Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 28

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Túlkar á pólsku úti á götu Oliwia Czerwonka er 14 ára unglings­ stelpa sem búsett er í Breiðholti. Hún flutti hingað til lands fimm ára gömul, talar bæði reiprennandi íslensku og pólsku og segist ekki muna eftir sér öðruvísi. Hún ræðir við Fréttatímann um hvernig það er að vera tvítyngd og hvort hún alist upp við aðra siði og venjur en foreldrar hennar gerðu í Póllandi. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Ég fæddist í Póllandi og flutti hingað til lands 5 ára með foreldrum mínum sem bæði eru pólsk. Mamma vinnur í Húsasmiðjunni og pabbi hjá Samskip. Ég man eiginlega ekk- ert eftir að kunna ekki íslensku. Það sem ég man er bara hvað það var erfitt að koma hingað til lands fyrst, verandi ekki nema fimm ára.“ Hún segist tala íslensku í skólanum en pólsku heima við. „Ég tala mest við vini mína á íslensku en pólsku við þá sem eru pólskir. Vinir mínir eru bæði íslenskir og pólskir. Mamma og pabbi tala bara smá íslensku en skilja eiginlega allt. Ég hef ekki þurft að hjálpa foreldrum mínum með tungumálið. Aldrei þurft að þýða heimilisbókhald eða læknisheimsóknir. Það er frekar í skólanum. Margir pólsk- ir krakkar eiga erfitt með að skilja íslensku eða tala, sérstak- lega þeir sem eru nýir, og þá bregð ég mér oft í hlutverk túlks- ins. Líka þegar ég er úti á götu, þá túlka ég á pólsku og íslensku fyrir þá sem eru eitthvað týndir. Reyni að hjálpa.“ Ég er mjög þakklát fyrir að kunna tvö tungumál. Oliwia segist ekki langa að búa í Póllandi heldur annars staðar. Fjölskyldan hennar býr öll þar í landi og hún reynir að heim- sækja þau einu sinni á ári með foreldrum sínum. „Ég myndi segja að Pólland og Ísland séu ekki svo ósvipuð lönd. Kannski er ástæðan sú að ég hef hoppað dálítið inn í íslenska menningu og sé ekki muninn. Það eina er kannski að það er allt strangara í Póllandi. Maður á alltaf að þéra eldra fólk og segja herra eða frú. Sýna virðingu. Pólskir krakk- ar eru kurteisari. Ég gleymi stundum að vera kurteis við eldra fólk.“ Oliwia hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri og talar reiprennandi íslensku. Mynd | Rut Ég ákvað að fara í hárgreiðslunám aðallega því það liggur vel fyrir mér. Afi minn á rakarastofu og mamma mín er hárgreiðslukona,“ segir Elísabet Rut Diego, nemi á þriðja ári í hárgreiðsluiðn, sem nú er í vinnustaðanámi. Hún hefur nóg að gera þó hún sé enn ekki út- skrifuð en margir dagar eru upp- bókaðir hjá henni. „Ég ætlaði aldrei að verða hár- greiðslukona, vildi gera eitthvað öðruvísi en afi og amma. Byrjaði á fataiðnbraut í Tækniskólanum en fór svo yfir á þessa braut fyrir einhverjum þremur árum. Ég vissi ekkert hvað mig langaði að gera en var bara: Hey! Ég útskrifast bara með sveinspróf í hárgreiðslu enda alltaf mjög sniðugt að vera með iðnnám. Svo get ég líka unnið hvar sem ég vill í útlöndum. Allir til í að taka mig inn því það þarf að klippa hár alls staðar í heiminum.“ Aðspurð segir hún kennsl- una sem hún fær í vinnustaða- námi henta sér betur en að sitja í skólastofu. „Ég er með brjálaðan athyglisbrest. Ég get alveg lært en það hentar mér betur að gera eitthvað svona í höndunum. Það liggur bæði vel fyrir mér og mér finnst það líka ógeðslega gaman. Svo er þetta líka bara svo skapandi ef maður vill. Ég fæ tækifæri til að vera listræn, skapa mér nafn þó ég sé enn að læra.“ Hún segir ekki hlaupið að því að klára nám í hárgreiðsluiðn. „Það fara rosalega margir í þetta nám, byrja í skólanum en komast svo ekki endilega áfram því þeir fá ekki samning á stofu. Það eru alls ekki margir að taka inn nema í dag þannig af öllum sem byrja í náminu eru ekki allir sem útskrif- ast. Svo er annað í þessu og það er að fólk ber ákveðna virðingu fyrir þessu námi. Það eru heil fjögur ár og fólk áttar sig á því að þetta er erfitt starf. Ég gæti annars ekki verið heppnari. Alsæl með stofuna sem ég vinn á,“ segir Elísabet. Af lærlingnum Það þarf að klippa hár alls staðar í heiminum Bæði mamma og afi Elísabetar eru hárgreiðslufólk. Mynd | Hari Allt að gerast í Hlíðarfjalli Skíða- og brettafólk er í starthol- unum. Snjórinn er vinur þess. Út- litið er bjart í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri en það mætti vera kaldara. Akureyri hefur fengið ríflegan skammt af snjó síðustu daga og það líður þess vegna að opnun í Hlíðar- fjalli. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður í fjallinu, er kátur og bjartsýnn þessa dagana. „Við í Hlíðarfjalli erum bjart- sýn að eðlisfari,“ segir Guðmund- ur Karl. „Við erum að gæla við að okkur takist að opna eftir viku, fimmtudaginn 1. desember. Það er þjóðleg og góð dagsetning. Til þess að það gangi þarf ýmislegt að falla með okkur. Það er spáð kulda eftir helgina sem við erum dálítið spennt fyrir. Snjóframleiðsluvélarnar hafa gengið hjá okkur í vikunni en núna vorum við að slökkva á þeim. Þær þurfa um 5-6 stiga frost til að virka og einmitt núna er aðeins of hlýtt.“ Guðmundur segir Akureyringa misspennta yfir snjónum. „Þeir sem ekki eru mikið fyrir snjó horfa stundum undarlega á mig og segja: „Jæja, þetta vildir þú.“ Aðrir, sem bíða eftir að fara á skíði, klappa mér á bakið og eru kátir yfir öllum snjó sem fellur. Tilhlökkunin yfir opnun er alltaf mikil meðal skíðafólks.“ | gt Bráðum fyllast brekkurnar í Hlíðar- fjalli af skíðafólki af öllum stærðum. Ég hef ekki þurft að hjálpa foreldrum mín- um með tungumálið. Aldrei þurft að þýða heimilisbókhald eða læknisheimsóknir. Það er frekar í skólan- um. Margir pólskir krakkar eiga erfitt með að skilja íslensku eða tala, sérstaklega þeir sem eru nýir, og þá bregð ég mér oft í hlutverk túlksins. 7.990 kr. Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | www.tapas.isAðeins framreitt fyrir allt borðið Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Tvíreykt hangikjötstartar með balsamik vinaigrette • Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax • Spænsk marineruð síld með koríander og mangó • Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús •Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir • Rise a la mande með berjasaft • Ekta súkkulaðiterta

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.