Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 56
24 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016
fara úr Barnaskóla Hjallastefn-
unnar yfir í kommúníska skólakerf-
ið. En í fríunum þá ultu þeir fram úr
rúmunum á morgnana og léku sér
í fótbolta úti á götu, berir að ofan í
sandölum. Það er mjög öruggt að
vera í Havana og gott að búa þar
með börn. Þetta er bara svipað og
hérna heima, krakkarnir leika sér
saman úti í hverfinu og eru mjög
frjálsir. Það er svo gaman að prófa
að búa úti með börn því maður
kemst meira inn í samfélagið. Mað-
ur kynnist foreldrum í skólanum og
hverfinu. Það er öðruvísi en þegar
maður er einn.“
Tældu módel úti á götu
Eftir Kúbudvölina í fyrra togaði það
enn fastar í Tinnu að gera heklbók
með myndum frá Kúbu og hún
ákvað að kýla á verkefnið í byrj-
un þessa árs. „Lilja, yndislegi ljós-
myndarinn minn, var tilbúin að
fara í þetta ferðalag til Kúbu með
mér. Þetta var þvílíkt ævintýri. Við
fórum út með fulla ferðatösku af
hekli, en ég fékk margar góðar kon-
ur með mér í lið til að hekla, því það
var ekki möguleiki á að ég næði því
sjálf á þeim tíma sem við höfðum.
En allar uppskriftirnar og hönnun-
in er mín. Við byrjuðum á því að
taka myndir í mínu hverfi og þar
sem ég þekkti til, en svo fórum við
með ferðatöskuna inn í gömlu Ha-
vana og tældum fólk úti á götu til
að vera módel. Kúbverjar eru sem
betur fer ekki feimnir við mynda-
vélar og það voru því mjög fáir sem
sögðu nei. Einstaka sinnum þurfti
maður að beita smá skjalli. Erfið-
ast var að fá fólk í stórar lopapeys-
ur í 30 stiga hita,“ segir Tinna og
hlær. „Þetta var mjög skemmtilegt
en rosa mikil vinna. Við unnum frá
morgni til kvölds því það þurfti að
ná öllu í hús. Það var ekki hægt að
redda neinu seinna. Við pössuðum
þó að enda vinnudagana með góð-
um kokteilum og dansi, svo þetta
var ekkert smá skemmtileg ferð.“
Tinna segir það vissulega pínu
fyndið að gefa út bók með svona suð-
rænu ívafi í svartasta skammdeginu,
en flíkurnar henta engu að síður vel
íslensku veðurfari. Þar má til dæmis
finna kúbverska lopapeysu. Þá segir
hún myndirnar hverja og eina vera
algjört listaverk sem sé gaman fyr-
ir alla að skoða. Meira að segja þá
sem hafa ekki áhuga á hekli. „Það
sem ég vildi gera með bókinni var að
taka allt þetta sem ég ann svo heitt,
öll mynstrin, litina og tónlistina
Tinna og Maikel giftu sig á ströndinni í Havana í sumar.
og koma þessu frá mér á hekluðu
formi.“
Tinna vann mikið af uppskriftun-
um þegar hún bjó úti á síðasta ári
og sumar hugmyndinar kviknuðu
einfaldlega því hana vantaði eitt-
hvað. „Það eru þarna margnota
hreinsiklútar, en það er ekki hægt
að kaupa einnota hreinsiklúta til að
taka af farða þarna úti,“ tekur hún
sem dæmi.
Með óskalista út í búð
Hún viðurkennir að það hafi verið
ansi erfitt að koma heim í grátt og
drungalegt umhverfið á Íslandi fyrir
síðustu jól, eftir að hafa eytt heilu ári
í litadýrðinni í Havana. „Það er allt
svo grátt og hornrétt hérna heima
og það er ekkert fólk úti á götu. Það
sem er skemmtilegast þarna úti er
hvað það er ofgnótt mynstra og lita
og öllu blandað saman. Í Havana
þykir líka mjög eðlilegt að dansa úti
á götu og það ómar tónlist alls stað-
ar. Hérna heima er ég litin hornauga
ef ég dansa úti á götu, en ég geri það
nú samt,“ segir Tinna kímin. „Það
var að vísu huggulegt að hafa aftur
rennandi vatn, klósettsetur, þvotta-
vél og þurrkara,“ bætir hún við.
Það var því ekki bara dans á rós-
um að búa úti og ýmsar áskoranir
sem þurfti að takast á við. „Ástandið
á Kúbu erfitt, það er neyð þar og
mikill vöruskortur. Maður fer ekki
með innkaupalista út í búð, mað-
ur fer með óskalista og kaupir það
sem er til.“ Tinna segir hins vegar
ýmislegt gott líka við kommúníska
kerfið. „Við gengum til dæmis inn
í skólakerfið og þurftum aldrei að
borga krónu fyrir strákana þar. Þá
þarf ekkert að borga fyrir þjónustu á
barnaspítalanum og lyfin kosta mjög
lítið. Við erum vön norrænni velferð
en maður þarft alltaf að borga eitt-
hvað.“
Brúðkaup á ströndinni
Tinna íhugaði það alvarlega að flytja
alveg út með drengina, en það sem
gerði útslagið varðandi ákvarðana-
tökuna var hvernig hún upplifði
stemninguna í mannlegum sam-
skiptum fólks. Hún vildi ekki ala
drengina upp í slíku umhverfi á
mótunarárum þeirra. „Það er búin
að vera neyð lengi og það hefur
áhrif á samfélagið. Það er svo mik-
ið frumskógarlögmál í gangi alls
staðar, það treystir enginn nein-
Tinna segist hekla sig í gegnum lífið og það eru orð að sönnu. Hún heklar hvert listaverkið á fætur öðru og leggur heklunálina sjaldan frá sér.
um og það er enginn ánægður fyrir
annarra hönd. Þetta er ekki fólkinu
að kenna heldur hefur samfélagið
þróast svona vegna þess hve neyðin
hefur varað lengi. Það getur verið
erfitt. Mér fannst það eiginlega erf-
iðara heldur en að vera ekki með
rennandi vatn. Ég er sjálf mjög trú-
gjörn og á erfitt með að ljúga þannig
að frumskógarlögmálið hentar mér
illa. Ég gæti auðvitað brynjað mig
fyrir þessu en ég vil ekki að strák-
arnir læri það. Ég vil að þeir haldi
áfram að trúa á það góða og að fólk
sé almennt gott.“
En Tinna fór aftur með drengina
sína út síðasta sumar og áttu þau dá-
samlegt sumar í Havana. Rúsínan
í pylsuendanum var að sjálfsögðu
brúðkaup þeirra hjóna. „Við giftum
okkur berfætt á ströndinni undir
pálmatrjánum og slógum svo upp
svaka strandveislu. Það var alveg
yndislegt og mjög rómantískt,“ seg-
ir Tinna einlæg með blik í augunum.
Það fer ekki á milli mála að hún er
ástfangin upp fyrir haus.
Væntanlegur fyrir jólin
Maikel, maðurinn hennar, er tónlist-
armaður og deildu þau vinnustofu
úti. Hún segir að tónlistin og heklið
passi einstaklega vel saman. „Hann
syngur og ég hekla, þetta gæti ekki
verið betra.
Svo er hann yndislegur við strák-
ana og þeir við hann. Það er mikil
ást og kærleikur þar. Hann bað mín
í vor, þegar ég var úti að mynda fyr-
ir bókina, og það var mjög fyndið
þegar ég sagði strákunum frá því,
þeir voru þvílíkt spenntir, hlupu inn
í herbergi, dönsuðu og sungu: við
erum að fara að gifta okkur.“
Og nú er hann á leiðinni til Ís-
lands. „Við ætlum að taka stikkprufu
af Íslandi, prófa að búa hér í tvö ár
og ef það gengur ekki þá er Spánn
plan B. Fara einhvern milliveg. Ég
er búin að vara hann við eins og ég
get. Hann hefur ekki komið hingað
áður þannig þetta verður sjokk fyrir
hann. Hann kemur vonandi heim
Tinna og Lilja fóru niður í miðbæ
Havana og fengu innfædd til að vera
módel fyrir sig. Þessi kona tók vel í
bónina og stillti sér upp.
Árbæjarsafn · Kistuhyl 4 · 110 Reykjavík · www.borgarsogusafn.is
Verið velkomin á jóladagskrá Árbæjarsafns
sunnudagana 4. 11. og 18. desember kl. 13–17