Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 62
fjörið. 2 | helgin. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2016 Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið. Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna. Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn Hvað ertu að lesa? „Ég verð að viðurkenna að ég set nýjar bækur miskunnarlaus neðst í staflann. Nú er ég til að mynda að lesa Geirmundar sögu heljar- skinns eftir Bergsvein Birgisson, en hún kom út í fyrra. Ég stefni samt á að lesa Þorstein frá Hamri og Heiðu fjallabónda og smásögur Andra Snæs. Ég er því miður bú- inn með Ör eftir Auði Övu en það gerði manni eflaust ekkert illt að lesa hana aftur á jólanótt. Á nýja árinu ætla ég að halda áfram að lesa ekki Der Mann ohne Eigenschaften og Don Kíkóta.“ Arnar Már Arngrímsson Jólalegur eggjapúns með diskóívafi Ási á hinum sjóðheita Pablo Discobar kominn í jólaskap. „Þetta er alveg klassískur drykkur í desember. Góður eggjapúns klikkar seint. Þessi er mjög frísklegur og það geta allir gert hann heima hjá sér,“ segir Ásgeir Már Björnsson barþjónn. Ási, eins og hann er jafnan kallað- ur, stendur vaktina á Pablo Discobar sem nýlega var opnaður í Veltusundi, þar sem veitingastaðurinn Einar Ben var áður. Pablo Discobar er litrík- ur og líflegur staður og þar svífur skemmtilegur 80’s-andi yfir vötnum sem passar vel við fjölbreytta kok- teila sem Ási og hans fólk reiða fram. Eggjapúns Ása 45 ml Diplomatico Reserva Exclusiva romm 1 egg 60 ml nýmjólk 15 ml kanilsíróp 10 ml sérrí Hristið með klaka en berið fram án klakans. Hægt að nota blandara ef vill. Rífið múskat yfir og berið fram.Mynd | Hari Reyndu nú að skilja! Jólaspilið í ár á mörgum heimilum í ár verður án efa spilið „Mouth trap“. Spilið hefur tröllriðið internetinu að undanförnu en ófáar klippur hafa verið birtar á Youtube af fólki að spila spilið. Það fer þannig fram að tveir og tveir eru saman í liði. Annar kepp- andinn þarf að setja upp í sig góm sem er til þess gerður að halda vörunum frá tönnunum þannig að ekki er hægt að nota varirnir til þess að mynda stafi og hljóð en stóla algerlega á tungu og tenn- ur. Keppandinn dregur spjöld með orðum sem hann þarf að lesa þannig að liðsfélagi hans skilji hann. Þetta er hægara sagt því að gómurinn virkar afar takmark- andi þegar kemur að því að segja sum orðin og mynda sum hljóð. Úr verður hin besta skemmtun og víst að flestir enda með magapínu af hlátri eftir kvöldstund í Mouth trap. Spilið er nú loks komið í Spilavini. Leystu orkuna úr læðingi Orkusýningin í Ljósafossstöð er skemmtileg og fræðandi fyrir alla aldurshópa, en þar geta orkubolt- ar fengið tækifæri til að leysa orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl. Hver vill ekki prófa að safna rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum. Ljósafossstöð er staðsett á Sogs- svæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Það er því tilvalið að skella sér á rúntinn með fjöl- skylduna og kom við á sýningunni. Opið er alla daga frá 10 og 17. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Það er mikil lífsgleði í söngnum, sérstaklega þegar maður syngur í kór hjá Hilmari Erni. Hann er svolítið öðru- vísi stjórnandi, smitar út frá sér gleði og fær alla til að gera sitt besta,“ segir Trausti Valdimars- son, meltingarsérfræðingur og for- maður kórsins Söngfjelagsins, sem heldur aðventutónleika í Lang- holtskirkju á sunnudaginn. Þema tónleikanna í ár er keltnesk og írsk jólatónlist í bland við íslenska. Þá verður frumflutt jólalag Söng- fjelagsins 2016 eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. „Írland er svo skylt okkur þannig við finnum okkur mjög vel í þessum írsku lögum. Mann langar eiginlega bara að fara að dansa við þessa tónlist,“ segir Trausti sem er að vonum spenntur fyrir tónleik- unum. Frábær félagsskapur Trausti hefur sungið í kór síð- an hann var barn og foreldar hans sungu mikið fyrir hann og systur hans sex í æsku. „Ég var svo frægur að vera í kór hjá Jóni Stefánssyni, kórstjóra og organista í Langholtskirkju, sem lést fyrr á þessu ári. Ég var níu ára þegar hann stjórnaði kór í Árbæjarskóla. Við vorum þrír strákar og þrjátíu stelpur. En hann kenndi mér fyrst að syngja í kór.“ Þá tók Trausti þátt í kórstarfi bæði í menntaskóla og háskóla, söng með Dómkórnum í tíu ár og hefur sungið með Söng- fjelaginu í fimm ár. „Að syngja er besta leiðin til að hvíla hugann, sérstaklega syngja í kór með öðrum. Samkenndin og félagsskapurinn er svo frábær. Það er alls konar fólk í kórnum; lista- fólk, kennarar og tónlistarfólk, sem er mjög gaman að hitta. Svo förum við í kórferðalög og æfinga- búðir.“ Hreifst af þríþraut En söngurinn er ekki eina áhuga- mál Trausta. Hann stundar líka þríþraut af miklu kappi. „Mað- ur má ekki láta sér leiðast. Pabbi sagði alltaf að maður ætti að lifa til fulls. Lifa alveg fram í andlátið. Það er mjög gott mottó.“ Þríþrautinni kynntist hann árið 2005 en þá hafði hann stund- að hlaup í nokkur ár. „Ég byrjaði að hlaupa þegar ég var þrítugur og hætti að reykja. Þá greip mig hlaupafíkn. Smám saman var ég farinn að hlaupa of mikið og meiðsli fóru að hrjá mig, þannig ég fór að synda og hjóla líka. Það er svo gaman að geta spriklað eitthvað á hverjum degi,“ segir Trausti kankvís. Gott að vera meira en læknir Þá hefur hann tvisvar tekið þátt í WOW-cyclothon, í fyrra skiptið í fjögurra manna hópi sem honum þótti ansi strembið og sá ekki fyrir sér að fara aftur. „Það var alveg klikkað, hrikalega erfitt. Ég ætlaði aldrei aftur.“ En það átti eftir að breytast. Í fyrra voru Trausti og vinur hans teknir inn í tíu manna lið fyrir cyclothon-ið í staðinn fyrir tvo sem meiddust. Hópurinn sam- anstóð aðallega af verkfræðing- um og lögfræðingum og kölluðu þeir sig Félag miðaldra skrifstofu- manna. „Þeim fannst það voðalega fyndið þegar hópurinn var stofn- aður og þeir voru fertugir. En það er kannski ekki eins fyndið núna þegar þeir eru orðnir fimmtugir. En við vorum allavega með lang- hæstan meðalaldur í keppninni. Við héldum að þetta yrði rólegt dúll því þeir hétu þessu nafni, en það var mikil keppnisharka og stíf- ar æfingar,“ segir Trausti en hon- um fannst líka gaman að prófa að taka þátt í keppninni með stærri hópi. „Það er svo gaman að leika sér. Þegar maður er í svona stress- starfi, eins og læknastarfið getur verið, þá er nauðsynlegt að gera líka eitthvað annað. Ekki vera alltaf læknir, heldur starfa sem læknir og hugsa stundum um eitt- hvað annað. Sumir eru nefnilega bara það sem þeir starfa við. Ég er ekki þannig.“ Söngfjelagið mun halda tvenna tónleika á sunnudaginn, klukkan 16 og 20 í Langholtskirkju, þar sem boðið verður upp á einstaka há- tíðarstemningu. Kórnum til halds og trausts verða svo írskir hljóð- færaleikarar og söngvarar. „Það er svo gaman að leika sér“ Trausti Valdmarsson meltingarsérfræðingur er algjört hreystimenni og söngfugl mikill. Hann keppir í þríþraut og syngur með Söngfjelaginu sem heldur aðventutónleika á sunnudag. Hann segir sönginn bestu leiðina til að hvíla hugann. Trausti hrausti Trausti kynntist þríþraut fyrir rúmum áratug og hefur stundað íþróttina af kappi síðan. Hér að hann að hjóla í Hvalfirðinum í Járnmanninum. Mynd | Arnold Björnsson Að syngja er besta leiðin til að hvíla hugann, sérstaklega syngja í kór með öðrum. Samkenndin og fé- lagsskapurinn er svo frábær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.