Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 78

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 78
46 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 Jóladagskrá Árbæjarsafns er skemmtileg að vanda og óhætt að segja að hún sé ómissandi hluti að- ventunnar. Það er einstaklega gam- an að heimsækja safnið á þessum árstíma og fá jólastemninguna beint í æð. Jóladagskráin hefst sunnu- daginn 4. desember og verður í boði alla sunnudaga fram að jólum á milli klukkan 13 - 17. Dagskráin er á öllu safnsvæð- inu og geta ungir sem aldnir rölt á milli húsanna og fylgst með undir- búningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasvein- ar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir dansa í kringum jólatréð og syngja vinsæl jólalög. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti er spunnið og prjónað. Í Kornhús- inu búa börn og fullorðnir til músa- stiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Hábæ er hangikjöt í potti sem gestir fá að bragða á. Í Nýlendu má fylgjast með tréútskurði og í Miðhúsum er hægt að fá prentaða jólakveðju. Í Efstabæ er jólaundirbúningurinn kominn á fullan skrið og skatan komin í pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti eru búin til tólgarkerti og kóngakerti eins og í gamla daga. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Krambúðinni er kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur til sölu. Fastir liðir: Kl. 14 Guðsþjónusta í safnkirkj- unni. Kl. 15 Sungið og dansað í kring- um jólatréð. Kl.14–16 Jólasveinar skemmta gestum og taka þátt í söng og dansi í kringum jólatréð. Að vanda býður Dillonshús upp á ljúffengar og hefðbundnar jólaveitingar. Nóg framboð af afþreyingu ef fólk vill koma sér í jólagírinn. Hér er brot af því besta en hægt er að kynna sér framboðið betur á miðasöluvefjum á borð við Tix.is. Fjölbreyttir jóla­ tónleikar í desember Skemmtileg jóladagskrá á Árbæjarsafni fyrir alla fjölskylduna. Upplifðu jólin í gamla daga Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju verða haldnir laugardaginn 17. desem- ber og sunnudaginn 18. desember. Tvennir tónleikar verða hvorn dag, klukkan 17 og 20. Aðalgestur kórsins þetta árið er tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson. Miðaverð er 5.990 krón- ur. Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 9. og 10. desember en þetta er áttunda árið sem Sigga heldur sína eigin jólatón- leika og þriðja árið í röð sem þeir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu. Sérstakir gestir eru söngvararnir Páll Óskar Hjálmtýsson, Egill Ólafsson og Greta Salóme. Miðaverð er frá 5.490 til 9.990 kr. Jólagestir Björgvins Halldórssonar verða haldnir í tíunda sinn þann 10. desember 2016 í Höllinni. Fyrri tón- leikarnir eru kl. 16 en þeir seinni eru kl. 21. Með Björgvini stíga á svið lista- mennirnir Ágústa Eva Erlendsdótt- ir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðrik Dór Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Ragga Gísla og Svala Björgvins. Miðaverð er frá 5.990 til 14.990 kr. Bubbi Morthens varð sextugur í ár og af því tilefni heldur hann Þor- láksmessutónleika víðsvegar um land. Bubbi verður í Edinborgarhús- inu á Ísafirði hinn 15. desember, 17. desember verður hann í Valaskjálf á Egilsstöðum, 19. des. í Bíóhöllinni á Akranesi og 21. des. í Hofi á Akureyri. Á Þorláksmessu treður hann svo upp í Hörpu. Miðaverð er frá 3.900 krón- um upp í 9.900. Söngkonan Jóhanna Guðrún held- ur tvenna jólatónleika, í Grundar- fjarðarkirkju fimmtudaginn 22. des- ember klukkan 20 og Þorláksmessutón- leika í Vídalíns- kirkju föstu- daginn 23. desember kl 20. Með Jóhönnu verður gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson. Miðaverð er 2.990 krónur. Jólatónleikar Margrétar Eirar í ár verða lágstemmdir og hátíðlegir en með sinni einstöku túlkun ætlar hún, ásamt Berki Hrafni Birgissyni og Daða Birgissyni, að flytja vetrar og jólalög úr ýmsum áttum. Tón- leikarnir verða á Hólmavík, Sauðár- króki, Reykholti og í Guðríðarkirkju í Grafarholti dagana 14.-18. desember. Miðaverð er 3.500 til 4.500 krónur. Jólatónleikar Croon & Swoon verða á Gauknum við Tryggvagötu fimmtu- dagskvöldið 22. desember. Þar troða söngvarinn Daníel Hjálmtýsson og gítarleikarinn Benjamín Náttmörður Árnason upp ásamt Andreu Gylfa- dóttur og fleirum. Á dagskránni eru meðal annars jólalög sem Frank Sinatra, Dean Martin, Bing Crosby og Nat King Cole fluttu á sínum tíma. Miðaverð í forsölu er 2.000 krónur en 2.500 krónur við hurð. Söngvarinn Friðrik Ómar syng- ur jólin inn helgina 17-18. desem- ber í Salnum í Kópavogi. Uppselt er á þrenna tónleika og sala í gangi á þá fjórðu. Gestasöngkona Friðriks er samstarfskona hans og vinkona Guðrún Gunnarsdóttir. Saman flytja þau lög af einni vinsælustu jólaplötu síðari ára, Ég skemmti mér um jólin, sem er orðin sígild. Miðaverð frá 2.000 til 5.990 kr. Stefán Hilmarsson heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi í Hörpu 8.og 9. desember. Sérstakir gestir verða Jón Jónsson, Jóhanna Guðrún og Ísold Wilberg, ung söngkona sem er að stíga sín fyrstu skref. Á tón- leikunum verða að vanda flutt lög af jólaplötum Stefáns, „Í desember“ og „Ein handa þér“, í bland við sérvalin stemnings- og hátíðarlög af ýmsum toga. Miðaverð er 6.990 krónur. Blásarakvintett Reykja- víkur og félagar halda sína árlegu tónleika „Kvöld- lokkur á jólaföstu“ í Frí- kirkjunni 6. desember klukkan 20. Fluttar verða blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer. Tónleik- arnir enda alltaf á hinni himnesku mótet tu Moz- arts „Ave verum corpus“.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.