Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 84

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 84
 Ræman ÍSA FOLD Nýbýlavegur 6 s: 552 1123 52 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 úlía Magnúsdóttir, næringar- og lífsstíls- ráðgjafi og höfundur matreiðslubókarinn- ar Lifðu til fulls, nýtur þess að borða girnilegt plöntu- miðað fæði um jólin. Frá því Júlía breytti um lífsstíl fyr- ir nokkrum árum hefur hún verið að þróa uppskriftir þar sem maturinn missir ekki góða bragðið á kostnað hollustunn- ar, en henni þykir mikilvægt að fólk njóti þess að borða hollan og góðan mat. Hún er líka alltaf að afla sér meiri þekkingar og prófa sig áfram með nýja rétti. Nú er hún nýkomin heim úr hrá- fæðisskóla í Kaliforníu og deilir hér hátíðlegum hráfæðisréttum ásamt uppskrift að ómótstæði- legri sætkartöflumús. Sætkartöflumús með ristuðum pekanhnetum 1 meðalstór elduð sætkartafla, afhýdd 2-4 msk kókosmjólk eftir smekk (gerir kartöflumúsina sérlega rjómakennda) 1 tsk kókosolía 1/4 tsk salt Krydd (1/8 tsk kanill, 1/8 tsk engifer, 1/8 tsk múskat) 1 tsk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar, eða notið 2-4 dropa stevia (val) 1/3 bolli pekanhnetur muldnar • Eldið sætu kartöflurnar með því að sjóða þær í 20-25 mín eða þar til auðvelt er að stinga gafli í gegnum þær. Leyfið að kólna örlítið. Hitið ofn við 180 gráð- ur. Smyrjið eldfast mót með kókosolíu. • Hrærið saman öllum innihalda- efnum fyrir utan pekanhnetur í hrærivél, blandara eða skál með handþeytara þar til blandan verður silkimjúk. Dreifið kart- öflublöndunni jafnt yfir eldfast mótið. Bakið í 20 mín, takið út og stráið pekanhnetum yfir og bakið í 20 mín til viðbót eða þar til pekanhneturnar eru stökkar. Einnig má rista pekanhneturnar úr olífuolíu, salti og hlynsírópi fyrir sérstaklega sætar pecan- hnetur. Einfalt Waldorfsalat 1/2 bolli sellerístiklar 1 bolli vínber 1-3 græn epli, afhýdd og söxuð niður 2-4 msk safi úr kreistri sítrónu 1 bolli vatn Furuhnetudressing 1 bolli furuhnetur 4 msk ólífuolía 3 msk sítrónusafi Salt örlítið hlynsíróp/hunang 1/2 bolli vatn eða minna (bætið við eftir þörfum undir lok) • Skreytið með valhnetukjörnum og rúsínum • Skerðu sellerí, vínber og epli. Látið epli liggja í sítrónuvatni (vatn+sítrónusafi) í 10 mín og þurrkið. Á meðan má útbúa dressingu fyrir salatið með því að sameina öll hráefni dressingar í blandara eða matvinnsluvél. • Hrærið næst saman selleríi, epl- um, vínberjum og dressingu í skál og skreytið. Rauðrófur með hnetufyllingu og sítrónu 1 stór rauðrófa eða rófa 1 tsk olífuolía salt Hnetufylling 11/2 bolli kasjúhnetur eða valhnetur (lagðar í bleyti í 4 klst eða yfir nótt) 2 msk safi úr kreistri sítrónu 1 msk vatn salt eftir smekk 1 vorlaukur, smátt saxaður handfylli fersk timían handfylli fersk steinselja Sítrónudressing 1/2 bolli olífuolía 2 tsk safi úr kreistri sítrónu og börkurinn rifinn örlítið 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður salt og pipar eftir smekk • Skerið rauðrófu eða rófu þunnt með madolin. Penslið með olífu- olíu og salti og þekjið vel báðar hliðar. Geymið til hliðar á ofn- plötu eða bakka. • Útbúið hnetufyllingu með því að sameina allt fyrir utan vorlauk og kryddjurtir í blandara þar til silkimjúkt. Setjið í skál og hrærið lauk og krydd með sleif þar til vel sameinað. • Hrærið í sítrónudressingu með því að setja allt saman í skál og hræra með gaffli. • Sameinið allt. Þurrkið af rauðróf- unni með pappír eða viskustykki og leggið á disk, raðið á hnetu- fyllingu og annari rauðrófu þar ofan á. Fegrið diskinn með papr- íkusósu og berið fram. Súkkulaðihúðaðar marsipankúlur – sykurlaust konfekt 2 bollar lífrænar möndlur án hýðis, malaðar (500 ml) 4 msk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar 1 msk lífrænir vanilludropar Súkkulaðikrem 4 msk kakó 1/4 bolli kókosolía 4 dropar stevia • Velt upp úr kakódufti, muldum pistasíuhnetum, kókosmjöli. • Svo falleg hvít áferð náist er mikilvægt að nota afhýddar möndlur. Ef þær fást ekki keypt- ar er auðvelt að leggja möndl- ur með hýði í bleyti í 8 klst eða yfir nóttu, skola af þeim. kreista hýðið af og þerra af þeim ör- lítið. Byrjið á að mala möndlur í blandara eða kaffikvörn í fínt mjöl. Bætið sætugjafa og vanillu- dropum saman við þar til þétt marsipandeig myndast. Notið fingur til að mynda kúlur. • Útbúið súkkulaði með því að hræra öllu saman í blandara eða potti. Mikilvægt er að kókosolí- an sé í fljótandi formi hvort sem kókosolíukrukkan er lögð í heitt vatnsbað eða brædd í potti. • Dýfið marsipankúlunum í súkkulaðið (ég nota skeið og fingur) og rúllið strax upp úr kakódufti, muldum pistasíuhnet- um eða kókosmjöli sem dæmi. Setjið á disk og geymið í kæli eða frysti í hálftíma áður en þeirra er neytt. Það eru ekki allir sem vilja kjöt á diskinn sinn um jólin, en hér gefur Júlía Magnúsdóttir nokkrar léttar og hátíðlegar uppskriftir. Hollari jól fyrir græna sælkera Júlía breytir ekki út af vananum um jólin og borðar hollan og næringarríkan mat yfir hátíðarnar. Mynd | Hari J

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.