Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 42
Baileysmarineraðir sveppir í
smjördeigshjúpi og fleira gúmmelaði.
Spennandi
jólamatur
grænkerans
10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað
g elda aldrei það sama
tvenn jól í röð og finnst
skemmtilegast að bjóða
upp á marga mismun-
andi rétti með ólíku bragði,“ seg-
ir Hanna Hlíf Bjarnadóttir, einn
höfundur matreiðslubókarinnar
Eldhús grænkerans sem kom út í
vikunni. Hanna hefur verið græn-
metisæta í yfir 30 ár og þann tíma
þróað og búið til fjöldann allan af
uppskriftum sem hún deilir nú loks
í hinni nýútkomnu bók. Í bókinni
eru grænmetisréttir sem sumir eru
vegan en sérkafli er með uppskrift-
um að veganhráefni, s.s vegan-
rjóma, vegansmjöri og tillögum að
því sem nota má í stað eggja.
Minnkun matarsóunar er Hönnu
hugleikin en hún hefur gegnum tíð-
ina lært að nýta hráefni upp til agna
og það er afar sjaldan sem matur
endar í ruslinu á heimilinu. „Mér
finnst ekki spennandi að borða
saman matinn tvo daga í röð. Fyrir
mörgum árum byrjaði ég að nýta
afganga á þann hátt að ég bjó til
eitthvað spennandi úr afgöngunum
í staðinn fyrir að hita þá bara upp.
Svona hafa margir af mínum bestu
réttum orðið til,“ segir Hanna sem
deilir með okkur nokkrum réttum
úr bókinni sem sóma sér fullkom-
lega í jólamatinn.
É
Austurlenskt
sykur baunasalat
f. 6
150 g sykurbaunir
2 cm ferskt engifer
1 msk kókosolía
1 msk sesamolía
½ msk gul sinnepsfræ
1 tsk cuminduft
1 tsk túrmerik
1-2 tsk púðursykur
1 grænt chilialdin, saxað
2½ tsk grænmetiskraftur eða 1
grænmetisteningur
150 ml vatn
handfylli kóríander, saxað
1 dl furuhnetur, ristaðar
• Skolið baunirnar og þerrið. Af-
hýðið engifer og skerið í þunnar
ræmur. Hitið kókosolíu og se-
samolíu á pönnu við meðalhita.
• Þegar olían er orðin heit, dreifið
sinnepsfræjum á pönnuna.
Bætið engifer saman við þegar
sinnepsfræin byrja að „poppa“,
hrærið saman í um 1 mín. Bætið
restinni af kryddinu við og látið
malla í um 2 mín.
• Setjið baunirnar saman við og
hrærið, bætið þá grænmetis-
krafti og vatni saman við. Sjóðið
við vægan hita í u.þ.b. 5-8 mín.
• Bætið að síðustu kóríander og
ristuðum hnetum saman við og
hrærið. Færið baunirnar upp
á fat og gætið þess að skafa öll
góðu kryddin og grænmetið yfir,
ekkert má fara til spillis!
Kúrbítsvafinn
aspas
1 stór kúrbítur
100g ferskur aspas (má nota úr
dós ef ekki fæst ferskur)
10-12 graslaukar eða tann-
stönglar
3-4 msk rifinn reyktur ostur eða
sterkur cheddar
3 msk ristaðar möndluflögur
svartur pipar
• Hitið ofninn í 190°C. Skerið
kúrbítinn langsum í u.þ.b. ½ cm
sneiðar. Ef hann er mjög langur
er hægt að skipta sneiðunum til
helminga.
• Steikið kúrbítssneiðarnar upp
úr olíu og leggið þær á fat þegar
þær eru orðnar mjúkar.
• Sjóðið aspas í söltu vatni í
u.þ.b. 5 mín. Leggið 2-3
aspasa þvert á kúrbít-
sneiðarnar og rúllið
kúrbítnum upp.
Bindið saman með
nokkrum graslauk-
um eða stingið
tannstöngli í gegn
til þess að halda
rúllunni lokaðri.
• Leggið kúrbíts-
rúllurnar ofan á
aspassósuna og
dreifið ostinum yfir
ásamt möndluflögum
og svörtum pipar. Hitið í
u.þ.b. 20 mín.
Bailey's
marineraðir
sveppir í
smjördeigi með
sinneps- og
sérrísósu
f. 4-6
200 g ferskir sveppir að eigin
vali*
1 dl Baileys
3–4 skalottlaukar, smátt
saxaðir
50 g smjör
1 msk sojasósa
1 dl ferskar döðlur, saxaðar
½ pera, rifin
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk þurrkað tímían
1 tsk þurrkað rósmarín
1-2 msk grófkorna sinnep
10 saltkexkökur, muldar
5 msk brauðrasp
100 g pekanhnetur, saxaðar gróft
1 tsk salvía
1 tsk laukduft
vatn, ef þarf
svartur pipar, eftir smekk
smjördeigsrúlla (notið
filodeig ef vegan)
• Skerið sveppina frekar
smátt og látið liggja í Baileys í
um 12 klst. eða yfir nótt.
• Steikið skalottlauk upp úr
smjöri þar til hann er farinn að
mýkjast. Setjið sveppina saman
við og restina af Baileys vökvan-
um ef einhver er.
• Bætið restinni af hráefnunum
saman við og hrærið vel. Ef
fyllingin er mjög þurr má bæta
smávegis af vatni saman við til
að hráefnin nái að blandast vel
saman.
• Hitið ofninn í 200°C. Leggið
smjördeigið á hveitistráða borð-
plötu og fletjið út. Skerið deigið
í jafna hluta, það á að vera hægt
að ná 6 ferningum úr einni
plötu.
• Setjið fyllingu á annan helm-
inginn af hverjum ferningi og
passið að skilja eftir brún svo
hægt sé að loka.
• Leggið helminginn, sem ekki er
með fyllingu, yfir fyllinguna og
lokið vel með gaffli.
• Raðið koddunum á bökunar-
pappír og bakið í u.þ.b. 30-40
mín. eða þar til deigið er orðið
gullið á lit.
*Ég set ferska sveppi beint í bréfpoka
þegar ég kem úr búðinni, þeir endast
mun lengur þannig.
Aspassósa
400 ml rjómi
4–6 msk aspassafi
2 msk tamarisósa
1 hvítlauksrif, pressað
1 msk chilisulta
3 msk reyktur ostur eða sterkur
cheddar
• Setjið allt saman í pott og hitið
að suðu.
• Takið pottinn af hitanum og
hellið sósunni í eldfast mót.
Chili- og paprikusulta
4 dl
6 stk rauð chilialdin, fræ-
hreinsuð
2 rauðar paprikur
300g sykur (má vera strásykur
og púðursykur til helm-
inga)
150 ml eplaedik
3 tsk sultuhleypir
• Setjið chilialdin og papriku í
matvinnsluvél og saxið smátt.
• Setjið í pott ásamt sykri, ediki
og sultuhleypi og sjóðið í u.þ.b.
7-10 mín.
• Setjið í sótthreinsaðar krukkur.
Sinneps- og sérrísósa
100 g þurrkaðir sveppir
1 laukur, saxaður smátt
1 msk smjör eða 1 msk. olía
1–2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk sojasósa
2 msk grófkorna sinnep
500 ml rjómi
2 tsk grænmetiskraftur eða 1
grænmetisteningur
2-3 msk sérrí, má nota sérríedik
• Leggið sveppina í volgt vatn í 20-
30 mín., skerið þá síðan frekar
smátt.
• Steikið laukinn í smjöri þar til
hann er orðinn glær. Bætið
sveppunum og hvítlauk saman
við og látið malla í fáeinar mín.
• Bætið öllu nema sérríinu við og
hitið að suðu. Lækkið hitann og
bætið sérríinu við að síðustu.
• Látið malla í 4-6 mín.
Myndir | Rut