Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
Fjölmiðlar Arnþrúður Karls-
dóttir, útvarpsstjóri Útvarps
Sögu, hyggst kvarta til umboðs-
manns Alþingis vegna ákvörðun-
ar Póst- og fjarskiptastofnunar
um að svipta stöðina tíðninni
102,1. Það þýðir að stöðin missir
umtalsvert svæði til að útvarpa
á, meðal annars Reykjanesið
og stóran hluta á höfuðborgar-
svæðinu.
„Þetta er mjög íþyngjandi fyr-
ir okkur og eiginlega bara hættu-
legt,“ segir Arnþrúður en Frétta-
tíminn greindi frá því fyrir nokkru
að svipta ætti útvarpsstöðina tíðn-
inni á þeirri forsendu að ekki væri
heimilt að gefa stöðinni tvær tíðn-
ir. Ástæðan er meðal annars sú að
tíðnir eru takmörkuð auðlind.
Arnþrúður bendir þó á að Bylgj-
an hafi yfir fleiri tíðnum að ráða, en
í úrskurðinum er þeim rökum beitt
að þeim hafi verið úthlutað fyrir
árið 2000. Arnþrúður gefur reynd-
ar lítið fyrir það, enda ákvörðunin
staðfest fyrir örfáum árum síðan.
„Þannig að það er bara verið
að mismuna okkur,“ segir Arn-
þrúður sem hefur þegar leitað til
Samkeppniseftirlitsins vegna máls-
ins auk þess sem þau hafa áfrýjað
úrskurðinum.
Arnþrúður hefur krafist þess að
úrskurður Póst- og fjarskiptastofn-
unar verði ógildur umsvifalaust, en
samkvæmt úrskurðinum þurfa þau
að slökkva á sendinum ekki síðar en
á föstudaginn, 25. nóvember. Geri
þau það ekki eiga þau yfir höfði sér
allt að 500 þúsund króna sekt á dag.
Aðspurð hvort þau þurfi ekki að
slökkva á sendinum á meðan málið
bíður úrlausnar, svarar Arnþrúð-
ur hvorki jáwtandi né neitandi.
Hún vonast til þess að ákvörðun-
inni verði hnekkt yfir þann tíma,
þó ólíklegt sé. Því er ekki útilokað
að Arnþrúður og félagar láti reyna
á dagsektirnar. | vg
Arnþrúður Karlsdóttir er afar ósátt við úrskurðinn og gefur ekki skýrt svar um
það hvort hún muni slökkva á sendinum.
Arnþrúður biðlar til
umboðsmanns Alþingis
Stjórnmál Katrín Júlíus-
dóttir, fyrrverandi þingkona
Samfylkingar, sótti um fram-
kvæmdastjórastarfið hjá Samtök-
um fjármálafyrirtækja. SFF taldi
hana hæfasta umsækjandann en
meira en 20 vildu starfið. Svíar
íhuga að setja reglur um vinnu-
bann þingmanna í allt að eitt ár
til að koma í veg fyrir mögulega
hagsmunaárekstra eftir að þeir
hætta að vera fulltrúar almenn-
ings á þingi.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Þetta starf var auglýst og ég hafði
séð þá auglýsingu. Svo þegar þing-
ið var búið og ég var farin að hugsa
um það hvað ég gæti gert þá var mér
bent á auglýsin guna á vef Capacent
og ég ákvað að sækja um þetta og
ég henti CV-inu mínu því inn í púll-
íuna. Þeim hefur litist vel á,“ seg-
ir Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi
þingkona Samfylkingarinnar, að-
spurð um aðdraganda þess að hún
var ráðin sem framkvæmdastjóri
Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í
síðustu viku.
Ráðning Katrínar vakti talsverða
athygli þar sem hún lét nýlega af
störfum sem fulltrúi almennings á
þingi í 13 ár en fer nú í vinnu hjá
hagsmunasamtökum fjármálafyr-
irtækja á Íslandi. Um svipað leyti
og sagt var frá ráðningu Katrínar
greindi Landssamband fiskeldis-
stöðva frá því að Einar K. Guðfinns-
son, fyrrverandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og ráðherra, yrði
stjórnarformaður samtakanna.
Talsverð umræða hefur verið
um það á Norðurlöndunum um
hvort og hvernig eigi að koma í veg
fyrir hagsmunaárekstra hjá fyrr-
verandi þingmönnum þegar þeir
hætta þingmennsku. Í Danmörku,
Noregi og Finnlandi gilda reglur
um það hversu langur tími þarf að
líða áður en ráðherra getur ráðið
sig í vinnu til annars aðila eftir að
hann lætur af störfum. Í Svíþjóð
hefur umræða um að koma á slík-
um reglum átt sér stað ítrekað síð-
astliðin ár. Samkvæmt rannsókn
blaðsins Aftonbladet frá árinu 2013
verða 37 prósent fyrrverandi þing-
manna í Svíþjóð lobbíistar eftir að
þingmannsferli þeirra lýkur. Ástæð-
an fyrir því að hagsmunaöfl vilja
ráða fyrrverandi stjórnmálamenn
í vinnu hjá sér eru meðal annars
pólitísk tengsl þeirra sem talið er
að geti nýst einkaaðilunum. Sænska
ríkisstjórnin lætur nú vinna úttekt
á því hvort setja skuli reglur um að
stjórnmálamenn megi ekki fá sér
aðra vinnu í tiltekinn tíma eftir að
þeir hætta á þingi. Niðurstöðurnar
verða kynntar í lok ársins.
Sambærileg umræða hefur hins
vegar ekki verið mikil á Íslandi.
Katrín Júlíusdóttir segir aðspurð
að líkurnar á hagsmunaárekstrum
hjá henni í nýja starfinu séu engar.
Hún hafi ekki komið að neinni
nefnd á Alþingi sem fjallaði um
fjármálamarkaðinn á Íslandi á síð-
asta kjörtímabili. „Það má segja að
ég sé búin að vera í frystingu í fjög-
ur ár frá þessum málaflokki,“ segir
Katrín um bankamálin en hún var
fjármálaráðherra í átta mánuði á ár-
unum 2012 til 2013.
Sigurður Viðarsson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar og
varaformaður stjórnar SFF, seg-
ir að stjórn samtakanna hafi talið
Katrínu hæfasta umsækjandann.
„Katrín býr yfir mikilli þekkingu
bæði úr námi og starfi. Hún hefur
lokið MBA námi og starfaði meðal
annars sem fjármálaráðherra og
býr þar af leiðandi yfir mikill þekk-
ingu á starfsemi fjármálafyrirtækja.
Við erum sífellt að reyna að starfa í
sátt við stjórnmál og samfélag og
við teljum að Katrín sé manneskja
sem geti leitt slíkt starf.“
Talsverð umræða hefur
verið um það á Norð-
urlöndunum um hvort
og hvernig eigi að koma
í veg fyrir hagsmunaá-
rekstra hjá fyrrverandi
þingmönnum þegar þeir
hætta þingmennsku. Í
Danmörku, Noregi og
Finnlandi gilda reglur
um það hversu langur
tími þarf að líða áður en
ráðherra getur ráðið sig
í vinnu til annars aðila
eftir að hann lætur af
störfum.
Katrín stuðli að sátt við
samfélag og stjórnmál
Katrín Júlíusdóttir var ráðin til framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
„Það má segja að ég sé búin að vera í frystingu í fjögur ár frá þessum málaflokki,“
segir Katrín um bankamálin
Samkomulag var komið um kvótann
Stjórnmál Niðurstaða í sjávar-
útvegsmálum, sem er blanda af
markaðslausn uppboðsleiðarinnar
og núverandi kvótakerfi, lá fyrir
þegar viðræðum var slitið milli
fimm flokkanna.
„Við reyndum að mætast með þau
sjónarmið sem voru uppi innan
nefndarinnar um að horfa til mark-
aðslegra og samfélagslegra sjónar-
miða í sjávarútvegi. Afurð frá okkur
lá fyrir eftir fund okkar í gær [þriðju-
dag] og var send til formannanna,“
segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna og meðlimur í
umræðuhópi um sjávarútvegsmál hjá
stjórnmálaflokkanna fimm.
Lilja Rafney vill ekki fara nákvæm-
lega út í hvað felst í niðurstöðum um-
ræðuhópsins en hún segir að reynt
hafi verið brúa bilið á milli ólíkra
sjónarmiða en ljóst er að tillagan fel-
ur í sér einhverja útfærslu á uppboði
einhvers hluta aflaheimilda en það
er eitt helsta baráttumál Viðreisnar.
„Markaðslausnir og samfélagslegar
lausnir voru spyrtar saman en það
var reynt að mætast þarna á vegasalti
og við lögðum niðurstöðuna á borð
formannanna.“
Formenn flokkanna fimm funduðu
í gær, miðvikudag, og sagði Benedikt
Jóhannesson, formaður Viðreisnar,
fyrir þann fund að erfiðlega gæti
gengið að „samræma öll sjónarmið.“
Eftir fundinn var viðræðum slitið.
Eins og komið hefur fram voru
tveir af helstu ásteytingarsteinun-
um í stjórnarmyndunarviðræðum
flokkanna fimm sjávarútvegsmál –
sem lausn var í sjónmáli samkvæmt
því sem Lilja Rafney segir – og svo
efnahagsmál en Vinstri græn, Píratar
og Samfylkingin vildu fara í skatta-
hækkanir með upptöku eigna – og
hátekjuskatts, meðan andstaða er
við slíkar hugmyndir hjá Viðreisn
og Bjartri framtíð. Líklegt má telja
að erfitt hafi verið fyrir Viðreisn og
Bjarta framtíð að samþykkja skatta-
hækkanir þar sem flokkarnir tveir
voru meðal annars búnir að komast
að samkomulagi við Sjálfstæðisflokk-
inn í skattamálum áður en slitnaði
upp úr stjórnarmyndunarviðræðum
þessara þriggja flokka.
Oddný Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, vildi síðdegis á
miðvikudag lítið segja um viðræður
um efnahagsmál á milli flokkanna
fimm en hún átti sæti í þeim viðræðu-
hópi. „Viðræðurnar gengu ágætlega.
Nei, það var ekki komin nein niður-
staða.“| ifv
Lilja Rafney Magnúsdóttir segir
samkomulagi sambland markaðs-
og félagslausna.