Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 50
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Chai Latte frá grunni Ljúffengur kryddaður drykkur Chai-latte á sérstaklega vel við á þessum árstíma. Chai: 2 bollar vatn 2 tepokar af svörtu tei 2 negulnaglar 1 tsk. kanill ½ tsk. engifer ½ tsk. kardimommukrydd ½ tsk. múskat 2 msk. hlynsíróp Latte: ½ bolli chai (uppskrift að ofan) ¾ bolli g-mjólk eða kókosmjólk úr dós 1 msk hlynsíróp Kanill Chai-te inniheldur sömu krydd og eru í piparkökum og ætti því að teljast hinn fullkomni jóla- drykkur. Chai nýtur hinsvegar vinsælda allan ársins hring og á uppruna sinn að rekja til Ind- lands þar sem orðið chai þýðir te. Þegar talað er um chai-te er í raun verið að segja te-te, en það að sjálfsögðu gert til aðgreina Aðferð: • Setjið vatnið og allt kryddið í pott og þeytið í þar til suðan kemur upp. Slökkvið á hitan- um undir pottinum og leyfðu kryddinu að standa í vatninu í fimm mínútur. • Þegar fimm mínútur hafa liðið þá er kveikt aftur á hitanum og tepokunum og hlynsíróp- inu bætt út í. Leyfið suðunni að koma upp og slökkvið svo undir. Leyfið blöndunni að standa í fimm mínútur. Veiðið tepok- ana upp úr með sigti og leyfið vatninu að leka af þeim ofan í pottinn áður en þeim er fleygt. Taktu ½ bolla af chai teinu til hliðar en afganginn má geyma í kæli í allt að tvær vikur. • Hellið mjólkinni í pott, ásamt hlynsírópi og örlitlu kanil. Leyf- ið suðunni að koma rólega upp og hrærið vel í á meðan. Um leið og loftbólur fara að myndast og springa á yfirborðinu, þá er tími til að taka pottinn af hellunni. • Notið mjólkurþeytara eða töfrasprota til að þeyta mjólk- ina og búa til froðu. Það er líka hægt að hella mjólkinni í krukku með loki og hrista vel þar til froða myndast. • Hellið chai-tei í hálfan bollann og hellið mjólkinni og mjólk- urfroðunni varlega yfir. Stráið örlitlu af kanil yfir í lokin. það frá öðrum te-drykkjum. Hvort sem fólk neytir chai-latte alla daga eða bara til hátíðar- brigða þá er þetta tilvalinn drykkur til að ylja sér á yfir kertaljósi og draga að sér krydd- aðan jólailm. Margir eiga krydd í skápun- um sem notuð eru í piparköku- bakstur og eru tilvalin í Chai og því er ekki úr vegi að að gæða sér á chai á meðan dundað er við baksturinn. Aðferðin er ein- föld og fljótleg, þar sem hráefn- in eru einfaldlega soðin saman í potti. Chai má geyma í kæli í loftþéttum umbúðum í allt að tvær vikur. Jólablað 2016 Búðu til þitt eigið jólatrésskraut Einfalt og fallegt skraut sem fjölskyldan getur búið til saman. Það er alltaf gaman að föndra sitt eigið skraut á jólatréð og það þarf alls ekki að vera flókið eða krefjast mikils undirbúnings. Það er tilval- ið fyrir fjölskylduna að eiga góða stund saman á aðventunni, kveikja á kertum, setja jólalög á fóninn og föndra. Það er miklu skemmtilegra að skreyta tréð með persónulegu skrauti, sérstaklega sem börnin hafa búið til sjálf. Hérna eru þrjár skemmtilegar hugmyndir að jóla- trésskrauti sem eru frekar auðveld- ar í framkvæmd. Jólakönglar Könglar hafa verið notaðir í jólaskreytingar í gegnum árin og standa alltaf fyrir sínu. Það verður varla einfaldara að útbúa sitt eigið skraut, enda ættu allir að geta málað köngla. Þeir þurfa ekki endilega að vera hvítir og hægt er að nota þann lit sem passar best við aðrar skreytingar Þvottaklemmusnjókorn/stjörnur Ótrúlega sniðugt skraut og það eina sem þarf eru þvottaklemmur úr tré og lím. Svo getur reyndar verið skemmtilegt að mála klemmurnar hvítar, rauðar, gylltar eða silfurlitaðar og jafnvel setja á þær glimmer til að poppa þær upp. Snjókarlar úr töppum Það sem þarf í þetta skraut eru einfald- lega tappar, til dæmis af öllum maltflösk- unum sem drukknar eru með appelsíninu á aðventunni, hvít málning, litir, límbyssa og borðar í mismunandi lit. Þetta er skraut sem allir í fjölskyldunni ættu að geta út- búið og það er um að gera að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn þegar kem- ur að því að mála og teikna á tappana. Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Sölutímabil 2. – 16. desember Casa – Kringlunni og Skeifunni Epal – Kringlunni, Skeifunni og Hörpu • Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri • Hverfisgallerí - Hverfisgötu 4 Kokka - Laugavegi • Kraum - www.kraum.is Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Litla jólabúðin - Laugavegi • Líf og list - Smáralind Módern - Faxafeni 10 • Snúran - Síðumúla Þjóðminjasafnið - Suðurgötu • Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki • Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum • Valrós - Akureyri Netverslun – www.jolaoroi.is Pottaskefill
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.