Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 54
Jólablað 2016
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS LYF 82248 11/16
Lyfja.is
Jólagjafahandbók Lyfju er komin út. Skoðaðu úrval
fallegra gjafavara fyrir alla fjölskylduna í næstu
verslun Lyfju eða í nýju netversluninni á lyfja.is.
Fallegar gjafir fyrir jólin
22 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
g hekla mig í gegnum lífið.
Ég hekla allt sem gerist í
lífi mínu og þetta er í fullu
samhengi við það,“ seg-
ir Tinna Þórudóttir Þorvaldar sem
sendi nýlega frá sér Havana heklbók,
sem er ekki bara innblásin af Kúbu
heldur eru allar myndirnar í bókinni
teknar í Havana. Tinna hefur mikil
og sterk tengsl við Kúbu og er sann-
færð um að hún hafi búið þar í fyrra
lífi. Hún er nýgift kúbverskum eig-
inmanni sínum og á tvo drengi sem
eiga kúbverskan föður. Eiginmaður-
inn er væntanlegur til Íslands fyrir
jólin og vonast þau til að geta haldið
sín fyrstu jól saman hér heima.
Tinna situr að sjálfsögðu og hekl-
ar á meðan við tölum saman, enda
leggur hún heklunálina sjaldan frá
sér. Garndokkur eru í stæðum í hill-
unum í stofunni og hvert sem litið
er má sá hekluð listaverk eftir hana.
Hún heklar sig svo sannarlega í gegn-
um lífið.
Havana heklbók er þriðja bók
Tinnu en þar að auki hefur hún rit-
stýrt einni heklbók. Bækurnar hefur
hún unnið í samstarfi við þær Ingi-
björgu og Lilju Birgisdætur, en sú
fyrrnefnda er hönnuðurinn og sú
síðarnefnda myndasmiður.
„Mig hafði langað til þess, alveg
frá því ég gaf út fyrstu bókina, að
gera bók þar sem allar myndirnar
væru teknar á Kúbu. Þetta var pínu
langsóttur draumur því ég vissi að
það væri bras að framkvæma þetta,“
segir Tinna sem lét það þó á endan-
um ekki stoppa sig.
Kom heim með kúbverskan mann
Tinna fór fyrst til Kúbu fyrir ellefu
árum í skiptinám frá Háskóla Ís-
lands. Hana hafði alltaf langað til
Suður-Ameríku og hafði lengi ver-
ið að leiðinni þangað. Hún bjó í
Barcelona um tíma þegar hún var
rúmlega tvítug, þar sem hún kynnt-
ist Suður-Ameríkubúum og þegar
hún kom aftur heim til Íslands
ætlaði hún að safna sér fyrir ferð
þangað. „Mamma tældi mig á mjög
snyrtilegan hátt til að skrá mig í Há-
skólann, enda gæti ég þá farið út í
skiptinám. Mér fannst það sniðug
hugmynd. Þá var nýkominn á skipti-
samningur á milli háskólans í Ha-
vana og HÍ og prófessorarnir hvöttu
mig til að fara þangað og prófa nám-
ið, en háskólinn þar þykir mjög góð-
ur. Ég var að hugsa um Venesúela en
Kúba var líka heillandi. Svo er ég líka
vinstrisinnuð og það hafði sín áhrif,
en ég hafði gott af því að fara þangað
og sjá hvað margt er erfitt. Ég er auð-
vitað ekki hlynnt stjórnvöldum þar,
því á Kúbu er harðstjórn og komm-
únisimi, sem er ekki það sama og
sósíalismi.“
Tinna kom heim úr skiptináminu
með kúbverskan mann upp á arm-
inn og eignuðust þau tvo syni. Þau
eru nú skilin en Tinna hefur alltaf
haldið tengslunum við Kúbu, bæði
vegna sonanna og svo kann hún vel
að meta menninguna og litagleðina
sem þar er ríkjandi. Mæðginin hafa
því reglulega heimsótt landið á síð-
ustu árum. Í skiptináminu eignað-
ist hún líka marga góða vini og einn
þeirra er eiginmaður hennar í dag.
Eiginmaður ekki á dagskrá
„Bókin mín er tileinkuð honum.
Við höfum auðvitað þekkst lengi og
vorum fyrst saman fyrir mörgum
árum en það tók hann töluverðan
tíma að sannfæra mig um þetta allt
saman, í ljósi þess að ég hafði áður
verið í sambandi með Kúbverja. Ég
Með litla Havana
í stofunni heima
Tinna Þórudóttir Þorvaldar er hrifin
af latínó menningu, hún vill geta
dansað salsa heima hjá sér og málað
stofuveggina bleika. Hún passar ekki
vel inn í ákveðna kassa og viðurkennir
að það sé stundum erfitt að vera á
skjön við það sem eðlilegt þykir. Hún
hefur sterk tengsl við Kúbu, er nýgift
kúbverskum manni og sendi nýlega
frá sér Havana heklbók.
ætlaði ekki aftur í þann pakka. Það
er alltaf erfitt þegar fólk í sambandi
er af sitt hvoru þjóðerni og þetta var
svo sannarlega ekki á dagskrá,“ seg-
ir Tinna og skellir upp úr. „Hann tók
nokkur ár í að sannfæra mig um að
gefa sér séns, sem ég gerði á síðasta
ári þegar við fluttum út. Ég ákvað að
fara og prófa þetta og það var alveg
yndislegt,“ segir Tinna en hún flutti
til Kúbu með syni sína í byrjun árs
2015 og bjuggu þau í Havana í tæpt
ár. „Mig langaði líka að breyta til, og
vildi að synir mínir fengju að upp-
lifa Kúbu og næðu betri tengingu við
ræturnar. Mér líður sjálfri rosalega
vel á Kúbu.“
Ákvörðunin um að flytja út átti
sér þó ekki langan aðdraganda.
„Svona hluti verður maður að gera
með áhlaupi og ekki hugsa þá of
mikið. Ég ákvað þetta með tveggja
mánaða fyrirvara. Ég kláraði
mastersritgerðina mína úti þannig
ég var á námslánum fyrri hluta
ársins og svo var ég bara að hekla.
Ég segi ekki að ég hafi séð fyrir okk-
ur með heklinu en ég var alveg farin
að selja eitthvað, sem er mjög erfitt
þarna úti. Strákarnir fóru í skóla og
þetta var alveg yndislegur tími,“
segir Tinna dreymin þegar hún rifj-
ar þetta upp. „Strákarnir voru rosa
hamingjusamir með þetta. Þeim
fannst reyndar erfitt í skólanum.
Það var svolítið sjokk fyrir þá að
Tinna ásamt sonum sínum, Úlfi Emilio og Þorvaldi José, en eiginmaðurinn er væntanlegur til Íslands fyrir jólin. Hún er mjög
spennt að halda jólin með honum á Íslandi í fyrsta skipti. Mynd | Hari
É