Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 WOMENSECRET.COM WOMEN’SECRET ICELAND Fullkomnar jólagjafir fyrir hana Inniskór 3.695 kr.Snyrtitaska 2.495 kr. Sokkabelti 2.495 kr. Jólanærbuxur 1.795 kr.Jólanáttfatasett 5.995 kr. Jólabrjóstahaldari 4.495 kr. Sloppur grár 5.495 kr.Náttföt stutt 5.395 kr. Kanínunáttgríma 1.795 kr.Teppi 5.495 kr. 7 nærbuxur í pakka 4.495 kr. Blúndutoppur 3.595 kr. Good night náttföt 5.995 kr. jólagjafa/smáralindara5.indd 3 03/11/16 17:05 „ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmað- ur er þrátt fyrir að vera ung að árum, virtur lögmaður, vel mennt- uð og fylgin sér.“ Árni Snævarr „Bjarni Ben er ákveðinn öryggis- ventill og innanríkisráðuneytið þarf manneskju með mikla þekk- ingu á innviðum samfélgsins.“ Jónína Benediktsdóttir „Brynjar Níelsson hefur verið starfandi sem lögmaður og þekkir málefnið og væri eflaust óhrædd- ur til að taka ákvarðanir sem væru ekki ýmsum netverjum að skapi.“ Arnþrúður Karlsdóttir „Óttar Proppé þekkir málaflokk- inn vel og yrði hressandi nýjung sem æðsti yfirmaður lögreglu- og innflytjendamála á Íslandi.“ Þórður Snær Júlíusson „Þorgerður Katrín. Hún er í raun eitt af því fá sem Viðreisn hef- ur upp á að bjóða. Hefur lært af reynslunni mun alltaf sinna þessu starfi vel.“ Þorkell Máni Pétursson „Sigríður Rut Júlíusdóttir. Yfir- burðaþekking hennar og mannleg nálgun á meginviðfangsefni ráðu- neytisins munu gera samfélagið okkar betra. “ Ingimar Karl Helgason Menntamála ráðherra „Óttar Proppe kemur úr þeim heimi og skilur hann ágætlega inn- an frá.“ Egill Sæbjörnsson „Grímur Atlason. Ef allt væri gert jafnvel í mennta- og menningar- málum landsins og hefur verið gert í skipulagningu og listrænni stjórn tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, þyrftum við litl- ar áhyggjur að hafa.“ Úlfur Eldjárn „Páll Magnússon vann glæsilegan sigur á Suðurlandi og Páll hefur dýrmæta reynslu úr fjölmiðlum til að standa vörð um fjórða valdið og skólana. Páll flottur.“ Arnþrúður Karlsdóttir „Ragnar Þór Pétursson, trúnað- armaður kennara. Baráttumaður fyrir betri skólum og ástríðufullur kennari.“ Unnur Þóra Jökulsdóttir „Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda með konur. Einungis 1/3 af þing- mönnum hans eru slíkar og sú eina sem leiddi kjördæmi, Ólöf Nordal, er ólíkleg til að taka að sér ráðherraembætti vegna veikinda. Því skipar Bjarni aðstoðarkonu sína, Svanhildi Hólm Valsdóttur, sem ráðherra þessa málaflokks. RÚV fagnar því að fá loksins ráð- herra sem skilur þau og Logi Berg- mann verður prýðilegt armadjásn fyrir kokteilboðin.“ Þórður Snær Júlíusson „Óttarr Proppe. Hér er kominn tími á listamann, sem ber hag tungumálsins fyrir brjósti.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson „Svanhildur Hólm Valsdóttir yrði frábær mennta- og menningar- málaráðherra. Þekkir málaflokk- inn og er íslenskufasisti. Hvað þarf meira?“ Hlynur Sigurðsson, Umhverfisráðherra „Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi. Konan gefst ekki upp og elskar landið okkar. „Boss lady“.“ Lára Björg Björnsdóttir. „Rakel Garðarsdóttir er kunn fyrir frumkvöðulsstarf, rekstur Vestur- ports og baráttu gegn matarsóun.“ Árni Snævarr. „Svandís Svavarsdóttir hefur reynslu úr því ráðuneyti og hefur bein í nefinu til að standa vörð um náttúru landsins.“ Arnþrúður Karlsdóttir. „Halldór Þorgeirsson, yfirmað- ur stefnumörkunar hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skipan hans er sterk yf- irlýsing um að Ísland ætli að verða leiðandi í heiminum í loftlagsbar- áttunni og stefnt verður að því að rafvæða allan bílaflotann fyrir 2020.“ Þórður Snær Júlíusson „Andri Snær Magnason. Þarf ekk- ert að rökstyðja það neitt hann er og verður alltaf réttur í þetta starf.“ Jón Mýrdal „Það er ljóst að stór hluti þjóðar- innar ber mikið traust til Katrínar Jakobs og hún yrði góð í því ráðu- neyti.“ Vilhjálmur Birgisson „Svandís Svavarsdóttir hefur reynsluna og réttu viðhorfin í þessum málaflokki.“ Eiríkur Guðmundsson. „Andri Snær Magnason. Manna fróðastur um umhverfisvernd og nýsköpunarsinnaður.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson. „Kolbrún Halldórsdóttir var fyrsti umhverfisráðherrann sem hafði áhuga og þekkingu á umhverfis- málum. Hún talaði strax gegn olíu- vinnslu.“ Ingimar Karl Helgason. „Gísli Marteinn Baldursson sýndi það í Reykjavík að hann var græn- astur af þeim sam sátu í borg- arstjórn (líka VG). Hugsar í 21. öldinni.“ Grímur Atlason „Ari Trausti. Það eru fáir með jafn mikla ástríðu fyrir náttúru og au- lindum Íslands.“ Hrafnkell Sigurðsson. „Birgitta Jónsdóttir. Mér þætti ágætt ef áherslur Saving Iceland kæmust loksins að í hefðbundinni umræðu.“ Jón Örn Loðmfjörð. „Þessu ráðuneyti ætti að skipta á milli Ásgeirs Jónssonar hag- fræðings og Bjarkar Guðmunds- dóttur tónlistarmanns.“ Ingi Rafn Sigurðsson. „Þorgerður K. Gunnarsdóttir – hún yrði flott í þessu.“ Hlynur Sigurðsson. Utanríkisráðherra „Ragna Árnadóttir sannaði sig í embætti sem réttsýn, þrautseig og afkastamikill ráðherra.“ Rut Hermannsdóttir „Utanríkismálin ættu að vera í höndum Pírata því að þá yrðu allir sem standa í stórviðskiptum erlendis órólegir. Þeir hafa gott af því.“ Pétur Grétarsson. „Það er hefð fyrir því að utan- ríkisráðherra sé diplómatískur – sennilega útlensk, komin frá löndum sem hafa yfir her að ráða. Ég myndi vilja einhvern þrjóskan með hjartað á réttum stað, Birgittu Jónsdóttur.“ Eiríkur Örn Norðdahl. „Valur Ingimundarson er sér- fræðingur í utanríkismálum.“ Árni Snævarr. „Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu, glöggt auga á ástandi annarra ríkja í innflytjendapóli- tík.“ Jónína Benediktsdóttir. „Jakob Frímann Magnússon. Sennilega með stærsta og besta tenglsanet Íslands, er sennilega bæði með Phil Collins og Elísabetu Bretlandsdrottningu á „speed dial“.“ Úlfur Eldjárn. „Lilja Alfreðsdóttir hefur sýnt yf- irburðaþekkingu á sviði alþjóða- mála.“ Arnþrúður Karlsdóttir. „Birgitta Jónsdóttir er eldklár heimsborgari með yfirsýn og þor. Er „flúent“ í ensku t.d.“ Hans Kristján Árnason. „Birgitta Jónsdóttir er glæsilegur fulltrúi lands okkar, góð í sam- vinnu, einlæg og trúverðug, segir hug sinn og lætur ekki vað oní sig, og talar góða ensku.“ Unnur Þóra Jökulsdóttir „Birgitta Jónsdóttir er miklu vin- sælli stjórnmálamaður erlendis en á Íslandi. Og stenst vel hæfnissam- anburð við marga fyrrverandi ut- anríkisráðherra þjóðarinnar.“ Þórður Snær Júlíusson. „Lilja Alfreðsdóttir hefur staðið sig gríðarlega vel sem utanríkisráð- herra.“ Vilhjálmur Birgisson „Vera Illugadóttir er sérfræðingur í einræðisherrum og köttum. Hún virðist vita allt um allt og myndi fara létt með utanríkismálin.“ Jón Mýrdal. „Birgitta Jónsdóttir gæti mögulega sagt eitthvað mikilvægt á mikil- vægum stöðum.“ Eiríkur Guðmundsson. „Össur Skarphéðinsson er okkar allra færasti diplómat, mikilvæg ár framundan í heimspólitík.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson „Jón Ormur Halldórsson kann útlenskur og þekkir til um víðan völl.“ Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. „Það rífur enginn kjaft við Birgittu Jóns.“ Hrafnkell Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.