Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 32
Ódýrt
Þú átt örugglega nóg af grænmeti í
ísskápnum sem þú veist ekkert hvað
skal gera við. Hvernig væri að henda
því á pönnu, pipra og salta, steikja
vel og lengi og hella síðan skál
af eggjum yfir, bíða í nokkrar
mínútur og viti menn: Kominn
með afbragðsgóða ommilettu
og einfaldan kvöldmat.
Árstíðarbundið
Tómat-karríkjúkling-
ur. Nú er tími
tómatanna svo það
er um að gera að henda
í einn tómatakarrírétt.
Tómatar, þrjár teskeiðar karrí,
pipar og chilli, kjúklingabitar, rjómi og saxað-
ur kóríander. Hrísgrjón með. Nammi namm.
Vegan
Klassíska Mexíkósúpan klikkar sjald-
an og vel er hægt að hafa hana vegan.
Kjúklingnum sleppt og mjólkurvörunum.
Auðvelt að nálgast uppskriftir um vegan-
mexíkósúpur. Líka hægt að
bjóða kjötætunum í fjöl-
skyldunni með því allir
elska mexíkóskan mat.
Muna flögurnar!
GOTT
Í
MATINN
Tölum um…
Westworld
Herdís Ásgeirsdóttir
Geðveikir þættir. Ég er
yfirleitt ekki hrifin af
vestrum en hvernig
söguþræðirnir eru
fléttaðir inn í stóru
myndina, skemmti-
garðinn Westworld,
heldur manni sannar-
lega við efnið. Góðir leikarar, áhuga-
verðar pælingar, vélmenni sem líkj-
ast svo fólki að þú veist ekki hvað
snýr upp og hvað niður. Gestir
Westworld mega síðan gera íbúum
hans hvað sem þeim sýnist. Einhvers
konar „next level“ tölvuleikur þar
sem allt má og þitt sanna sjálf kemur
loks í ljós. Mæli með!
Stefán
Halldórsson
Upphaflega kvik-
myndin er vel
geymd í nostalgí-
unni og var ég því
hikandi við að gefa
þáttunum séns. Þær
áhyggjur hurfu fljótt og eftir sitja
fantagóðir þættir sem krefjast athygli
og launa hana með skarpri persónu-
sköpun, þéttri fléttu og óaðfinnan-
legri tæknilegri vinnslu. Það vottar
ekki fyrir feilnótu í leikarahópnum,
valin kona og maður í hverri rullu
og sérstaklega er hressandi að sjá Sir
Anthony Hopkins í rullu sem er hon-
um verðug.
Björn Grétar
Baldursson
Ég hef fylgst með
Westworld frá því
fyrsti þáttur kom
út. Skemmtileg
blanda framtíðar-
tækni til þess að skapa heim
sem er löngu liðinn. Það sem kemur
á óvart er að maður fylgir ekki einni
sögu eftir heldur mörgum. Það er
síður en svo ruglandi og gaman að
sjá hvernig sögurnar tvinnast rólega
saman. Á sama tíma koma nýja upp-
lýsingar í ljós svo maður getur varla
beðið eftir næsta þætti. Mikil vinna
er lögð í söguna og tölvubrellur. Leik-
araval ekki af síðri endanum eins og
Anhtony Hopkins og ný andlit sem
meiriháttar er að fylgjast með.
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Virkar lausnir frá OptiBac
„One Week Flat“
Minnkar þembu og vindgang