Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 80
Hlýlegar jólagjafir Merino ullarfatnaður fyrir bæði börn og fullorðna LAUGAVEGI 25, REYKJAVÍK GLERÁRTORGI, AKUREYRI Skoðaðu úrvalið á www.ullarkistan.is 48 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað Á rið 1989 áttum við heima í Laugarneshverfinu. Þetta voru dásamlegir tímar, fullir af ævintýr- um og leik. Í minningunni var alltaf gaman, krakkar hver öðrum skemmtilegri handan við hornið og uppátækin eins fjölbreytt eins og bókaskápurinn hans pabba míns. En í fjölbreytta bókaskápn- um fundum við einmitt límmið- ana sem jólasveinninn geymdi til að gefa í skóinn. En það er önnur jólasaga sem kannski væri ekki gott að segja frá ef lítil augu skyldu vera að lesa,“ segir Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir, innt eftir jólasögu. „Jólasagan sem ég vil segja er sí- gild dæmisaga af níu ára stúlku- kind sem að hlustaði ekki á góð ráð móður sinnar.“ „Mamma var mikið jólabarn og elskaði að skreyta og gera jólalegt. Á hverju ári föndruðum við saman jólaland sem ég naut að sitja við og dást að. Það var eitthvað svo jólalegt að sitja við með jólailminn af gamla plasttrénu og horfa á litlu jólasveinana í kringum piparköku- húsið. Ennþá skemmtilegra var að horfa á ljósin af tekertunum og hvernig skugginn af jólaverun- um dansaði og flökti. Eitt kvöldið var ég komin í sparifötin, fallegar hvítar sokkabuxur og rauða jóla- svuntu. Mamma hafði skreytt á mér hárið og ég beið ein inn í stofu eftir að jólagesti bæri að garði. All- ir voru uppteknir við að gera sig til, því maturinn var tilbúinn og búið að leggja á borð. Ég byrjaði að raða jólalandinu. Setja jólasvein- ana upp á þakið á húsinu, láta þá prófa sleðann eða þá að skauta á silfurbakkanum. Kveikja á kerti, slökkva á kerti, kveikja á kerti, slökkva á kerti. Reka eldspýt- una ofan í heitt vaxið sjá hvern- ig það safnaðist í dropa og rann af. Ég vissi að ég mætti ekki fikta, en þetta var bara svo gaman.“ Augnabliki síðar var gleðin á enda, þegar heyrðist hátt „kviss,“ eins og Þórey lýsir því. „Eldurinn hafði læst sig í snjó- inn og jólalandið fór upp í háum logum. Ég öskraði og hrökklaðist frá stórbrunanum og pabbi kom á harðahlaupum með slökkvitæk- ið, sem þegjandi og hljóðalaust opnaði fyrir slönguna. Hvítt ský þeyttist yfir alla stofuna,“ rifjar Þórey upp sem var níu ára gömul þegar þetta gerðist. „Eftir hama- ganginn létti á skýinu. Eldurinn var slokknaður en hvítt duft lá yfir öllu. Húsgögnum, veggjum og jafnvel gluggum. Ég byrjaði að há- grenja. Pabbi reyndi að hugga mig, sagði að það væri öskrinu mínu að þakka að hann sótti slökkvitæk- ið. En ég lét ekki huggast og hljóp inni í herbergi vælandi og skellti í lás. Mamma og pabbi reyndu að fá mig fram. Sögðu að þetta væri allt í lagi núna og að mér væri fyrirgef- ið. En ég harðneitaði að koma, svo mikil var skömmin.“ Hún faldi sig um langa stund inn í herbergi þar sem hún heyrði óminn af gestun- um sem bar að garði, talandi um hvað hafði gerst. Sannfærð um að hún væri álitin heimsk lítil stelpa tróð hún höfðinu undir koddann og ætlaði aldrei aftur fram. „En kvöldið leið og smám saman fór mér að leiðast biðin. Þegar unga og skemmtilega frænka mín bankaði og bað um að tala við mig, gafst ég loks upp. Hún fylgdi mér fram í stofu þar sem gestirnir sátu að snæðingi. Mér til undrunar var mér tek- ið með opnum örmum, engar skammir, enginn stríðni. Allt var í lagi,“ rifjar Þórey upp. „Svona endaði þessi stórbrunasaga frá jólunum 1989. Saga full af kerta- ljósi og jólasveinum og svo auðvit- að fyrirgefningunni sjálfri, og er það ekki bara jólalegast af öllu?“ Jól æsku minnar Fyllti stofuna hvítu skýi Ég byrjaði að raða jólalandinu og setja jólasvein- ana upp á þakið á húsinu, láta þá prófa sleðann eða þá að skauta á silfurbakk- anum. Kveikja á kerti, slökkva á kerti, kveikja á kerti, slökkva á kerti. Jólaminning Þóreyjar Mjallhvítar Ómarsdóttur er að hennar sögn sígild dæmisaga af níu ára stúlkukind sem að hlustaði ekki á góð ráð móður sinnar. Mynd | Hari Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir, teiknari og hreyfimyndagerðamaður, rifjar upp þegar hún var níu ára gömul og fann hinn sanna anda jólanna í brunarústum jólalands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.