Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 64
Matartíminn Allt um hátíðamatinn Þann 17. desember auglysingar@frettatiminn.is gt@frettatiminn.is | 531 3300 Matartíminn viðtal. 4 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is • Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. helgin. er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Systkinin Atli og Bryn-hildur Bollabörn eru af mörgum talin ansi lík í útliti. Sjálf vilja þau reyndar meina að hárið rugli fólk í ríminu, en þau skarta nánast sömu hárgreiðslu og hafa gert um langa hríð. Blaðamaður settist niður með þeim systkinum á heimili Atla í miðbænum, í þeim tilgangi að komast að því hvort það væri eitt- hvað meira en hárið sem er líkt og hvernig systkinasambandi þeirra er háttað. En Huldar, ársgamall sonur Atla, fékk sér að borða og skoðaði fjarstýringar á meðan fullorðna fólkið leysti lífsgátuna. Mótuð af fjölskylduhefðum „Að einhverju leyti erum við mjög lík. Við erum bæði frekar ákveðin og skoðanaglöð. Svo held ég að okk- ur þyki báðum gaman að djamma,“ segir Atli sposkur og Brynhild- ur tekur við: „Svo erum við bæði mjög íhaldssöm að mörgu leyti.“ Atli grípur strax fram í og segir að Brynhildur sé reyndar miklu íhalds- samari en hann og vill meina að hún geti verið ansi borgaraleg. „Ég er meira veikur fyrir hefðum. Við erum bæði mjög mótuð af ýmsum fjölskylduhefðum og eigum erfitt með að skilja þær við okkur. Þetta hefur oft verið fólkinu sem ég hef búið með til mikils ama og jafnvel þótt tákn um hroka, að vilja bara gera hlutina á einn hátt, eins og þeir eru gerðir í Bjarmalandi,“ segir Atli og vísar þar til æskuheimilisins í Fossvoginum sem hýsir höfuð- stöðvar fjölskyldunnar. Systkinin eiga svo tvo eldri bræður, Sverri og Einar Gunnar. Öskudags hlutverkaskipti Atli og Brynhildur hafa aldrei verið neitt sérstaklega náin, enda fjögur ár á milli þeirra, en það hefur alltaf farið vel á með þeim. Samskiptin hafa aukist í seinni tíð, sérstaklega eftir að Huldar fæddist, en vinahóp- ar þeirra skarast líka að töluverðu leyti þannig þau hittast oft alveg óvart í partíum. Líkt og áður sagði hafa þau systk- inin oftar en einu sinni fengið að heyra að þau séu lík í útliti. Sjálf eru þau ekki svo viss. „Ég er farinn að halda að það sé bara blekking, að við séum í rauninni ekki svona lík og fólk segir. Að þetta sé bara hár- ið,“ segir Atli og Brynhildur tekur undir það. „Fólk sem þekkir Sverri bróður okkur finnst við mun lík- ari heldur en ég og Atli. Það talaði aldrei neinn um að við værum lík fyrr en þú fékkst sítt hár,“ bendir hún á. „Við erum náttúrulega ekki bara með sömu síddina á hári, held- ur er það líka álíka krullað. Og þó Brynhildur sé með ívið dekkra hár en ég þá er það í sama litamengi,“ segir Atli sem augljóslega hefur töluvert spáð í þetta. En þó þeim systkinunum finnist þau sjálf ekkert sérstaklega lík, þá hafa þau sprellað með þá staðreynd að öðrum finnist það. Til dæmis með því að klæða sig upp sem hvort annað á öskudegi. „Við gerðum þetta fyrir þremur árum held ég. Það var svolítið skrýtið. Fólki fannst það mjög óþægilegt,“ segir Bryn- hildur. „Við skiptum bara um föt og fórum niður í bæ. Þetta var auðvit- að á miðvikudegi en það var fullt af fólki í bænum. Við fórum á nokkra bari til að kanna hvort við mynd- um ekki hitta eitthvað fólk sem við þekktum, sem við gerðum. Við fríkuðum ansi marga út,“ segir Atli og skellir upp úr. Hugmyndin kom frá mágkonu þeirra í fiskibolluboði í Bjarmalandinu nokkrum dögum áður og þeim systkinum fannst hún of góð til að sleppa því að fram- kvæma hana. Orðin meira hún sjálf Sem eldri bróður hefur Atla þótt gaman að fylgjast með Brynhildi þroskast og finna sig betur á síðustu árum. „Mér finnst eins og Brynhild- ur hafi orðið ævintýragjarnari með aldrinum og minna borgaraleg. Ég held að það sé eitthvað sem hún hafi reynt að gera með markviss- um hætti. Hún hefur orðið meira og meira hún sjálf. Á meðan ég hef verið svipaður alla ævi,“ segir Atli sem vill meina að sýn hans á lífið hafi alltaf verið nokkurn veginn sú sama. „Ég fór í lögfræði eftir mennta- skóla án þess að vita alveg af hverju. Og þegar maður er í lögfræði þá umgengst maður mjög einsleit- an hóp. Maður festist í þessum þankagangi sem er ríkjandi í laga- deildinni. Svo var ég mjög mikið að leita mér að kærasta. En þegar ég kláraði lögfræðina og eignaðist kærasta þá held ég hafi náð að losa mig úr einhverjum takti sem ég var ekkert endilega ánægð í. Mig langar bara svo að gera eitthvað meira en að mæta í vinnuna,“ segir Brynhild- ur sem sagði einmitt upp vinnunni sinni í sumar til að fara í Asíureisu og reyna að finna út hvað hún vildi gera. Brynhildur hefur bloggað á sömu bloggsíðunni síðan hún var 14 ára. Hún hefur því lengi verið að skrifa og velta ýmsum hlutum fyrir sér, en er kannski meira að rækta það núna. Meðal annars með því að skrifa bókverk sem kallast Reglu- bókin, og hún er nú að safna fyrir á Karolina Fund. Eins og nafnið á bókinni gefur til kynna er hún uppfull af reglum – lífsreglum sem Brynhildur sjálf hefur sett og farið eftir í gegnum tíðina, ásamt al- mennum vangaveltum um reglur. Svo er hún nýbyrjuð að vera með vikulega pistla á Rás 1. Gerir hluti í fyrsta sinn Atli hefur verið duglegri að ögra sjálfum sér í gegnum árin. Margir kannast við tónlistarmanninn Atla Bollason, en sjálfum finnst honum fyndið að vera titlaður þannig í ljósi þess að hann hefur ekki gefið út plötu í níu ár, þó hann sé alltaf eitthvað að grúska í tónlist. Hann er nefnilega duglegur að taka að sér ný verkefni. „Ég hef í gegnum tíð- ina reynt að gera hluti sem ég kann ekki að gera eða hef ekki gert áður. Á þessu ári hef ég til dæmis haldið tvær myndlistarsýningar – þær fyrstu. Undanfarin ár hef ég líka verið að gera verk fyrir ljósahjálm- inn á Hörpu, sem ég kunni ekki að gera, en hef lært. Svo geri ég útvarpsþætti, sem ég kann ekki. Í fyrra var frumsýnd kvikmynd sem ég lék í, sem ég kann klárlega ekki. Svo er ég að vinna á auglýsingastofu og veit ekki rassgat um auglýsingar. Það er eitthvað í mér sem vill stöð- ugt gera eitthvað nýtt og sköpun snýst mikið um það,“ segir Atli en hann dáist að listamönnum sem hafa hugrekki til að geta mistekist. „Mér hefur einmitt þótt gaman að fylgjast með Brynhildi í þessu. Hún hélt til dæmis myndlistarsýn- ingu einu sinni og er nú að skrifa þessa bók. Hún er að gera eitthvað sem hún hefur aldrei gert áður,“ bætir hann við, en það er einmitt Atli sem hefur verið henni fyrir- mynd og veitt henni ákveðinn inn- blástur í því að finna sjálfa sig. Helsta fyrirmyndin „Atli hefur verið mín helsta fyrir- mynd í lífinu frá því ég var fimm ára. Ég hef litið mjög mikið upp til hans. Og í seinni tíð er ég kannski að feta í fótspor hans, í allt öðr- um skóm. Ég hef alltaf bara verið systir hans Atla Bolla og nú er ég kærastan hans Krumma,“ segir Brynhildur kímin, en hún er í sam- bandi með Hrafni Jónssyni, sem meðal annars er pistlahöfundur á Kjarnanum. „Ég er alltaf að berjast fyrir því að vera ég – samt í gríni. En það var tímabil í lífi mínu þar sem það fór geðveikt í taugarnar á mér að vera alltaf systir Atla en ekki bara ég sjálf. Núna er mér slétt sama. Í gegnum tíðina hef ég öfundað Atla af öllum verkefnunum sem hann hefur verið að vinna í. Mér finnst hann alltaf vera að gera eitt- hvað nýtt og spennandi. Ég held að það hafi klárlega hvatt mig áfram í þeirri ævintýramennsku sem mér finnst ég hafa fundið.“ Kom ekki systur til bjargar Aðspurð hvort þau eigi ein- hverja sögu sem sé eftirminnilegri en önnur, er Atli fyrri til að grípa orðið. „Ég man eftir frekar tragískri sögu af því þegar ég hjálpaði ekki Brynhildi þegar hún lenti í alvar- legu slysi árið 2002. Hún var á Ingólfstorgi á Gaypride þegar það hrundi niður skýli og hún varð undir því. Hún hringdi í mig því hún náði ekki í foreldra okkar. Ég var bara með vinum mínum og átt- aði mig ekki á alvarleika málsins í gegnum síma. Ég skildi ekki hvað hafði gerst og sagði henni bara að vera róleg. Svo heyrði ég ekkert meira frá Brynhildi fyrr en mamma hringdi í mig nokkrum klukkutím- um síðar og þá var hún búin að vera með henni upp á slysavarðstofu í einhvern tíma. Á þeim tímapunkti var ekki vitað hvort hún hefði háls- brotnað eða hvað,“ segir Atli sem virðist enn í dag hálf miður sín yfir því að hafa ekki komið systur sinni til bjargar á ögurstundu. „Það komu sprungur í tvo háls- liði þannig ég hálsbrotnaði ekki alveg. En af því ég náði ekki í neinn í síma þá gekk ég að Dómkirkjunni þar sem mamma sótti mig, sem ég hefði alls ekki átt að gera með þessa áverka. Ég var alveg í losti og gat ekki sagt skýrt frá. Það hefði ekki þurft mikið til að þetta hefði orðið alvarlegra. Ég var þrettán ára og þurfti að byrja í Réttó með kraga um hálsinn,“ segir Brynhild- ur en henni þótti mjög fúlt að koma þannig inn í gagnfræðideildina. „Ég hef alla tíð séð mjög eftir þessu. Að hafa ekki hlustað betur á systur mína og veitt hennar neyð meiri eftirtekt þetta síðdegi,“ segir Atli, en hann bætti kannski aðeins fyrir skeytingarleysið með því að hugga systur sína þegar hún féll í almennri lögfræði í Háskóla Íslands í fyrstu tilraun nokkrum árum síð- ar. Hann hefur því reynst henni vel þó hann hafi aðeins misstigið sig í bróðurhlutverkinu einu sinni. Fetar í fótspor bróður síns í allt öðrum skóm Systkinin Atli og Brynhildur Bollabörn léku einu sinni hvort annað á öskudaginn og fríkuðu marga út. Þau eru nefnilega talin frekar lík, en sjálf vilja þau meina að það sé bara hárið. Brynhildur hefur alltaf litið upp til Atla og öfundað hann af verkefnum hans. Hann er henni mikil fyrirmynd í nýfundinni ævintýramennsku. Lík eða ólík? Systkinin segja að þau hafi aldrei þótt neitt lík fyrr en Atli lét hárið vaxa. Með þeim á myndinni er Huldar, sonur Atla. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.