Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 46
14 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016
Jólakortamynd fjölskyldunnar frá því í fyrra. Katrín, ásamt eiginmanni sínum
Tjörva, og börnum þeirra, Eddu Brynju, Kára Karli og Önju Valborgu.
Hugurinn leitar heim
Fjölmargir Íslendingar eru búsettir erlendis. Sumir hverjir koma til
Íslands til að fagna jólunum, en aðrir leita leiða til að halda íslensk
jól í útlöndum og þá stundum í bland við siði heimamanna. Börn
sem setja skóinn út í glugga fá íslensku jólasveinana í heimsókn,
jafnvel þó þeir þurfi að ganga yfir sjó og land.
Hjálpar að
geta stillt á
RÚV
Katrín Sigurðardóttir hefur
búið í 17 ár í Bandaríkjunum
ásamt fjölskyldu, rétt utan við
Minneapolis í Minnesota fylki.
Katrín og fjölskylda hennar hafa
haldið í þanni íslenska sið að fagna
jólunum á aðfangadag, reyndar með
smá fráviki. „Við breyttum kvöld-
matnum í hádegismat því maðurinn
minn, Tjörvi, var á vakt frá klukkan
sex eitt aðfangadagskvöld. Það virk-
aði svo vel að við héldum því áfram.
Krakkarnir eru ekki yfirspenntir
þannig að við náum að sitja lengur
við matarborðið og kvöldsvæfir fjöl-
skyldumeðlimir njóta sín líka betur.
Auk þess getum við hringt í ættingja
á Íslandi og þakkað fyrir okkur áður
en nóttin skellur á þar. Við hlustum
alltaf á messuna á netinu yfir matn-
um og felum möndlu í eftirmatnum.
Það er engin föst regla á því hvað er
í matinn, nema ég verð að gera einn
ákveðinn sætan kartöflurétt ef ég
vil halda öllum góðum. Við höfum
verið grænmetisætur síðustu 10 ár
svo við erum ennþá að velja „okk-
ar“ jólamat,“ segir Katrín.
Bandarískar jólahefðir hafa að
sjálfsögðu ratað inn til fjölskyldunn-
ar sem setur meðal annars upp tréð
í kringum þakkargjörðarhátíðina
og sokkar eru hengdir á arinhill-
una. Hinsvegar setja börnin skó-
inn út í glugga 11. desember og bíða
spennt eftir íslensku jólasveinunum
víðförlu.
„Kvenfélagið Hekla sér um jóla-
Áslaug Hersteinsdóttir Höltta
hefur búið í Helsinki í sautján
ár. Hún blandar saman íslensk-
um og finnskum jólum sem eru
að mörgu leyti svipuð, en sakn-
ar áramótagleðinnar á Íslandi
sem hún segir einstaka.
„Á aðfangadag erum við með fjöl-
skyldu mannsins míns á lítilli eyju
í nokkra daga. Þar hjálpast allir að
við undirbúninginn, aðallega fyr-
ir borðhaldið. Aðalrétturinn á að-
fangadag er kinku sem er skinka
og innbakað grænmetismauk
sem er kallað laatikko. Jólagjaf-
irnar eru gefnar af jólabokka eða
joulupukki og eru þær ekkert endi-
lega frá mömmu og pabba eða afa
og ömmu,“ segir Áslaug. Börnin
hennar fá líka litlar gjafir frá ís-
lensku jólasveinunum sem koma og
gefa þeim í skóinn og er ein þeirra
hefða sem hafa fylgt Áslaugu frá Ís-
landi. Auk þess fær hún sendingu af
íslensku jólaöli og mat um hver jól.
„Finnarnir í minni fjölskyldu eru
mjög hrifnir af jólaölinu og íslenska
lambinu og fiskinum. En það tíðkast
að borða fisk á jólunum hér og þykir
herramannsmatur.“
„Ég hef algjörlega tekið finnsku
jólin í sátt með þeirri blöndu af
íslenskum mat og drykk sem ég
taldi upp. Rólegheitin sem fylgja
því að jólafriði sé lýst yfir í beinni
útsendingu frá Turku á hádegi og
jólasaunan sem fylgir í kjölfarið
eru dásamleg fyrirbæri. Ég sakna
hinsvegar hræðilega mikið ára-
mótanna á Íslandi og allra þeirra
hefða sem þeim fylgja, en það vant-
ar alveg í Finnlandi. Í fyrsta lagi er
ekki hefð fyrir því að vera í faðmi
fjölskyldunnar, og það eru engar
brennur og ekki mikið lagt upp úr
matnum. Það eina skemmtilega við
áramótin í Finnlandi er þegar skeif-
ur úr tini eru bræddar í sjóðandi
heitu vatni og síðan spáð fyrir um
komandi ár út frá lögun þeirra.“
Saknar áramóta á Íslandi
Áslaug Hersteinsdóttir Hötta segir
íslenska jólaölið slá í gegn hjá Finnun-
um í sinni fjölskyldu.
Ofnbakað græn-
meti. Á aðfangadag
eru ofnbakaðir
grænmetisréttir og
skinka á borðum í
Finnlandi.
Svala Björgvinsdóttir hefur
búið í rúm 7 ár í Los Angel-
es ásamt eiginmanni sínum,
Einari Egilssyni.
„Ef ég er í L.A. yfir jólin þá hef ég
haldið upp á þau með Einari og vin-
um okkar þar í borg. Bróðir minn
var einu sinni hjá okkur um jólin
og þá héldum við upp á jólin með
honum en höfum annars verið með
nánum vinum okkar hérna í L.A.
yfir aðfangadag og eldað saman.
Við drekkum Malt og Appelsín og
borðum laufabrauð. Það er hægt að
kaupa það hérna og svo er vinkona
mín, hún Anita Briem, svaka flink
að baka þau. Og auðvitað hlustum
bara á íslensk jólalög.
Fyrir mér eru jólin tími til að
borða rosalega mikið og vera í þægi-
legum fötum í kósí stemningu með
fjölskyldu eða góðum vinum og
horfa á bíómyndir langt fram á nótt
og spila skemmtileg spil og bara
slappa af,“ segir Svala og bætir svo
við: „Og sofa og lesa góðar bækur.“
Frá því hún flutti til Bandaríkj-
anna hefur hún oftast haldið jólin
í L.A. „Mér finnst gott að halda jól
hérna, það er allt svo afslappað og
allstaðar opið. Hér búa auðvitað svo
margir og trúarbrögðin eru ólík og
alls ekki allir sem halda upp á jólin.
Veðrið er gott og ég finn ekki fyrir
neinu jólastressi.“
Hún segist helst sakna fjöl-
skyldunnar á Íslandi um jólin og
matarins sem pabbi hennar eldar.
„Hann er geggjaður kokkur og út-
býr svakalegar veislur á aðfangdag,“
segir Svala. „Ég sakna líka snjósins.
Sérstaklega yfir jólin, svo má hann
hverfa,“ segir Svala og hlær.
Hún segist alltaf hugsa til Íslands
á jólunum og þá mest helst til fjöl-
skyldu og náinna vina. „Það vakna
alltaf yndislegar minningar um
jólin með fjölskyldunni minn. Snjór
og myrkur en samt allt í jólaljósum
allstaðar og fólk að kaupa jólagjafir í
slyddu og snjó. Pabbi að elda kalkún
og fyllingu um hádegi á aðfangadag
og mamma að gera allt fínt og klára
að pakka inn gjöfum. Svo er það
minningin að keyra út jólagjafirn-
ar rétt fyrir hádegi á aðfangadegin-
um. Svo man ég alltaf eftir því að ég
og Krummi bróðir reyndum alltaf
að halda okkur vakandi þegar við
svo lítil á Þorláksmessu til að geta
njósnað um mömmu og pabba vera
að pakka inn gjöfunum okkar. Það
var svo spennandi og maður gat
ekki beðið eftir að rífa utan af öllum
pökkunum og sjá hvað væri í þeim.“
Kaupir laufabrauðið í L.A.
Svala nær að skapa jólastemningu
heima fyrir þó hið norræna jólaveður
sé víðsfjarri.
barnaball á hverju ári hérna í
Minneapolis og þar mætum við
í okkar fínasta pússi og dönsum í
kringum tréð. Mér finnst mikil-
vægt að allir fái bók og jóladag-
ur er alger hvíldardagur þar sem
markmiðið er að vera á náttfötun-
um, borða súkkulaði og afganga
af jólamatnum. Sankti Kláus mæt-
ir svo með smá reyting af pökkum
á jóladagsmorgun og börnin skilja
eftir möndlumjólk og jólakökur
sem hann gæðir sér á þegar hann
stoppar.“
Söknuðurinn til Íslands gerir þó
alltaf vart við sig og hugurinn leit-
ar heim.
„Auðvitað leitar hugurinn mest
heim til fólksins okkar um hátíðarn-
ar. Ég sakna mest tímans með stór-
fjölskyldunni; að hitta alla í jóla-
boði og drekka malt og appelsín.
Þar að auki er ég alin upp í kór og
sakna þess að heyra jólasálmana
á íslensku. Á síðasta jólaballi tók-
um við okkur saman nokkur og
sungum Heims um ból í kringum
píanóið. Það fylgir því alltaf smá
gæsahúð. Það hjálpar að geta stillt
á RÚV og hlustað á jólakveðjurnar
og yndislegu lesnu auglýsingarnar.
Svo sakna ég laufabrauðs og þess
að ganga niður Laugaveginn á Þor-
láksmessu. Við erum svo heppin að
við höfum oftast gesti frá Íslandi
hjá okkur um jólin og þeir hafa
komið með þetta nauðsynlegasta.
Í gegnum ári höfum við fengið Ora
grænar baunir og rauðkál, Malt og
Appelsín, mölbrotið laufabrauð og
auðvitað Nóa konfekt.“
www.heklaislandi.is - S: 6993366
Íslensk hönnun
- fyrir þig -