Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 16. nóvember Andy Woodward, fyrrum leikmað- ur Bury og Sheffild United, var fyrstu til að stíga fram og greina frá misnotkun sem hann varð fyrir á aldrinum 11 til 15 ára er hann spilaði fyrir Crew Alexandra. 22. nóvember Steve Walters kemur fram í kjöl- farið og segist einnig hafa verið beittur ofbeldi af hendi Bennell meðan hann spilaði með Crewe Alexandra. 23. nóvember Paul Stewart, fyrrum landsliðs- maður Englands og leikmaður Tottenham, greinir frá því að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu of- beldi af hendi Frank Roper, þjálf- ara Blackpool, sem að hans sögn beitti hann ofbeldi daglega í 4 ár. 23. nóvember David White, fyrrum framherji Manchester City, skýrir frá því að hann hafi einnig sætt ofbeldi af hendi Bennell á sama tímabili þegar hann spilaði með unglinga- liði Whithill FC í Manchester. 24. nóvember The Guardian greinir frá því að ónafngreindur fyrrum knattspyrnumaður hafi haft sam- band við lögreglu og tjáð henni að hann hafi orðið fyrir misnotkun af hendi Georgs Ormond, fyrrum þjálfara unglingaliðs Newcastle United, en hann var fangels- aður árið 2002 fyrir brot gegn ungum knattspyrnudrengjum á Newcastle-svæðinu. 25. nóvember Jason Dunford og Chris Unsworth koma fram í fjölmiðlunum og segja frá misnotkun af hendi Bennell þegar þeir voru ungir leikmenn. 27. nóvember Anthony Hughes segir í samtali við The Sunday Mirror að Bennell hafi misnotað sig þegar þeir sátu í sófa á meðan hann var í æfinga- búðum hjá Crewe Alexandra. 27. nóvember Ian Ackley segir í viðtali við BBC að hann hafi einnig orðið fyrir misnotkun af henni Bennell. ur hann tvívegis verið sakfelldur í Bretlandi, eða á árunum 1998 og 2015, en þá hlaut hann tveggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára dreng sem átti sér stað 1980. Síðastliðinn þriðjudag var Benn- ell síðan ákærður fyrir átta kynferð- isbrot gegn 14 ára gömlum dreng en brotið mun hafa átt sér stað á árun- um 1981 til 1985, Málið verður tekið fyrir af breskum dómstóli þann 14. desember. Það er því ljóst að þrátt fyrir að Bennell hafi ítrekað komist í kast við lögin fyrir misnotkun á ungum drengjum hafi hann fengið að starfa óáreittur innan íþróttahreyfingar- innar með börnum. Nokkuð sem hefur vakið upp miklar spurningar og harða gagnrýni eftir að málið var gert opinbert í fjölmiðlum. Margir af þeim sem stigið hafa fram hafa greint frá því að það hafi í raun ver- ið alvitað að Bennell hafði afbrigði- legar kenndir til drengja en eitt af því sem knattspyrnusambandið rannsakar nú eru ásakanir um að forráðamenn liðanna hafi borgað ungmennum og foreldrum þeirra gegn því að tilkynna ofbeldið ekki til lögreglu. Sjálfur sagði Bennell, þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi árið 2015, að hann væri skrímsli en hann var í kjölfar dómsins settur í ævilangt bann innan knattspyrnuheimsins. Hann var látinn laus úr fangelsi fyrr á þessi ári og tók þá upp nafnið Ric- hard Jones. Hann býr nú í Bucking- hamshire og vinnur við að gera við tölvur. Nýjustu fregnir herma að hann hafi fundist meðvitundarlaus á heimili sínu síðastliðinn föstudag og dvelur nú á sjúkrahúsi. Ekki hef- ur komið fram hver orsökin er og hvort hún tengist málinu en lög- reglan verst allra frétta. Bauð uppáhöldum heim Bennell starfaði við að uppgötva unga hæfileikaríka fótboltamenn og gat þar af leiðandi spilað stórt hlut- verk í framtíð ungra drengja. Hann starfaði lengst af hjá Crew Alex- andra sem var þekkt fyrir að þjálfa efnilega fótboltamenn sem margir hverjir áttu eftir að ná langt innan íþróttarinnar. Einnig tengdist hann félögunum Stoke City, Manchester City og fleiri liðum víðsvegar um Bretland. Hann þótti valdamikill inn- an knattspyrnuheimsins og hafa margir af leikmönnunum, sem stig- ið hafa fram, sagt frá því að þeir hafi verið hræddir um að Bennett kæmi í veg fyrir frekari frama ef þeir létu ekki undan kröfum hans. Það er þekkt að Bennell bauð drengj- um sem voru í uppáhaldi að gista heima hjá sér þar sem þeir fengu Frank Roper, þjálfari unglingaliðs Blackpool, (til hægri á mynd) á að hafa beitt Paul Stewart, fyrrum leikmann enska lands- liðsins, hrottalegu ofbeldi. skyndibita, fengu að leika við apa og hunda sem voru í eigu hans í og horfðu á hryllingsmyndir. Þeir hafi í raun fengið að gera allt sem þá lang- aði til. Hann átti það til að segja hrika- legar draugasögur í þeim tilgangi að vekja upp hræðslu og fá drengina til að deila með sér rúmi. Svo virðist sem foreldrar drengj- anna hafi treyst Bennell og sum- ir fögnuðu jafnvel athyglinni þar þeir sem töldu að þetta væri liður í að auðvelda drengjunum að ná frama innan íþróttarinnar. Í eitt sinn tjáði einn drengjanna föður sínum frá því hvað átti sér stað á heimili Bennell og gekk þá hópur foreldra á hann. Mun Bennell hafa grátið og sagt að hann myndi aldrei snerta drengina aftur. Foreldrarn- ir, sem voru áhyggjufullir að ef lög- reglan kæmist í málið myndi það hafa slæm áhrif á frama drengjanna og trúandi því að hann myndi láta af þessu hátterni, létu málið kyrrt liggja. Fleiri íhuga að stiga fram Allir þeir sem hafa stigið fram glíma enn við afleiðingar ofbeld- isins. Ótti, kvíði og skömm hafi lit- að líf þeirra og hafi haft neikvæð áhrif á starfsframa og fjölskyldu- líf. Paul Stewart, fyrrum landsliðs- maður Englands, segir Frank Roper skrímsli sem hafi hótað því myrða fjölskyldu sína. Hann hafi sífellt ver- ið hræddur og vanlíðanin leiddi til þess að hann leitaði á náðir eiturlyf- ja og áfengis. Hann fagnar því að Woodward hafi stigið fram og hvet- ur aðra þolendur til þess að gera það sama. Í breskum fjölmiðlum kem- ur fram að f leiri nafntogaðir knattspyrnumenn íhugi að stíga fram á næstu dögum og það er ljóst að málinu er hvergi nærri lokið. Paul Stewart, fyrrum landsliðsmaður segir níðinginn hafa hótað að myrða fjölskyldu sína ef hann segði frá ofbeldinu.FORDRYKKUR – freyðivín TE GRAFINN LAX Skallottukrem, dillmæjó, hrogn, súrdeigs kex ANDABRINGA Gulrótarkrem, portvínssósa ÍSLENSKT LANDSLAG Nauta tartar, reyktur ostur, rúgbrauð, pikklaður laukur, ediksnjór LETURHUMAR Jólatré og beurre noisette SVÍNASÍÐA Reykt sellerí-purée, kirsuberjasósa, fersk epli, pikklaður skallottulaukur GRILLUÐ NAUTALUND Jarðskokka og hvítsúkkulaði-purée, steiktar næpur með sveskjum og heslihnetum, ka’-hollandaise EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA Kryddkex, karamelluseruð hvítsúkkulaðimús, epla og fáfnisgrasfylling 8.900 kr. 7 rétta jólaveisla FRÁ KL. 17 Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Austurstræti 16 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011 JÓLIN Á APOTEKINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.