Fréttatíminn - 28.10.2016, Qupperneq 60
8 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016HEILSA&LÍFSTÍLL
Addið okkur „HiltonRvkSpa“
og eigið möguleika á að vinna
þriggja mánaða kort í stöðina, 50
mínútna nudd, eða andlitsbað.
Þrír heppnir vinir verða dregnir
út mánudaginn 31. október. HiltonRvkSpa
Snapchat leikur:
Heilsurækt og spa
á besta stað í bænum
Sérfræðingur í Kinesio teipingum á staðnum
Unnið í samstarfi við
Hilton Reykjavík Spa
Hilton Reykjavík Spa er heilsurækt og spa á besta stað í bænum. Viðmótið er heimilislegt
og markmiðið að láta fólki líða vel
í heilsurækt og aðstoða einstak-
linga við að ná þeim markmiðum
sem þeir setja sér.
Innifalið í korti: Handklæði við
komu, aðstoð og prógram í tækja-
sal frá þjálfara í sal, ástandsmæl-
ingar, aðgangur að spa ásamt
herðanuddi í pottum. Bæði jóga
og fjörugir líkamsræktartímar.
Meðlimir fá 10% afslátt
af: Meðferðum á nudd- og
snyrtistofunni okkar, kinesio teip-
ingu og næringarráðgjöf.
Næringarráðgjöf
Agnes Þóra Árnadóttir er
íþróttanæringarfæðingur og
tekur að sér að aðstoða bæði
íþróttafólk og aðra við að breyta/
bæta mataræðið hjá sér til þess
að ná þeim árangri sem leitast er
eftir.
Stakur tími: 7.900 kr.
3 tímar: 15.500 kr. (2ja vikna
eftirfylgni)
5 tímar: 21.500 kr. (4ra vikna
eftirfylgni)
Kinesio teiping
Gabor Réz er sérfræðingur Hilton
Reykjavík Spa í Kinesio teipingum
sem hafa verið að slá í gegn að
undanförnu. Gabor er menntaður
í Kinesio teipingum frá Ungverja-
landi. Kinesiolgy teipingar koma
frá hreyfifræðum og byggja á
þeirri trú að vöðvarnir beri ábyrgð
á hreyfingu líkamans ásamt því
að stjórna öðrum þáttum eins og
blóðflæði og líkamshita. Mark-
miðið með Kinesio teipingu er
að lækna vöðvana til að hjálpa
líkamanum að lækna sig sjálfan
náttúrulega.
Helstu kostir Kinesio teipingar:
• Minnka sársauka og bólgur
• Bæta blóðflæði og flæði í
sogæðakerfinu
• Anatómískur stuðningur við
liða- og vöðvahreyfingar
• Slökun og stuðningur við of-
notaða/þreytta/meidda vöðva
• Hjálpar líkamanum við að
nota rétta vöðva í hreyfingar
Kinesio teipið sjálft:
• 100% bómull
• Ekki ofnæmisvaldandi og
inniheldur ekki latex
• Hamla ekki hreyfingum
• Teygjanlegt og er hannað
til að teygjast jafn mikið og
húðin
Verð 6.900 kr. fyrir fyrstu
komu, endurkoma vegna sömu
meiðsla 5.900 kr.
Snyrtistofan
Hilton Reykjavík Spa notar vörur
frá vörur frá ítalska hágæðamerk-
inu Comfort Zone.
Krydd eru allra meina bót
Ekki fara sparlega með kryddstaukinn.
A
lltaf er að koma betur
og betur í ljós hversu
heilnæm krydd geta
verið fyrir heilsuna.
Í þúsundir ára hefur
krydd verið notað í læknisfræði-
legum tilgangi en nýlega hafa
komið fram vísindalegar sannanir
fyrir virkni þess. Bent hefur verið
á að löngum hefur tíðni krabba-
meins og hjartasjúkdóma verið lág
í Indlandi þar sem krydd eru not-
uð í mjög miklu magni en minna
af salti og sykri. Eftir því sem vest-
rænt mataræði ryður sér meira til
rúms hjá þjóðinni hækkar tíðni
sjúkdóma og hafa sérfræðingar
tengt þetta saman.
Krydd geta vissulega ekki lækn-
að sjúkdóma en rannsóknir benda
til þess að þau geti hjálpað til við
að halda niðri ýmsum einkennum.
Hér eru dæmi um nokkur dásam-
leg krydd sem geta verið prýðileg
heilsubót. Við mælum þó með því
að fólk fái alltaf álit læknis áður
en það fer í það að treysta alveg á
kryddin til lækninga.
Salvía
Jurtasérfræðingar mæla með því
að drekka salvíute við ólgu í maga
og særindum í hálsi. Ein rannsókn
sýndi fram á að salvíulausn sem
spreyjað var í kverkarnar létti á
sársaukafullri hálsbólgu. Einnig á
salvía að hafa góð áhrif á heilann.
Rósmarín
Í Grikklandi til forna báru nem-
endur rósmarínkransa sem þeim
fannst hjálpa til við einbeitingu.
Rósmarín virðist bæta minni og
eftirtekt. Rósmarín gerir máltíðina
ekki bara bragðbetri heldur getur
marínering með rósmaríni hjálpað
til við varðveislu kjötsins þannig
að það súrni síður.
Túrmerík
Það hefur líklega ekki farið fram-
hjá neinum hversu mikil vitunda-
vakning hefur orðið að undan-
förnu varðandi virkni túrmeriks.
Á Indlandi er túrmerikmauk
borið á sár til þess að flýta bata.
Túrm erik-te er víða notað til þess
að slá á kvefeinkenni en virka
efnið í túrmeriki er curcumin og
er það talið hafa mikla andox-
unar- og bólgueyðandi eigin-
leika. Verið er að rannsaka hvort
curcumin geti möguleika minnk-
að æxli.
Engifer
Engifer er bólgueyðandi og getur
hjálpað gegn magavandamálum
og jafnvel slegið á morgunógleði.
Engifer hefur líka mjög góð áhrif á
liði og vöðva.
Kanill
Kanill var notaður meðal Forn-
grikkja og Rómverja til þess að
auka matarlyst og við meltingar-
truflunum. Rannsóknir benda til
þess að teskeið af kanil á dag geti
jafnað út blóðsykur hjá þeim sem
eru með sykursýki, týpu 2.
Saffran
Í gegnum aldirnar hefur saffran
verið notað til þess að auka geð-
prýði. Saffran er einnig talið geta
slegið á einkenni fyrirtíðaspennu
og þunglyndis.
Heimild: eatingwell.com