Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 62

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 62
30 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Fljótt á að líta virðist þetta vera hefðbundin osta- terta, en um leið og bragðað er á henni kemur í ljós að svo er ekki. Hvítu súkkulaði hefur ver- ið blandað saman við tertuna sem gefur henni einstakt bragð og mýkt sem kemur á óvart. Botn: 200 g hafrakex, mulið 125 g smjör, brætt Fylling: 500 g hvítt súkkulaði 250 ml rjómi 250 g rjómaostur, hreinn 250 g mascarpone ostur 1 sítróna, rifinn börkur og safi (má sleppa) Skraut: Fersk ber Botninn: • Myljið hafrakex og blandið saman við brætt smjör. Setjið blönduna í botninn á hringlaga formi og þrýstið því vel niður. • Setjið í kæli og látið kólna. Fylling: • Setjið súkkulaðið og rjómann saman í skál. Bræðið súkkulaðið hægt með því að setja skálina yfir pott með heitu vatni, passið að láta blönduna ekki sjóða. • Leyfið blöndunni að kólna aðeins og setjið svo rjómaostinn, mascarpone ostinn og sítrónusafa og rifinn sítrónubörk saman við. • Hrærið öllu vel saman. • Takið botninn úr kæli þegar hann er orðin stífur og kaldur og hellið blöndunni yfir. • Látið standa í kæli yfir nótt. • Skreytið með ferskum berjum. Hvít og falleg ostaterta með jóla- kaffinu. Snjóhvítur eftirréttur Bragð sem kemur á óvart argar fjölskyldur eiga þá hefð að baka saman fyrir jólin. Eva Rún Þorgeirs- dóttir, rithöfundur og jógakennari, á góðar minningar af jólabakstrinum heima hjá afa og ömmu sem lögðu sig fram við að skapa hlýlegt og kærleiksríkt and- rúmsloft jólanna fyrir krakkana. „Þegar ég var lítil var mikil hefð í kringum jólabaksturinn og má segja að sú stund hafi alltaf mark- að upphaf jólamánaðarins hjá fjöl- skyldunni minni. Við bökuðum alltaf fyrstu helgina í aðventu og oftar en ekki notuðum við bæði laugardag og sunnudag í bakstur- inn. Það voru alltaf bakaðar sömu þrjár sortirnar, piparkökur, vanillu- hringir og kókoskökur og þær voru bakaðar í miklu magni til að við gætum borðað þær fram að jólum. Það mátti nefnilega byrja að borða þær um leið og þær komu út úr ofn- inum,“ segir Eva Rún með áherslu. „Amma var verkstjórinn og var búin að leggja allt hráefni og kökuform á eldhúsborðið þegar við komum og afi, sem sá um að næra mannskapinn, var búinn að sjóða hangikjöt eða útbúa annað góðgæti fyrir hádegismatinn. All- ir fengu sitt hlutverk í eldhúsinu og allt gekk eins og smurð vél. Það var alltaf jafn spennandi að sulla saman hráefnunum og hnoða deig- ið,“ segir Eva Rún sem viðurkennir fúslega að hafa borðað smá af deig- inu í leiðinni, en mest spennandi hafi verið að mála piparkökurnar. Hún segist alltaf hafa hlakkað mikið til þessarar helgi, ekki bara vegna bakstursins.“ „Hús ömmu og afa breyttist í sannkallað jólahús. Jólastjörn- ur í gluggunum og jólagardínur. Út um allt hús mátti sjá styttur af jólasveinum, lítil hús og alls konar jólaskraut. Jólatónlistin ómaði inn- an úr stofu. Við bókstaflega geng- um inn í jólin þegar við mættum til þeirra snemma á laugardags- morgni. Amma hengdi alltaf upp dagatal, og gerir enn, sem hún saumaði út þegar mamma var lítil. Á dagatalinu er mynd af lest með jólapökkum, þar sem jólasveinar sitja í hverjum vagni. Í einum vagn- inum situr köttur í stað jólasveins og amma sagði okkur litla sögu af þessum prakkaraketti sem laum- aði sér um borð í jólasveinalestina. Hún þurfti oftast að endurtaka söguna oftar en einu sinni fyrir hver jól, sem hún gerði alltaf með sömu tilþrifunum og alltaf vorum við jafn spennt að hlusta,“ rifjar Eva upp. „Ég er ekki mikið fyrir ys og þys borgarinnar í jólamánuðinum en það eru samverustundir með fólk- inu mínu, tímaleysið og gleðin sem ég kann að meta og sækist eftir að skapa. Það getur stundum verið snúið en það er vel hægt að leiða hjá sér lætin og finna jólafriðinn. Þegar ég lít til baka finn ég fyrir miklu þakklæti yfir því hvað amma og afi lögðu sig fram við að skapa hlýtt og kærleiksríkt andrúmsloft jólanna fyrir okkur krakkana en það er einmitt þessi nánd og kær- leikur sem hefur haft mótandi áhrif á það hvernig ég vil hafa jólin mín. Eva Rún hlakkaði alltaf mikið til þess að fara í jólabaksturinn til afa og ömmu, mála pip- arkökurnar, stelast í deigið og hlusta á söguna af kettinum í jólasveinalestinni. Mynd | Rut Hún þurfti oftast að endurtaka söguna oftar en einu sinni fyrir hver jól, sem hún gerði alltaf með sömu tilþrifunum og alltaf vorum við jafn spennt að hlusta. Jólaminning Nándin og kærleikurinn hafði mótandi áhrif M Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Falleg jólatré Fáðu þér sígræna gæðajólatréð - sem endist ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 www.gervijolatre.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott jólaföt, fyrir flottar konur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.