Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 26
Björg Árnadóttir hefur sótt ER-
ROR hátíðina í Bratislava síðast-
liðin þrjú ár og hélt námskeið í
skapandi skrifum fyrir heimilis-
lausa á Medart, ráðstefnu sem
var haldin samhliða ERROR
leiklistarhátíðinni í síðustu viku.
Björg hefur unnið og starfað til
fjölda ára í menntageiranum á
Íslandi og brennur fyrir valdefl-
andi starfi í gegnum listform,
eins og skrif og leikhús. „Listin
getur verið læknandi úrræði fyrir
marga sem lenda á jaðri sam-
félagsins vegna geðsjúkdóma
og félagslegra aðstæðna,“ segir
Björg. En Björg hafði milligöngu
um að hópurinn Húmor frá Ís-
landi flutti verkið Sib Sab Boing
á hátíðinni í síðustu viku.
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016
sem var ennþá inni í lestinni
og hún hélt áfram sína leið. „Ég
hringdi heim í mömmu en hún
sagði mér þá bara að hringja í Berg-
þór.“ Bergþór hafði jafnframt það
hlutverk að halda hópnum saman
en Orri gat alveg bjargað sér með
símann og fann með hans hjálp sína
leið á hótelið og beið bara rólegur
þar til að hópurinn skilaði sér.
Bratislava
Bergþór og Orri eru sammála um
ágæti og glæsileika Bratislava. „Við
sváfum fyrstu nóttina bókstaflega
á ánni, af því að við gistum í báti
á Dóná,“ segir Orri og Etna sýpur
hveljur þegar hún minnist frum-
sýningardagsins. „Við vorum með
opnunaratriðið og ég hélt að ég
yrði lögð inn á Klepp, það gekk
svo mikið á. Ég var búin að leggja
ríka áherslu á að við værum alltaf
saman, af því að við urðum svo
oft viðskila í Berlín,“ segir Etna og
hristir hausinn. Bergþór tekur til
máls: „Já, þau tóku leigubíl í leik-
húsið en við Júlli vildum labba og
fengum kort hjá hótelinu, en kon-
an í móttökunni merkti leikhúsið
inn á vitlausan stað þannig að við
löbbuðum framhjá því og komum
hálftíma of seint í leikhúsið,“ og
Patrik (skipuleggjari hátíðarinnar)
skammaði mig segir Etna og hristir
hausinn.
Fall er fararheill
„Allt gekk á afturfótunum, við kom-
um allt of seint og myndbandið vildi
ekki spilast og Anný, sem er ein af
leikhópnum, hafði sett saman mjög
flott „slideshow“ sem passaði ekki í
neitt tæki þarna,“ útskýrir Orri. Við
það datt Anný alveg niður og vildi
hætta. En Anný er með mikilvægt
dansatriði í sýningunni og þetta var
alveg við það að springa hjá leik-
hópnum. Algjört drama.“ Etna hlær
og hristir hausinn, tvær mínútur
í sýningu. „En þetta hafðist, við
tókum smá hugleiðslu og sýningin
byrjaði og Anný fór inn á sviðið og
dansaði við suðræna tónlist sem
Orri hafði valið. En öll eru þau sam-
mála um að dansatriði Annýjar hafi
verið dásamlegt og Orri vill meina
að stressið hafi hjálpað til. Etna
bætir því við að hluti af því að vera
geðveikur og taka þátt í svona leik-
verki sé að læra að vera stundvís og
að taka þátt, það sé svo mikilvægt.
Sib Sab Boing
„Við lokuðum
hópnum fjór-
um vikum áður en við ákváðum
að fara út og byrjuðum þá á fullu
að æfa. Verkið byggðum við á leik
sem heitir Sib Sab Boing, sem er
leikur sem leiklistarkennarar á Ís-
landi nota mikið við kennslu,“ út-
skýrir Etna sem er lærð leiklistar-
kona. Við notuðum leikinn í staðinn
fyrir tungumálið ásamt söng og
dansatriðum. Orri útskýrir enn
fremur: „En sýningin okkar fjallar
í grunninn um mæðgin, sem eru
að leita að íbúð og fara á geðspítal-
ann að leita úrræðis.“ Það er „raun-
verulegt ástand“ en Etna segir að
tilfellið sé að margir skjólstæðingar
á Kleppi, sem jafni sig eftir að hafa
glímt við geðveiki, geti ekki útskrif-
ast af því að þeir fá ekki íbúð. „Við
erum að hvetja til umræðu, af því
að það er margt fólk þarna úti sem
fær ekki hjálp. Á Íslandi heyrum
við töluna 180 til 200 sem eru skil-
greindir heimilslausir, og eru þess-
ar tölur miðaðar við ásókn í Gisti-
skýlið í Reykjavík en það segir bara
brot af sögunni.
Andlegt heimilisleysi
En við veltum líka fyrir okkur and-
legu heimilisleysi. „Við Orri þurfum
stundum að fara á spítala til þess
að ná heilsu. Við erum þá komin
út í horn, fjölskyldan og vinir skilja
okkur ekki og þá einangrast maður
og það kalla ég „andlegt heimilis-
leysi“ segir Etna. Í einu þess kon-
ar andlegu þroti og „heimilisleysi“
kynntist Etna vini sínum, Berg-
þóri, en hann er fulltrúi notenda
á geðsviði Landspítalans. „Ég var
inn á Landspítalanum eftir sjálfs-
vígstilraun,“ rifjar Etna upp, „og
læknirinn vildi útskrifa mig aðeins
tveim dögum eftir tilraunina. Ég
var nýskilin og þorði ekki að fara
heim í tóma íbúðina, ég var hrædd
um að ég myndi reyna aftur að
taka líf mitt. Þetta er að vera „and-
lega heimilislaus“. Orri tekur undir
þetta og veltir því fyrir sér hvað sé
í rauninni heimili? Hann lítur svo
á að hann hafi verið heimilislaus á
árunum 2008 til 2013 þegar hann
dvaldi á stofnunum.
Leikhúsið læknar
„Allir í leikhópnum okkar leggja
mikla vinnu á sig,“ segir Etna. „Við
stríðum öll við kvíða eða einhverja
geðsjúkdóma. En við leggj- um
það til hliðar, vegna þess
að þegar þú ert geðveik-
ur þá er ekki hægt að
framleiða neitt. En
þegar við erum að
skapa saman og búa til sýningu þá
erum við að framleiða.
„Sýningin okkar vakti mikla
athygli á hátíðinni. Ég var spurð
að því hvort að við værum atvinnu
leikhópur,“ segir Etna alvarleg. „Við
vorum beðin um að koma í viðtöl
hjá fjölmiðlum frá öðrum löndum.“
Etna minnist lögreglukonu sem
kom til hennar eftir sýninguna og
hældi hópnum, en konunni fannst
sýningin fyndin á yfirborðinu en
undirliggjandi væri hinsvegar
sorgleg saga. Etna telur þetta vera
vitnisburð um að þau hafi verið að
gera eitthvað rétt en segir jafnframt
að þátttakan á hátíðinni hvetji hóp-
inn til þess að halda áfram og gera
enn betur.
Það verður sannarlega spennandi
að fylgjast með þessu fordómalausa
og sprelllifandi fólki skapa meira
leikhús í framtíðinni. En heitasti
draumur Etnu er að fá leikhópinn
„Diradlo bez domova“ frá Bratislava
í samstarfsverkefni við „Húmor“ og
setja upp verk saman og augu henn-
ar ljóma af tilhlökkun við þessa til-
hugsun.
Leikhópurinn Húmor á heimleið eftir velheppnaða ferð til Bratislava þar sem hópurinn sýndi framlag sitt á ERROR.
Björg Árnadóttir hélt námskeið í skap-
andi skrifum fyrir heimilislausa.
Atriði úr Sib Sab Boing hjá leikhópnum Húmor.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
ÞRÁÐLAUST FRELSI
HEYRNARTÓL
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
VATNSHELD SKEMMTUN
HÁTALARAR