alla fjölskylduna þegar krabbamein greinist Ljósið er eina miðstöðin sinnar tegundar á Íslandi Unnið í samstarfi við Ljósið Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyr-ir krabbameinsgreinda en sinnir líka allri fjölskyldunni, allt niður í ung börn,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona, iðju- þjálfi og stofnandi Ljóssins. Fólk getur hafið uppbyggingu og fengið stuðning alveg frá grein- ingu. „Því fyrr sem það kemur til okkar því betra. Þetta er þverfagleg endurhæfing sem við bjóðum upp á; sálrænn stuðningur og líkamleg og félagsleg uppbygging.“ Starf- ið í Ljósinu er unnið út frá grunn- hugmyndafræði iðjuþjálfunar sem fjallar að stórum hluta um að virkni sé besta meðalið og vera í félags- skap við aðra skiptir mjög miklu máli. „Þetta snýst um að komast framúr á morgnana, hafa hlutverk, byggja sig upp andlega og líkam- lega og hafa að einhverju að stefna þennan tíma sem fólk er í veikind- um. Við erum brú frá veikindum og út í atvinnulífið eða skólann eða hvað sem fólk velur sér svo að gera. Iðja - einstaklingur, umhverfi eru einkunnarorðin,“ segir Erna. Notalegur andi Ljósið er til húsa í ákaflega fal- legu húsnæði við Langholtsveg. Í fyrra gaf Oddfellowreglan á Íslandi Ljósinu viðbyggingu og er húsið því nú um 615 fermetrar á þremur hæðum og eru allar hæðirnar nýttar vel. „Húsið er allt orðið hið glæsi- legasta og við leggjum mikið uppúr því að hér sé heimilisleg stemmn- ing. Þetta er ekki eins og stofnun, þú kemur inn og finnur heimilis- legan anda; líflegan, skemmtilegan, uppbyggjandi og notalegan. Það finnur maður vel við að koma inn á miðhæð hússins sem hefur skemmtilegan brag af kaffihúsa- stemningu. Hjá Ljósinu starfa iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, fjöl- skyldufræðingur, næringarráðgjafi, markþjálfi sem einnig er heilsu- fræðingur, heilsunuddarar, snyrti- fræðingur, matráður, skrifstofufólk og fleiri. „Svo eru verktakar og sjálfboðaliðar sem koma til okkar, til dæmis jógakennarar, handverks- fólk, listmeðferðarfræðingur sem hittir börnin, og hjúkrunarfræðingar og krabbameinslæknar sem koma með fyrirlestra,“ segir Erna. Sköpunarkrafturinn eykur vellíðan Í kjallara hússins er eldhús þar sem lagt er upp úr því að elda góðan og heilnæman mat. „Við erum líka með leirlistarherbergi í kjallaranum, sköpunarkrafturinn eykur vellíð- an og skiptir þannig miklu máli, að fólk gleymi sér í smástund, gleymi öllum veikindum. Það er mikill sam- hugur og kærleikur í húsinu og þú finnur þessa nánd við þá sem skilja þig og eru að ganga í gegnum það sama. Við erum ekki alltaf að tala um krabbamein heldur allt á milli himins og jarðar og gleðin ræður oft ríkjum. Ég held að allir finni eitthvað við sitt hæfi hérna hjá okkur,“ segir Erna og leggur áherslu á að endur- hæfingin sé sem fjölbreyttust. Á efstu hæð hússins er heils- unudd, snyrtistofa og viðtalsher- bergi. „Það að geta komið og fundið ró og slökun gegnum nuddið skiptir miklu máli, auk þess að eiga samtal við fagaðila sem ráðleggja og hlusta er líka mikilvægt. Snyrtifræðingur- inn hjá Ljósinu leiðbeinir með eitt og annað sem tengist umhirðu húð- ar, hárs og nagla sem getur breyst töluvert í krabbmeinsmeðferðum. Þá kennir hún þeim sem vilja læra að mála á sig nýjar augabrúnir. Við erum ein heild, líkami og sál. Það þarf að huga að þessu öllu,“ segir Erna og bætir við að í Ljósinu sé einnig sjúkraþjálfari að störfum sem hefur sérhæft sig í sogæðanuddi sem er einkar árangursríkt gegn bjúg en bjúgur getur orðið viðvar- andi vandamál hjá konum sem hafa farið í uppskurð við brjóstakrabba- meini. Útivistarhópar og frábær tækjasalur Líkamleg uppbygging er ekki síður mikilvæg en sú andlega og félags- lega og henni er hægt að sinna á margvíslegan máta í Ljósinu. „Hvað varðar líkamlega endurhæfingu þá bjóðum við uppá jóga, mismunandi erfiða gönguhópa og má þar nefna útivistarhóp sem gengur t.d á létt fjöll. Við erum með leikfimishópa og í nýja húsnæðinu er rosalega flottur tækjasalur og þar eru þrír sjúkraþjálfarar sem leiðbeina fólki. Auk þess höfum við aðgang að lík- amsræktarstöðinni Hreyfingu en sú samvinna hefur verið frá upphafi Ljóssins,“ segir Erna. Viðtalsformin í Ljósinu eru margs konar vegna þess að fagaðilarnir eru margir „Við erum með níu mis- munandi styrkjandi námskeið sem öll eru með ólíka nálgun. Þeir sem eru nýgreindir þurfa aðeins öðruvísi nálgun en þeir sem greinast aftur eða eru langveikir. Við erum líka með sérhönnuð sjálfsstyrkjandi námskeið fyrir karlmenn, það er oft gott að kynjaskipta hópunum. Karl- menn eru einhvernveginn opnari þegar konurnar eru ekki með. Þá erum við með karla sem stýra karlafræðslunni,“ segir Erna. Jafningjastuðningur mikilvægur Stór hluti af endurhæfingunni er jafningjastuðningur að sögn Ernu og eru til dæmis karlahópar sem borða saman einu sinni í viku og mismunandi hópar eftir aldri sem gera alls kyns hluti saman; fara á kaffihús eða fyrirlestra. „Það er nauðsynlegt að efla félagslega þáttinn. Margir sem greinast og hætta að vinna einangra sig og það er okkar marmkið að fá þá aftur út í lífið,“ segir Erna og bendir á að markmiðið sé alltaf að fólk geti deilt reynslunni með einhverjum sem er í svipuðum aðstæðum. „Gleðin og jákvæðnin er í fyrirrúmi hjá okkur en það er líka pláss fyrir allar erfiðu tilfinningarnar.“ Í vikunni hófust námskeið fyrir unglinga 14-17 ára sem eru aðstand- endur, í samstarfi við fyrirtækið Út fyrir kassann. „Þessi hópur hefur verið útundan en á jafnvel alveg eins erfitt og sá sem greinist. Það komu 25 ungmenni í þennan fyrsta tíma sem er alveg frábær mæting,“ segir Erna og bætir við að einnig séu námskeið fyrir yngri börn og svo eldri aðstandendur. Þá hitt- ast makar á aldrinum 20-45 ára á tveggja vikna fresti, geta deilt reynslu sinni og fengið stuðning frá fólki úr sama reynsluheimi. „Það er erfitt fyrir hverja einustu fjölskyldu þegar einstaklingur greinist með krabbamein, það snertir ekki bara þann sem greinist; öll fjölskyldan er undir,“ segir Erna. Stóla á stuðning frá almenningi Bæklingar liggja frammi um starf- semi Ljóssins á öllum deildum Landspítalans sem sinna krabba- meinssjúkum og starfsfólk spítal- ans, heilsugæslustöðva og Krabba- meinsfélagsins er afar duglegt að vísa fólki á Ljósið. Fyrstu skrefin þegar fólk mætir í Ljósið er að fara í viðtal hjá iðjuþjálfa og samtal og þolpróf hjá sjúkraþjálfara. Þá eru gerð drög að einstaklingsmiðaðri endurhæfingaráætlun. Kynningar- fundir eru haldnir á starfsemi Ljóssins alla þriðjudaga klukkan 11. Þá er gengið um húsið og hægt er að spyrja um allt sem tengist starf- seminni. „Við erum ennþá, eftir 11 ár, að fá hjálp frá almenningi til að geta haldið starfinu gangandi. Við erum háð því að það séu einhverjir góðir þarna úti sem vilja styrkja okkur. Við erum að sinna yfir 400 manns á mánuði, sinntum yfir 1100 manns í fyrra. Við vinnum baki brotnu, og það er hugsjónafólk sem vinnur hérna og okkur langar til þess að Ljósið fái að lifa. Ljósið væri ekki til staðar nema fyrir þann stuðning sem það fær frá fólkinu í landinu. Við byrjuðum haustið 2005 í gras- rótinni með 0 krónur. Núna eigum við þetta hús en það er bara vegna þess að þjóðin hefur hjálpað okkur svo mikið. Ríkið kemur á móti en við þurfum að safna tugum milljóna á ári, en Ljósið er eina miðstöð sinnar tegundar á Íslandi fyrir krabba- meinsgreinda. Kannski er einhver hvítur riddari þarna úti sem les þetta og kemur til bjargar,“ segir Erna á léttu nótunum að lokum. 5 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 HEILSA&LÍFSTÍLL Á vefsíðu Ljóssins, ljosid.is, er hægt að gerast ljósavinur og styrkja Ljósið um 3500 krónur einu sinni á ári. Þessi styrkur getur skipt sköpum til þess að viðhalda þeirri ómetanlegu starfsemi sem Ljósið heldur úti. Á sýningunni Heilsa og lífstíll getur fólk kynnt sér og spurt um starf- semina, fengið herðanudd og fylgst með virkum meðlimum Ljóssins skapa list. Ljósavinur Ljósið verður í Hörpu um helgina Afslöppun Snyrtifræðingurinn veitir ráðgjöf og getur kennt þeim sem vilja að mála á sig nýjar augabrúnir. Mynd | Rut Tækjasalur Fullbúinn líkamsræktarsalur er í Ljósinu. Þar er hægt er að hefja uppbyggingu. Mynd | Rut Sköpunarkraftur Handverkið er í hávegum haft í Ljósinu. Mynd | Rut Erna Magnúsdóttir „Þetta er þverfagleg endurhæfing sem við bjóðumupp á; sálrænn stuðningur og líkamleg og félagsleg uppbygging.“. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.