Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Allir virðast vera með flensu þessa dagana enda flensa óhjá- kvæmilegur hluti vetrarins. Til að fyrirbyggja flensu er gott að þvo sér reglulega um hendur, drekka nóg vatn og stunda hreyfingu reglulega. Fyrir þá sem þegar eru komnir með flensu eru eftirfarandi atriði góð til að draga úr veikindun- um og hjálpa við ná heilsunni á ný. Drekka cayennepiparte, blanda cayennepipar út í heitt vatn. Ólífulaufþykkni. Eða pens- ím nútímans. Það má taka til að fyrirbyggja kvef og flensur, þykknið er líka virkt gegn streptókokk- um. Virkni ólífulaufs- þykknis er mjög góð gegn síþreytu og skertri starf- semi ónæmiskerfisins. Hvítlaukur, hann styrkir ónæm- iskerfið. Margt bendir til að hann hafi einnig vírusdrepandi eiginleika og er því tilvalinn í baráttunni gegn kvefi og inflúensu. Virkur gegn eyrna- bólgum. Drekka engiferte, við hósta og kvefi á byrjunarstigi. Engifer er mjög hitagefandi, setur hita í kroppinn með því t.d. að rífa niður ferska rót út í súpurnar og grænmetisréttina. Einnig má rífa niður engiferrót í fótabaðið fyrir kalda fætur. Góður svefn og slökun eru nauðsyn fyrir góða heilsu. Þegar okkur líður vel og erum í góðu jafnvægi er líklegra að við stöndum af okkur flensur, kvef og umgangspestir. Borða auðmeltanlegan mat, eins og súpur. Ekki brasaðan, steiktan mat sem að líkaminn þarf að nota mikla orku við að melta. Sólhattur, hann hef- ur reynst prýðilega sem fyrirbyggj- andi gegn kvefi og flensum. Mikill kostur við sólhatt er að auk þess að styrkja ónæm- iskerfið, vinnur hann á sýklum, án þess að skaða gerlagróður meltingarfær- anna. Góð ráð gegn blessaðri flensunni Nenna ekki Línu Langsokk enn og aftur Reykjavík Dans Festival heldur hátíð sem tileinkuð er unglingnum. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Það að vera unglingsstelpa er skemmtilegt, skrítið og stundum erfitt,“ segir Valgerður Birna Jónsdótt-ir sautján ára sem tekur þátt í uppfærslu á verkinu Grrrrls á Únglingnum í Reykjavík Dance Festival. Um er að ræða þriggja daga dans- og sviðslistahátíð þar sem sýnd verða dansverk, aðallega fyrir unglinga. Ásrún Magnúsdótt- ir er höfundur verksins og einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Það er til rosa mikið af efni fyr- ir börn og fullorðna en ekki ung- linga. Þeir nenna ekki að sjá enn eina uppsetninguna á Línu Lang- sokk. Ég og listrænir stjórnend- ur Reykjavík Dance Festival, þau Erna og Valdimar, höfum gengið með þá hugmynd í kollinum að gera hátíð tileinkaða unglingum en það er ansi vítt hugtak. Krakka á aldrinum 12-20 ára. Og nú er komið að því.“ „Bæði er verkunum ætlað að höfða til unglinga en svo eru þeir líka þátttakendur í verkunum. Annars vegar í Grrrrls, en 15 stelp- ur taka þátt í þeirri uppsetningu, og síðan eru rúmlega 15 krakkar í sýningunni Dare Night.“ „Það er svona femínísk flóð- bylgja á Íslandi sem hefur verið í gangi og mig langaði að kanna hvað yngri stelpur væru að pæla. Þeirra pælingar snúast um að taka pláss, láta ekkert stoppa sig, eru mjög meðvitaðar um að vera ungar konur og standa saman í því,“ segir Ásrún. Valgerður tekur til máls. „Ég sá auglýsingu frá Ásrúnu um að hún væri að leita eftir stelpum í verkið og sló til. Ég æfi ekkert dans en gerði það einu sinni. Flestar stelpurnar í hópnum æfa þó djassballet og eru 14 og 15 ára, við erum tvær í hópnum sem erum í menntaskóla,“ segir Valgerður Birna. „Grrrrls fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvernig stelpur standa saman og fyrir hvað þær standa. Ein fyrir allar og allar fyrir eina. Útgangspunkturinn er að ég hef verið unglingsstelpa og veit hvernig það er, þær eru unglings- stelpur og vita hvernig það er en enginn annar, sem ekki hefur ver- ið það, veit hvað þetta þýðir,“ segir Ásrún. „Í verkinu byrjum við að kynna okkur, sem gefur dálítið sterk skilaboð, því við erum einstak- lingar hver og ein – að dansa. Farið er með kröftuga ræðu þar sem ein segir: Við ætlum að dansa fyrir allar stelpur sem hafa verið ung- lingsstelpur, þær sem eiga það eft- ir, þær sem verða það ekki og svo framvegis,“ segir Valgerður. „Verkið skiptist í sjö senur. Í öðru atriði löbbum við fram og leggjumst niður, erum latar og höfum það kósí sem er lýsandi fyr- ir raunveruleika unglingsins. Í enn öðru atriði erum við brjálaðar því allir hafa átt sín brjáluðu móment sem unglingar. Svo er önnur sena þar sem við tæklum samfélags- miðla. Hoppum við lag sem heit- ir Internet. Aðstæður truflandi þannig maður verður stöðugt fyrir áreiti, sem er lýsandi fyrir samfé- lagsmiðlana.“ „Ég sá eitthvað rómantískt við það að gera dansverk um ung- lingsárin. Mig langaði ekki bara að fjalla um mig í því samhengi held- ur tala við þær sem eru unglingar í dag. Fá þær til að svara þessum spurningum, hvað það er að vera unglingsstelpa bæði hér, hvað mig varðar, þær og allar aðrar ung- lingsstelpur, í Bandaríkjunum þess vegna,“ segir Ásrún. „Maður upplifir í raun allan til- finningaskalann þegar maður er unglingsstelpa. Það er erfitt að lýsa því í orðum. Því er best lýst í þessu verki,“ segir Valgerður. Þess má geta að fyrir hvern miða fyrir fullorðna fá fimm ung- lingar frítt inn á sýningu. Grrrrls fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvernig stelpur standa saman og fyrir hvað þær standa. Ásrún Magnúsdóttir Hryllingur á Akranesi Lovísa Lára Halldórsdóttir heldur fyrstu hryllings- myndahátíð Íslands um helgina. Lovísa ólst upp við hryllingsmyndir og segir Akranes fullkomna staðsetn- ingu fyrir hátíðna, með sitt gamla bíóhús á drungaleg- um stað við sjóinn. „Kvikmyndaáhugi minn vaknaði með hryllings- myndum því ég á eldri systur sem var alltaf að láta okkur yngri systkinin horfa á hryllingsmyndir. Þegar hún passaði okkur horfðum við bara á hryllingsmynd- ir og ég held að við höfuð leigt allar þær sem voru í boði á vidjóleigunni,“ segir Lovísa Lára Halldórsdótt- ir, kvikmyndagerðakona og skipuleggjandi Hryllings- myndahátíðarinnar Frostbiter sem haldin verður í fyrsta sinn um helgina. „Eftir kvikmyndanámið og að hafa unnið við kvik- myndagerð var ég dálítið smeyk við að fara út í hryll- ingsmyndirnar sjálf,“ segir Lovísa sem komst yfir hræðsluna og hefur nú gert þrjár hryllingsstuttmyndir sem hafa ferðast um hryllingshátíðir erlendis. „Mér fannst aldrei vera vettvangur til að sýna þær hér og ég veit að aðrir eru í sömu sporum, svo við ákváðum að stofna bara okkar eigin hátíð. Við fengum sendar um 200 myndir að utan að velja úr og svo verða líka íslenskar myndir.“ Frostbiter verður haldin á Akranesi og segir Lovísa það vera mjög rökréttan stað fyrir hryllingshátíð. „Maðurinn minn er frá Akranesi og okkur datt þessi staðsetning strax í hug. Það er rosalega flott gamalt bíóhús þarna sem stendur við sjóinn á stað sem getur orðið dálítið drungalegur, með öldum og „spúkí“ vita í bakgrunninn. Það er ekki í leiðinni fyrir neinn að fara á Akranes svo nú er komin góð ástæða til að kíkja í þennan frábæra bæ.“ | hh Lovísa valdi fimm bestu hryllingsmyndir allra tíma: 1. Don’t look now eftir Nicolas Roeg 2. The Brood eftir David Cronenberg 3. Rosemary’s baby eftir Roman Polanski 4. Evil Dead 2 eftir Sam Raimi 5. The Shining eftir Stanley Kubrick Ásrún segir mikilvægt að halda hátíð fyrir unglinga líka. Valgerður Birna dansar í verkinu Grrrrls sem sýnt verður um helgina. Myndir | Hari 9 dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.