Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 42

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 42
Baileysmarineraðir sveppir í smjördeigshjúpi og fleira gúmmelaði. Spennandi jólamatur grænkerans 10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað g elda aldrei það sama tvenn jól í röð og finnst skemmtilegast að bjóða upp á marga mismun- andi rétti með ólíku bragði,“ seg- ir Hanna Hlíf Bjarnadóttir, einn höfundur matreiðslubókarinnar Eldhús grænkerans sem kom út í vikunni. Hanna hefur verið græn- metisæta í yfir 30 ár og þann tíma þróað og búið til fjöldann allan af uppskriftum sem hún deilir nú loks í hinni nýútkomnu bók. Í bókinni eru grænmetisréttir sem sumir eru vegan en sérkafli er með uppskrift- um að veganhráefni, s.s vegan- rjóma, vegansmjöri og tillögum að því sem nota má í stað eggja. Minnkun matarsóunar er Hönnu hugleikin en hún hefur gegnum tíð- ina lært að nýta hráefni upp til agna og það er afar sjaldan sem matur endar í ruslinu á heimilinu. „Mér finnst ekki spennandi að borða saman matinn tvo daga í röð. Fyrir mörgum árum byrjaði ég að nýta afganga á þann hátt að ég bjó til eitthvað spennandi úr afgöngunum í staðinn fyrir að hita þá bara upp. Svona hafa margir af mínum bestu réttum orðið til,“ segir Hanna sem deilir með okkur nokkrum réttum úr bókinni sem sóma sér fullkom- lega í jólamatinn. É Austurlenskt sykur baunasalat f. 6 150 g sykurbaunir 2 cm ferskt engifer 1 msk kókosolía 1 msk sesamolía ½ msk gul sinnepsfræ 1 tsk cuminduft 1 tsk túrmerik 1-2 tsk púðursykur 1 grænt chilialdin, saxað 2½ tsk grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur 150 ml vatn handfylli kóríander, saxað 1 dl furuhnetur, ristaðar • Skolið baunirnar og þerrið. Af- hýðið engifer og skerið í þunnar ræmur. Hitið kókosolíu og se- samolíu á pönnu við meðalhita. • Þegar olían er orðin heit, dreifið sinnepsfræjum á pönnuna. Bætið engifer saman við þegar sinnepsfræin byrja að „poppa“, hrærið saman í um 1 mín. Bætið restinni af kryddinu við og látið malla í um 2 mín. • Setjið baunirnar saman við og hrærið, bætið þá grænmetis- krafti og vatni saman við. Sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 5-8 mín. • Bætið að síðustu kóríander og ristuðum hnetum saman við og hrærið. Færið baunirnar upp á fat og gætið þess að skafa öll góðu kryddin og grænmetið yfir, ekkert má fara til spillis! Kúrbítsvafinn aspas 1 stór kúrbítur 100g ferskur aspas (má nota úr dós ef ekki fæst ferskur) 10-12 graslaukar eða tann- stönglar 3-4 msk rifinn reyktur ostur eða sterkur cheddar 3 msk ristaðar möndluflögur svartur pipar • Hitið ofninn í 190°C. Skerið kúrbítinn langsum í u.þ.b. ½ cm sneiðar. Ef hann er mjög langur er hægt að skipta sneiðunum til helminga. • Steikið kúrbítssneiðarnar upp úr olíu og leggið þær á fat þegar þær eru orðnar mjúkar. • Sjóðið aspas í söltu vatni í u.þ.b. 5 mín. Leggið 2-3 aspasa þvert á kúrbít- sneiðarnar og rúllið kúrbítnum upp. Bindið saman með nokkrum graslauk- um eða stingið tannstöngli í gegn til þess að halda rúllunni lokaðri. • Leggið kúrbíts- rúllurnar ofan á aspassósuna og dreifið ostinum yfir ásamt möndluflögum og svörtum pipar. Hitið í u.þ.b. 20 mín. Bailey's marineraðir sveppir í smjördeigi með sinneps- og sérrísósu f. 4-6 200 g ferskir sveppir að eigin vali* 1 dl Baileys 3–4 skalottlaukar, smátt saxaðir 50 g smjör 1 msk sojasósa 1 dl ferskar döðlur, saxaðar ½ pera, rifin 2 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk þurrkað tímían 1 tsk þurrkað rósmarín 1-2 msk grófkorna sinnep 10 saltkexkökur, muldar 5 msk brauðrasp 100 g pekanhnetur, saxaðar gróft 1 tsk salvía 1 tsk laukduft vatn, ef þarf svartur pipar, eftir smekk smjördeigsrúlla (notið filodeig ef vegan) • Skerið sveppina frekar smátt og látið liggja í Baileys í um 12 klst. eða yfir nótt. • Steikið skalottlauk upp úr smjöri þar til hann er farinn að mýkjast. Setjið sveppina saman við og restina af Baileys vökvan- um ef einhver er. • Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel. Ef fyllingin er mjög þurr má bæta smávegis af vatni saman við til að hráefnin nái að blandast vel saman. • Hitið ofninn í 200°C. Leggið smjördeigið á hveitistráða borð- plötu og fletjið út. Skerið deigið í jafna hluta, það á að vera hægt að ná 6 ferningum úr einni plötu. • Setjið fyllingu á annan helm- inginn af hverjum ferningi og passið að skilja eftir brún svo hægt sé að loka. • Leggið helminginn, sem ekki er með fyllingu, yfir fyllinguna og lokið vel með gaffli. • Raðið koddunum á bökunar- pappír og bakið í u.þ.b. 30-40 mín. eða þar til deigið er orðið gullið á lit. *Ég set ferska sveppi beint í bréfpoka þegar ég kem úr búðinni, þeir endast mun lengur þannig. Aspassósa 400 ml rjómi 4–6 msk aspassafi 2 msk tamarisósa 1 hvítlauksrif, pressað 1 msk chilisulta 3 msk reyktur ostur eða sterkur cheddar • Setjið allt saman í pott og hitið að suðu. • Takið pottinn af hitanum og hellið sósunni í eldfast mót. Chili- og paprikusulta 4 dl 6 stk rauð chilialdin, fræ- hreinsuð 2 rauðar paprikur 300g sykur (má vera strásykur og púðursykur til helm- inga) 150 ml eplaedik 3 tsk sultuhleypir • Setjið chilialdin og papriku í matvinnsluvél og saxið smátt. • Setjið í pott ásamt sykri, ediki og sultuhleypi og sjóðið í u.þ.b. 7-10 mín. • Setjið í sótthreinsaðar krukkur. Sinneps- og sérrísósa 100 g þurrkaðir sveppir 1 laukur, saxaður smátt 1 msk smjör eða 1 msk. olía 1–2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk sojasósa 2 msk grófkorna sinnep 500 ml rjómi 2 tsk grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur 2-3 msk sérrí, má nota sérríedik • Leggið sveppina í volgt vatn í 20- 30 mín., skerið þá síðan frekar smátt. • Steikið laukinn í smjöri þar til hann er orðinn glær. Bætið sveppunum og hvítlauk saman við og látið malla í fáeinar mín. • Bætið öllu nema sérríinu við og hitið að suðu. Lækkið hitann og bætið sérríinu við að síðustu. • Látið malla í 4-6 mín. Myndir | Rut
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.