Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 kosningarnar eru frábær rök fyrir konungsstjórn“ og beitti þar svipuðum rökum og Tolstoy. Það er tímanna tákn að slíkar greinar birt- ist í blöðum á borð við New York Times og The Guardian, sem vana- lega teljast vinstra megin við miðju í framsetningu. Konungur Bandaríkjanna fundinn Michael Rosenblum skrifar í Huffington Post: „Við erum stál- heppin að hafa aldrei haft sturlaða manneskju í Hvíta húsinu. Það gæti breyst núna. Flökkusaga ein segir frá því að George Washington hafi verið boðið að verða konungur Bandaríkjanna Hann hafnaði því. Kannski voru það mistök. George og Martha Washington áttu engin börn. En niðjar Washington-ætt- arinnar eru um 8 þúsund talsins í gegnum bræður hans, Agustine og Samuel. Ef Washington hefði tekið tilboðinu, væri konungur Bandaríkjanna í dag Paul Emery Washington, fyrrverandi forstjóri í byggingarvöruverslun. Við ættum kannski að hringja í hann?“ Sagan skrýtin skepna Þetta hljómar allt saman skringi- lega. Á síðasta áratug var trú heims- byggðarinnar á lýðræði í hæstu hæðum. Eftir kalda stríðið og hrun kommúnismans trúðu margir, þeirra frægastur líklega bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama sem skrifaði um „Enda- lok sögunnar“, að 21. öldin myndi einkennast af stöðugu stjórnarfari lýðræðislegra, markaðssinnaðra, mannúðlegra og frjálslyndra afla. Nú þegar rúm 15 ár eru liðin af þessari öld finnst okkur þetta hjá- kátlegt. Óstöðugleiki í stjórnarfari virðist aukast dag frá degi og hið ótrúlega virðist sífellt handan við hornið. Samt hefðum við flissað yfir þeirri vitleysu að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna fyrir örfáum misserum. Er ekki þverstæða sögunnar einmitt að í hugum samtímamanna virðist allt geta gerst, að minnsta kosti margt, en að þeir atburðir virðist óumflýj- anlegir eftir á og sérstaklega þegar árin líða? Kannski er því ekki vit- laust að gera ráð fyrir möguleikan- um á að fjöldahreyfingar myndist sem hvetji til stofnunar konung- dæma í löndum þar sem slíkt er alls ekki að finna. Kóngskosning í Brasilíu Árið 1993 var haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla um stjórnarskrár- breytingar í Brasilíu. Þær fóru fram eftir að stjórnlagaráð hafði komið saman, eftir að herforingjastjórn- in fór frá völdum 1988. Skipuleggja þurfti stjórnkerfið upp á nýtt. Lítill hluti stjórnlagaráðsins var skipaður konungssinnum sem náðu að koma því í gegn að þjóðin yrði spurð Stemning í brúðkaupsafmæli Karls Gústafs Svíakonungs og Sylvíu drottningar árið 2001. hvort hún vildi frekar hafa for- seta eða konung. Helstu rökin fyr- ir þessu voru að tímabilið til 1889, þegar keisaradæmi ríkti í landinu, hefði verið mikið blómaskeið í stjórnarfari en að 20. öldin hefði einkennst af stöðugum valdarán- um og almennum óstöðugleika. Í kosningabaráttunni steig fram einn af afkomendum Pedro II. keisara, C prins af Orléans-Braganza, sem fæddur var í Frakklandi en gerði tilkall til krúnunnar. Úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar voru að 86 prósent kusu að Brasilía yrði áfram lýðveldi. Þrátt fyrir að það þýddi yf- irgnæfandi stuðning fannst mörg- um ansi merkilegt að 13 prósent manna vildu gera landið að kon- ungsdæmi. Hví ekki íslenskan kóng? Gleymum því svo ekki að ýmsir Íslendingar veltu fyrir sér á fyrri hluta 20. aldar að stofna konung- dæmi á Fróni þegar landið næði fullu sjálfstæði. Þegar Norðmenn hlutu sjálfstæði frá Svíum árið 1905 buðu þeir Karli danaprins krúnuna. Hann varð Hákon sjö- undi. Skiptar skoðanir höfðu verið um þetta en á endanum fór svo að mikill meirihluti Norðmanna kaus að gera landið að konungdæmi. Há- kon varð vinsæll í Noregi og þótti standa sig vel þegar landið lenti undir grimmilegu hernámi Þjóð- verja í síðari heimsstyrj- öldinni. Og líklega voru allmargir hér á þeirri skoðun að Ísland ætti að eiga sinn konung þegar landið fengi loks langþráð sjálfstæði frá Dönu m. Og helst þá ein- hvern með fína ættartölu, er- lendan mann af evrópskum kon- ungsættum, eins og venjan var þá í slíkum málum. Einn þeirra var tónskáldið Jón Leifs. Árið 1937 ritaði hann greinina „Ísland frá er- lendu sjónarhorni“ þar sem hann ræddi um ýmislegt sem betur mætti fara hér á klakanum. Framtíð þjóðarinnar eftir sam- bandsslit væri í hættu vegna van- hæfni íslenskra stjórnmálamanna sem væru lítt færir um að halda um valdataumana í landinu. Íslendingar menn með mönnum „Eg skal játa það, að eg er persónu- lega kominn á þá skoðun, að eina velferðarleiðin fyrir Ísland sé að halda áfram að vera konungsríki. Langbezt væri náttúrlega að hafa eigin konung, sem væri búsettur í landinu, gerðist íslenzkur og lifði með þjóð sinni í blíðu og stríðu,“ skrifaði Jón Leifs. „Við yrðum að byggja konungsbústað; það yrði svo að segja eini stofnkostnaður- inn.“ Mikilvægast væri að huga að því hvaða konungsætt hentaði Íslendingum best. „Konungsfjöl- skylda mundi skapa hér bæði innri og ytri menningu, með eigin fyrir- dæmi, þó ekki væri með öðru, og við Íslendingar mundum þá verða menn með mönnum, jafnvel meira en það, í samanburði við ýmsar þjóðir. Sumir Íslendingar virðast gagnsýrðir af þeirri villu, að kon- ungar og konungsfjölskyldur sé iðjulaust fólk, sem lifi í munaði og jafnvel hálfgerðu siðmenningar- leysi, en sannleikurinn er þessu alveg gagnstæður.“ Margt bendir svo til að Jón Leifs hafi verið einn þeirra sem buðu þýska prinsinum og nasistanum Friedrich Christian af Schaumburg-Lippe konungstign árið 1938. Það voru furðuleg áform sem aldrei komust langt. Dýrt drasl? Í síðustu viku var tilkynnt í Bret- landi að viðgerðir á Buckingham- -höll í London, aðsetri bresku kon- ungsfjölskyldunnar, muni kosta skattgreiðendur um 52 milljarða ís- lenskra króna. Þetta hefur komið af stað enn einu fárinu í breskum fjöl- miðlum. Sér í lagi þar sem drottn- ingin er sjálf vellauðug og öll kon- ungsfjölskyldan sömuleiðis. Það er því ýmsir van- kantar og álitsefni þegar kemur að kóngafólkinu. Óstöðugleiki í stjórnar- fari virðist aukast dag frá degi og hið ótrúlega virðist sífellt handan við hornið. Samt hefðum við flissað yfir þeirri vitleysu að Donald Trump yrði næsti forseti Banda- ríkjanna fyrir örfáum misserum. Elísabet Breta- drottning nú í vikunni. Myndin er tekin í veislu. SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is HREINDÝRABORGARI 175 G Brioch brauð, rauðlaukssulta, piparrótarmayo, Búri, romain salat, vö‡ufranskar, tru‡umayo 2.890 kr. JÓLABOX • Tvíreykt hangikjöt, epli, skallotlaukur, laufabrauð • Flatkaka, bleikja, klettasalat, rjómaostur, dill • Saltfiskur, sætmús, lotusrót, tómat-chutney • Andabringa, piparrótar-blómkálspurre, portvínssósa 3.590 kr. JÓLA JÓLA GASTROPUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.