Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 2
Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Pottaskefill S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Missti allt þegar æsku heimilið brann Ekkert nema sótsvartur grunnur stendur eftir á jörðinni í Geldingaholti, þar sem æskuheimili Hjördísar brann í vikunni. Eldsvoði Hjördís Jónína Tób- íasdóttir íbúi í Geldingaholti í Skagafirði, missti allt sitt þegar húsið sem hún hefur búið í alla ævi brann til kaldra kola í vik- unni. Faðir Hjördísar byggði húsið árið 1931. Þetta var í þriðja sinn sem Hjördís upplifir bruna. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Ég get eiginlega ekki lýst því hvern- ig þetta er. Þetta er auðvitað áfall á þessum tíma árs. Það er bara allt farið. Ég náði reyndar að bjarga nokkrum myndum þegar húsið fór að fyllast af reyk en allt annað brann,” segir Hjördís Jónína Tóbí- asdóttir. Eldur kom upp á æsku- heimili hennar í Geldingaholti í Skagafirði á miðvikudag og húsið brann til kaldra kola. Ekkert stend- ur eftir nema rústir og sótsvartur grunnur. „Pabbi minn og bróðir hans byggðu húsið árið 1931. Ég hef búið þarna alla ævi,“ segir Hjördís sem er auðvitað hrygg. Grunur leikur á að mannleg mis- tök hafi komið af stað eldi í húsinu þegar iðnaðarmenn voru að störf- um með logsuðutæki. Talið er að kviknað hafi í torfeinangrun í veggj- um hússins og þannig hafi eldurinn breiðst út en húsið var úr steini. Lögreglan rannsakar nú upptök eldsins. Við Geldingaholt í Skagafirði standa nokkur hús. Bróðir Hjördísar býr í einu þeirra og er með búskap. „Svo hafa verið leigjendur í húsinu sem stendur næst mínu húsi. Það er hinsvegar að losna snúna svo ég flyt þangað. Ég vona auðvitað að það verði hægt að hreinsa og endurreisa húsið mitt í einhverri mynd.” Ekki er ljóst hvort eða hvenær Hjördís fær tjónið bætt. „Þetta er ekki fyrsti bruninn sem ég lendi í svo maður veit alveg hvað eldur getur gert. Árið 1974 brann hlaðan í fjósinu hérna. Svo lenti ég í bruna árið 1980 þegar kaupfélagið í Varmahlíð brann. Þá bjó ég í starfs- mannaíbúð á staðnum og vaknaði upp við brunann. Þá brann allt sem brunnið gat, öll verslunin fór, allt innvols og bara veggirnir stóðu eft- ir. Ég var nú ekki með mikið dót þá, nokkuð smálegt en missti það allt. Ég hélt að maður væri búinn að fá nóg svo sem. Það er kannski pínulítið óvenjulegt að upplifa aftur svona bruna.“ Hjördís segist ekki hafa verið sér- lega hrædd við eld eftir brunana. „En lengi á eftir fannst mér allstaðar vera brunalykt. Eins lyktin kæmi úr öllum áttum. Hún situr í manni lengi.“ Kaupfélagið í Varmahlíð stórskemmd- ist í bruna árið 1980. Þá bjó Hjördís í starfsmannaíbúð á staðnum og missti eigur sínar í brunanum. Hér má sjá umfjöllun um brunann í DV. Heilbrigðismál Fram- kvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir að 500 og 800 manns séu á biðlist- um eftir mjaðma- og hnjáskipta- aðgerðum og að einkarekið sjúkrahús geti stytt þá. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Ég er algjör talsmaður þess að heil- brigðiskerfið eigi að vera ríkisfjár- magnað. Það er algjörlega glórulaust að við stefnum að einhverju öðru en því að heilbrigðiskerfið sé ríkis- rekið,“ segir Hjálmar Þorsteinsson, sem er bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri einkarekna heil- brigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar, aðspurður um umsókn þess að fá opna legudeild fyrir fólk sem gengst undir aðgerðir hjá því. Klíníkin vill auk þess að íslenska ríkið greiði fyrir mjaðmaskipta- og hnjáskiptaaðgerð- ir sem Klíníkin hyggst bjóða upp á. Fréttatíminn sagði frá málinu á föstudaginn og segir landlækn- ir, Birgir Jakobsson, að í umsókn- inni felist að Klíníkin vilji í reynd opna sjúkrahús og veita „sérhæfða sjúkrahúsþjónustu“. Þetta yrði fyrsta einkarekna sjúkrahúsið á Íslandi. Hjálmar segir að vandamálið sé hins vegar að fólk þurfi að bíða of lengi eftir heilbrigðisþjónustu á rík- isreknum spítölum því að biðlistar eftir aðgerðum séu of langir. „Það sem er mikilvægast er að við tryggj- um aðgengi og réttindi þeirra sem þurfa þjónustuna. En við getum ekki tryggt að fólk fái þjónustu innan eðli- legs biðtíma. Það eru til dæmis um 500 manns á biðlista eftir mjaðma- skiptaaðgerðum og 800 manns bíða eftir hnjáskiptum. […] Hvern- ig sem menn ætla að fara að því að laga þennan vanda þá verða yfirvöld bara að hysja upp um sig buxurnar og laga þetta,“ segir Hjálmar. Hann segir að Klíníkin vilji stytta Hjálmar Þorsteinsson segir að það sé réttinda- mál fyrir sjúkratryggða einstaklinga að þurfa ekki að bíða lengi eftir aðgerðum á ríkisreknum sjúkrahús- um og að einkarekið sjúkrahús geti leyst hluta vandans. Einkarekstur lausn gegn biðlistum þessa biðlista með því að bjóða upp á þessar aðgerðir hjá fyrirtækinu þar sem mikil bið sé eftir þessum aðgerðum. „Umsóknin snýst um möguleika á því að opna legudeild frá mánudegi til föstudags fyrir sjúk- linga sem þurfa á hjúkrun að halda eftir aðgerð. Það er ekki tekið fram hvaða aðgerðir verða gerðar, í raun bara þær aðgerðir sem ríkið er tilbú- ið að opna á viðræður um að semja um.“ Stjórnmál Baldur Þórhallsson segir ekki óeðlilegt að Guðni Th. Jóhannesson hafi beðið með að veita stjórnarmyndunarumboð. Birgitta fær nú að spreyta sig. Guðni Th. Jóhannesson for- seti hefur falið Birgittu Jóns- dóttur, þingmanni Pírata, að mynda ríkisstjórn. Birgitta Jónsdóttir fundaði með síðdegis í gær, föstudag, vegna stjórnarmyndun- ar og segir Baldur Þór- hallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að sá fundur sé augljóst fram- hald í stjórnarmyndunar- viðræðunum. „Það kem- ur ekki óvart að hún sé boðuð á fund forsetans og fái umboðið í kjölfar hans. Forsetinn hefur aðallega farið eftir tvennu þegar hann hefur boðað fólk á fund sinn, stærð flokka og hverjir eru líklegastir til að ná að mynda stjórn.“ Bjarni Bene- diktsson og Katrín Jakobsdóttir voru búin að fá um- boðið eftir kosningarnar sem fóru fram í lok október en Guðni Th. ákvað að bíða með að veita umboð- ið til þriðja formannsins þannig að leiðtogar stjórnmálaflokkanna gætu talað saman með óformlegri hætti. „Mér finnst ekki óeðlilegt að forsetinn hafi beðið með að veita umboðið síðast þar sem mikil hreyfing fór á viðræð- ur á milli flokkanna. Nú liggur hins vegar fyrir vilji fjögurra flokka til að mögulega vinna saman og þess vegna er ekki óeðlilegt að Píratar fái umboðið núna. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera augljóst framhald,“ segir Baldur. Birgitta sagði að fundi loknum að hún hygðist reyna aftur við myndun fimm flokka stjórnar. | ifv Birgitta augljóst framhald Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður Pírata, fær nú að spreyta sig á að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndun Langt í heimsmet Belgar eru heimsmeistarar í stjórnarkreppu. Ekki tókst að mynda stjórn í Belgíu eftir kosn- ingar 13. júní 2010 þar til ný stjórn varð loks til 6. desember 2011 eða 541 degi síðar. Til að slá metið þyrftu íslensku flokkarnir að teygja stjórnarmyndunarvið- ræðurnar fram yfir páska 2018, eða til 24. apríl, ekki á næsta ári heldur þar næsta ári. Það var Elio Di Rupo sem loks tókst að mynda ríkisstjórn í Belgíu, fyrsti yfirlýsti samkynhneigði for- sætisráðherrann á eftir Jóhönnu okkar Sigurðardóttur. Það þótti merkilegt að stærsti flokkur Belgíu var utan þessarar stjórnar Di Rupo. | gse Nágrannaerjur Eigandi Hótel Fróns og meirihlutaeigandi Klapparstígs 33 tapaði dómsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem eigendurnir vildu ógilda ákvörðun Reykjavíkurborgar um að heimila skemmtistað á jarð- hæð og í kjallara á Klapparstígn- um, við hlið Laugavegar 22. „Það eru allir að kvarta undan þessu, það hefur enginn meðalveg- ur fundist í þessu máli og Reykja- víkurborg vill ekkert hlusta á okk- ur,“ segir Gísli Úlfarsson, hótelstjóri Hótel Frón. Barinn er nýr og er nánast í bak- garði hótelsins og veldur, að sögn Gísla, miklu ónæði, ofan á annað ónæði, svo sem frá skemmtistaðn- um Kíkí. Skemmtanalífið hefur lengi verið með fjörlegasta móti í miðborginni, en Gísli segir kominn tíma til þess að endurskoða það. „Tímarnir eru að breytast og upp- bygging ferðaiðnaðarins er mikil, og það mætti alveg endurskoða þetta allt saman,“ segir Gísli. | vg Hóteleigandi ósáttur við skemmtanalífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.