Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 77

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 77
| 45FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Jólablað 2016 Sígræna jólatréð er einstaklega fallegt og vandað jólatré. Það er til sölu í Skátabúpinni Hraunbæ 123 og fylgir því 10 ára ábyrgð. Myndir | Hari Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á Gallery á Holtinu. Myndir | Hari Unnið í samstarfi við Gallery restaurant Gallery Restaurant á Hótel Holti býður nú upp á glænýja þjónustu sem vafalítið mun kæta margan sælkerann; gjafakörfur með öllu því sem kokkunum á staðnum finnst best. „Við ákváðum að kýla á þetta því það eru svo margir búnir að spyrja um þetta gegn- um tíðina. Við setjum í körfurn- ar allt sem okkur finnst best fyrir jólin. Það eru andalæri, andalifur og ávaxtabrauð með því. Svo er Gjafakörfur með eftirlæti kokkanna á Holtinu Andalæri, andalifur, graflax, bleikjuhræra og fleira girnilegt. Falleg og vönduð tré Sígrænu jólatréin í Skátabúðinni bera af hvað varðar gæði, útlit og endingu. Unnið í samstarfi við Skátabúðina Þau líta út eins og raunveruleg- ur normansþinur, nema þau fella ekki greni og eru ekki eins eldfim því þau eru búin til úr eldtefjandi efni. Allur ágóði af sölu sígrænu jólatrjánna er notaður til upp- byggingar æskulýðsstarfs skát- anna. „Skátarnir hafa í rúm tuttugu ár selt sígræn jólatré sem eru fram- leidd og hönnuð samkvæmt okkar gæðakröfum. Algengt er að þau séu í notkun í 20 ár, en þau endast gríðarleg vel og erfast jafnvel kyn- slóða á milli,“ segir Torfi Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Skáta- búðarinnar, en ágóði af allri sölu sígrænu jólatrjánna rennur til æskulýðsstarfs skátanna. „Helstu kostir þess að hafa gervijólatré er að losna við barrið og allt það tilstand sem því fylgir, og margir hverjir eru með of- næmi fyrir greni. En það fylgja því líka ákveðin þægindi að eiga tré tilbúið inn í geymslu sem hægt er að taka fram snemma, en margir eru farnir að skreyta um miðjan des- ember og jafnvel fyrr. Svo er gott að þurfa ekki að hugsa um að kaupa nýtt tré fyrir hver jól sem sparar fólki bæði tíma og fé,“ segir Torfi. Sígræna jólatréð er hannað svo það líkist sem mest normansþini, sem er vinsælt jólatré á Íslandi. Kostir sígræna jólatrésins eru margvíslegir. Greinarnar eru úr þykkara plasti en algengt er með gervitré svo greinarnar verða bú- stnar og líkari alvöru greni bæði í útlit og viðkomu. Þykkara plast verður einnig til þess að greinarn- ar halda sér betur og linast ekki eða þjappast saman þegar tréð liggur í geymslu á milli jóla. Tréð er þar að auki úr eldtefjandi efni svo það er ekki eins eldfimt og önnur gervitré. Sígræna jólatréð frá skát- unum er til í ýmsum stærð- um, allt fá 60 cm og upp í 5 metra. Algengast er að fólk kaupi tré fyrir heimilið sem er í kringum tvo metra á hæð, að sögn Torfa, en þau allra hæstu eru notuð í fyrirtækjum og á stofnunum. Sí- grænu jólatrén kostar frá 5.900 krónum og upp úr og fylgir þeim tíu ára ábyrgð. Það er til sölu í Skátabúðinni, Hraunbæ 123, og í vefverslun- inni Sigraena. is. Trén eru heimsend um allt land. að sjálfsögðu graflax og ýmislegt fleira góðgæti,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Gallery Restaurant. Körfurnar koma í nokkrum út- færslum og stærðum, allt frá því að vera trufflupasta, bakkamatur til að bjóða upp á í aðventuboðun- um eða karfa sem inniheldur allt til þess að gera frábæran hádegis- mat heima eða á vinnustaðnum. Margir hafa vafalítið hnotið um orðið „trufflupasta“ – trufflupastað á Gallery er nefnilega einn vinsæl- asti réttur staðarins frá upphafi og það er öruggt að flestir sem það hafa smakkað grípi andann á lofti við þessar upplýsingar: ein útfær- sla karfanna inniheldur allt sem þarf í trufflupastað – og uppskrift- ina. Trufflusmjörið er að sjálf- sögðu með og allt hitt sem þarf til þess að búa til pastað eftirsótta. Nú þegar er byrjað að taka á móti pöntunum og allar upplýsingar og pantanir fást í gengum tölvupóstfangið gjafakorfur@holt.is. Körfurnar koma í nokkrum útfærslum og stærðum og er framsetningin til fyrir- myndar

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.