Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 52

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 52
20 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Bráðnar í munni Snæfinnur sykurpúði Vel klæddir. Kökubitar eru notaðir sem hattar og hlaupormar sem treflar. Með nokkrum sykurpúðum og ímyndunarafli er hægt að búa til heila fjöskyldu af snjókörlum, án þess að verða kalt á puttunum. Til að búa til snjókarlana þarf nokkra sykurpúða, krem eða sykur- blöndu til að líma þá saman og sæl- gæti, saltstangir og skrautkrem til að búa til handleggi, andlit, hnappa og fleira. Hægt er að líma sykurpúða saman með tilbúnu kökukremi, eða nota sykurblöndu sem er búin til með því að hræra saman flórsykri og vatni. Til að búa til handleggi og fótleggi er hægt að nota saltstangir, sælgætismola má nota sem hatt og skreytingargel í túpu er tilvalið til að teikna andlit á snjórkarlinn. Snjókarlarnir eru flottir út í heitan kakóbolla, eða sem skraut ofan á köku, ís, eða smákökur. Þeir geta líka staðið við piparkökuhús eða sem skraut á jólaborðinu. Svalur. Slakað á í heita bollanum. Bráðnandi. Einum sykurpúða er komið fyrir á smáköku og skreytt með kremi svo það líti út fyrir að snjó- karlinn sé að bráðna. Með bros á vör. Snjókarlarnir kom vel út á bollakökum. Þýska sendiráðið býður til tónleika í Vídalínskirkju. Laugardaginn 10. desember verða haldnir aðventutónleikar á veg- um þýska sendiráðsins til styrkt- ar Slysavarnafélaginu Landsbjörg en þetta er í þriðja sinn sem sendi- herra Þýskalands býður til slíkra tónleika til að styðja við starfsemi félagsins. Á tónleikunum kemur fram sönghópurinn Fjárlaganefnd, sem er átta manna hópur sem var stofnaður innan Tónlistarskólans í Reykjavík fyrir rúmu ári og hef- ur síðan komið fram á tónleikum bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, meðal annars á Óperu- dögum í Kópavogi, Sumartónleik- um í Skálholti og í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru bæði sígild og ný aðventutónlist, þar á meðal verk eftir Martin Luther, J.S. Bach, Max Reger, Eriks Ešenvalds, Sigvalda Kaldalóns og Báru Gríms- dóttur, auk raddsetninga eftir með- limi hópsins. Skemmst er að minnast þess þegar rúmlega fjögur hundruð björgunarsveitarmenn leituðu rjúpnaskyttu á Austfjörðum um síðustu helgi, sem fannst á lífi eftir einn og hálfan sólarhring í óbyggð- um. Sýndi það sig þá glögglega hve starf björgunarsveitanna er mikil- vægt, en um er að ræða sjálfboða- vinnu. Björgunarsveitirnar þurfa því að treysta á styrki frá einstak- lingum og fyrirtækjum til að halda starfinu gangandi. Tónleikarnir fara fram í Vídalíns- kirkju í Garðabæ kl. 17 og 20. Að- gangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum. Aðventutónleikar til styrktar Landsbjörg Sönghópur- inn var stofnaður fyrir rúmu ári og hefur víða komið fram. Mynd | Aviran Avizedeq Góðar jólagjafahugmyndir Skjalataska 29.600 kr. Dömutaska 22.500 kr. Herrahanskar 10.800 kr. Dömuhanskar 7.900 kr. Dömutaska 18.500 kr. Seðlaveski 2.800 - 4.200 kr. Herrataska 11.800 kr. Bakpoki 22.900 kr. Jólatilboðsverð kr. 75.161,- Með fylgir Vitamix sleif og svunta fylgir á meðan birgðir endast Fullt verð kr. 93.952,- Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Vitamix S30 • Tvær könnur fylgja 600 ml drykkjarkanna og 1,2 l kanna • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa • Uppskriftarbók fylgir Hann er mættur!!!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.