Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 58
58 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Slæmar fréttir fyrir grænmetisætur og fólk sem elskar alvöru sýrðan rjóma. Það er ekki lengur hægt að fá sýrð- an rjóma á Íslandi. Það er að segja alvöru sýrðan rjóma sem fram- leiddur er úr hreinum rjóma. MS framleiddi þar til fyrir skömmu 36% sýrðan rjóma sem framleiddur var úr rjóma en fram- leiðslu hans hefur verið hætt. Nú er einungis hægt að fá 10% og 18% sýrðan rjóma og ástæðan er, að sögn sölustjóra MS, lítil eftirspurn. Slíkur sýrður rjómi er að sjálf- sögðu ekki hreinn heldur drýgð- ur með mjólk og hleyptur með hleypiefnum. Því minni sem fitan er því fjær er varan hefðbundnum sýrðum rjóma. Fólk virðist ekki lengur vilja mat með alvöru fitu heldur magrar mjólkurvörur. Í Frakklandi, þaðan sem sagan segir að sýrður rjómi sé upp- runinn, er hann samkvæmt hefð- inni búinn til úr ógerilsneyddum rjóma sem inniheldur náttúru- legar bakteríur sem þykkja hann þegar hann fær að standa. Þar sem rjóminn okkar er gerilsneydd- ur í dag, þá er nútímaaðferðin sú að bæta mjólk- ursýrugerlum við rjóma. Í dag er sýrður rjómi á Ís- landi framleiddur með því að bæta mjólkursýrugerlum, gelatíni og ostahleypi við undanrennu- blandaðan rjóma. Það er meira og minna sú aðferð sem MS, Mjólka og Kú nota við sína framleiðslu á fituskertum sýrðum rjóma. Slæm- ar fréttir fyrir grænmetisætur, því gelatín er dýraafurð, og slæmar fréttir fyrir fólk sem vill alvöru sýrðan rjóma en fær þess í stað gelatínhleypt undanrennubland. Arna og Biobú hafa ekki enn hafið framleiðslu á sýrðum rjóma en þangað til er ekkert mál að gera sinn eigin. Ýmsar aðferðir eru í boði, en sú auðveldasta inniheld- ur sítrónusafa. Þú setur rjóma í pott og sýður hann upp. Þegar suðan er að koma upp kreistir þú sítrónusafa út í, setur lokið á og leyfir honum að standa í tvo tíma. Þá ertu kominn með sýrðan rjóma sem geymist í 7-10 daga í ísskáp. Önnur einföld aðferð er að nota AB-mjólk og kaffipoka. Þá setur þú kaffipoka á stórt glas eða annað ílát og hellir svo um 2 dl af AB-mjólk í kaffipokann. Þá byrjar mysan að leka niður og eftir rúma klukkustund ertu kominn með flauelsmjúkan sýrðan rjóma. | hh Enginn sýrður rjómi framleiddur á Íslandi Nú er einungis hægt að fá 10% og 18% sýrðan rjóma, ekki 36%. Ástæðan er, að sögn sölustjóra MS, lítil eftirspurn. Klæða sig upp eins og persónurnar Skam-æðið mikla heldur áfram.Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Svo virðist sem Skam-æðið sem gripið hefur um sig meðal Íslend- inga ætli engan endi að taka. Fyrir þá sem ekki vita um hvað ræðir er Skam norskt unglingadrama sem slegið hefur í gegn á Íslandi. Nú hefur verið stofnaður aðdáenda- hópur meðal Íslendinga og hafa meðlimir hópsins tekið upp á að deila myndum af sér þar sem þeir eru staddir í Noregi, hafa klætt sig upp eins og aðalpersónur þátt- anna eða eru staddir á stöðum þar sem þættirnir hafa verið teknir upp. Fréttatíminn fékk að birta myndir af nokkrum krökkum sem deilt hafa myndum með öðrum aðdáendum. Sara Sólrún Aðal­ steinsdóttir er mikill aðdáandi þáttanna og fór á settið. Hún sá bæði menntaskólann þar sem þættirnir eru teknir upp, bekkinn þar sem nokkrar senur hafa ver­ ið teknar og síðan hitti hún sjálfan Isak, aðal­ persónu í þriðju seríu Eir Andradótt­ ir birti þessa mynd af sjálfri sér með aðdá­ endum Skam. Þar stælir hún hana Nooru sem hún segir uppáhaldið sitt í þáttunum. Malena Sif Ásbjarnardóttir tók þessa mynd. Hún var stödd þar sem tekin var sena af vinkonunum Vilde og Nooru þegar þær áttu saman mikilvægt spjall um töffarann William sem bræddi hjörtu þeirra beggja. Vilde hleypur líka upp tröppurnar í nokkrum senum til að hreyfa sig. Óskar Steinn Ómarsson tók þessa mynd í Noregi íklædd­ ur í ekta „russedress“. Hann minnir óneitanlega á einhvern í Penetrators klíkunni. Er þetta hinn íslenski Penetrator­Chris? Fyrsta íslenska vefgalleríið Vefsíðan Islanders með nýtt verkefni. „Auður Gná og Íris Ann stofnuðu Islanders vefsíðuna sem hefur ver- ið í gangi í tæpt ár. Núna erum við þrjár hins vegar komnar í lið með þeim. Ég, Þórdís og Elísabet. Við verðum umsjónarmenn Islanders Gallery sem verður eitt þeirra ver- kefna sem verða í gangi á heima- síðunni,“ segir Sigþóra Óðins, ein forsvarsmanna fyrsta vefgall- erís sinnar tegundar á Íslandi. Veftímaritið Islanders hefur vakið athygli fyrir vandaða umfjöllun um margbreytileg íslensk heim- ili. Í ljósi þess hve góðar viðtök- ur tímaritið hefur fengið verður næsta skref stigið og vefgallerí stofnað. „Við verðum með opnunarsýn- ingu sem ber heiti Go Pink Your Self og fer fram í merkilegu húsi í sögu íslenskrar bygginarlistar sem hannað er af Högnu Sigurðar- dóttur arkitekt. Þar sýnum við málverk eftir Kristin Má Pálma- son en líka pappírsverk sem unnin voru sérstaklega fyrir galleríið. Við munu síðan kynna til leiks nýja listamenn með tveggja mánaða millibili. Opnunarsýningin verður eins dags opnun í eiginlegu rými og í framhaldinu verða verkin á vef Islanders,“ segir Sigþóra. „Það er ekkert galleríi á Íslandi með svona mikla áherslu á vef- sýningu og sölu.Til eru listrými og gallerí sem sýna verkin sín á vef en eru með eiginlegar starf- stöðvar. Islanders Gallery verður ekki þannig heldur nánast bara á netinu. Islanders er alþjóðlegur vefur fyrir almenning til að kynn- ast menningarkimum í gegnum myndefni og greinar sem við von- umst til að hafi samflæðandi áhrif fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun, innanhúshönnun, myndlist og menningu.“ -bg Elísabet, Sigþóra og Þórdís. Eitt verka sýningarinnar. 2017 DAGATAL FULLKOMIN YFIRSÝN ALLT ÁRIÐ Á EINU PLAKATI (40X50CM) Fæst á IBN.IS og í Eymundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.