Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 70
38 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016
Glæsilegur jólamatseðill
Bryggjunnar Brugghúss
Jack Daniels reykt önd, bjórgrafinn lax og frábær veganmatseðill.
Margrét Ríkharðsdóttir yfirkokkur og Stefán Laufar kokkur. Fagnaðarerindi - jólabjór Bryggjunnar Brugghúss
Unnið í samstarfi við
Bryggjuna brugghús
Jólamatseðill Bryggjunnar
brugghúss er bæði girnilegur og
fjölbreyttur og gengur í gildi nú
um helgina.
Þar er hægt að fá jólaplatta með
vel völdum réttum og stærri seðil
þar sem er að finna sömu rétti auk
aðalréttar. Margrét Ríkharðsdótt-
ir yfirkokkur hefur verið vak-
in og sofin yfir matseðlinum að
undanförnu og útkoman er vægast
sagt glæsileg. „Við erum að fara
nokkuð nýjar leiðir eins og með
til dæmis bjórgrafna laxinn og
FAGNAÐARERINDIÐ
Einiberja- og bjórgrafinn lax
1 laxaflak á roði, skorið í
tvennt
80 g salt
80 g sykur
1 tsk. svartur pipar,
gróf malaður
1-2 tsk. einiber, gróft möluð
1 búnt af fersku dill, smátt skorið
börkur af 1 appelsínu
6 msk. af FAGNAÐARERINDINU jólabjór Bryggjunnar Brugghúss
• Blandið saman salti, sykri, piparkornum og einiberjum.
• Takið ofnskúffu eða fat sem kemst inn í kæli og hyljið með álpappír
og plastfilmu.
• Leggið annan helminginn af laxinum á plastið þannig að roðið snúi
niður og hyljið laxinn með salt- sykur- pipar- og einiberjablöndu.
• Stráið dillinu yfir og hellið bjórnum varlega yfir.
• Leggið hitt flakið ofan á þannig að roðið snúi upp, vefjið flökunum
þétt inn í plastfilmuna og svo vel inn í álpappírinn.
• Setjið aðra plötu eða þungan disk ofan á
svo þetta liggi þétt saman.
• Laxinn er í þessu ferli í 3 daga
og best er að snúa honum á 12 tíma fresti.
• Þegar framreiða á laxinn er best að
skafa örlítið af kryddblöndunni af og
skera í þunnar sneiðar.
• Laxinn geymist vel í u.þ.b. viku inn í
kæli og 1-2 mánuði inn á frysti.
Veganís Bryggjunnar Brugghúss
kanilís frá Valdísi (úr haframjólk, sérpantaður)
piparkökur muldar og heilar (með olíu, ekki smjöri)
þurrkuð trönuber
70 g Omnom 66 % madagascar súkkulaði
150 ml haframjólk
salt á hnífsoddi
Sósa
• Hitið haframjólkina að suðu og hellið yfir súkkulaðið.
• Hrærið út frá miðju þar til súkkulaðið er alveg bráðið.
• Bætið salti við og hrærið.
Samsetning
• Setjið piparkökumulning á botninn á skál eða glasi,
• setjið ískúlu þar ofan á og hellið sósu yfir.
• Stráið þurrkuðum trönuberjum yfir.
sinnepssíldina en í hana er notað
bjórsinnep sem við búum til sjálf,“
segir Margrét. Einnig er á platt-
anum reykt önd og tvíreykt lamb
sem bæði eru reykt á staðnum.
„Við notum við sem er búinn að
liggja í Jack Daniels viskí og það
kemur mjög vel út,“ segir Margrét.
Margrét gefur okkur hér upp-
skriftir að tveimur frábærum rétt-
um, annars vegar laxi sem grafinn
er með Fagnaðarerindinu, jólabjór
Bryggjunnar Brugghúss sem hefur
slegið í gegn, og eftirrétti sem þyk-
ir í ljúffengari kantinum svo vægt
sé til orða tekið – og er vegan.
Bryggjan Brugghús býður upp á
vegan jólaplatta í fyrsta sinn en
hann er ákaflega girnilegur val-
kostur fyrir þau sem eru vegan
eða vilja hreinlega öðruvísi mat á
aðventunni. Veganplattinn sam-
anstendur af:
• saltbakaðri sellerírót með
selleríkremi
• reyktri nípu með döðlum-
auki og appelsínu
• rauðrófusalati með valhnet-
um, þurrkuðum apríkósum
og eplaediki á rúgbrauði
• grafinni gulrót með
sinnepsdressingu.
Á jólamatseðlinum bætist við:
• hnetusteik með
villisveppum,
kartöflukrókettum, græn-
um ertum, rabarbarasultu
og sveppagljáa.
• vegankanilís með piparkök-
um og þurrkuðum trönu-
berjum.
Báðum matseðlum fylgir
Fagnaðarerindið í fordrykk.
Vegan jólaplatti
og vegan matseðill!