Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Það er undarlegt ástand á íslenskum stjórnmálum. Engin ríkisstjórn í sjónmáli og það er eins og stjórn- málaforingjarnir treysti sér ekki til að mynda neina. Enginn vill gefa eftir af sínum stefnumálum af ótta við baklandið. Og þar sem enginn vill gefa eftir næst ekki saman. Samt er þetta ekki svo undar- legt. Síðustu ríkisstjórnir hafa verið felldar af almenningi. Frá- farandi stjórn var hrópuð niður síðastliðið vor en frestaði kosn- ingum til hausts. Þá fékk hún 40 prósent atkvæða, sem er sögulegt lágmark sameiginlegs fylgis Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. Ríkisstjórnin þar á undan steig ekki niður eftir að hafa orðið undir almenningi í kosningum um Ices- ave-samninginn, sat umboðslaus út kjörtímabilið og var refsað með verstu sögulegri útkomu vinstri- flokkanna tveggja og forvera þeirra. Ríkisstjórnin þar áður var felld í mótmælaöldu almennings sem stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn, gátu ekki staðist. Það er því ljóst að íslenskir kjós- endur láta ekki bjóða sér hvað sem er. Ef stjórnmálaforingjarnir ætla að berja saman stjórn verða þeir að gera það almennilega; starfa í sátt við þjóðina og mynda breiða samstöðu um öll sín mál. Langt út í samfélagið. En íslensk stjórnmálamenning byggir ekki á slíku. Hefðin er sú að foringjar tveggja flokka fella saman hugi og beiti síðan aflsmun- ar á Alþingi við að reka hugðarefni sín þar í gegn. Traustur þing- meirihluti tveggja flokka var ávís- un á svokallaðan stöðugleika, það er að Alþingi hleypti í gegn þeim málum sem ríkisstjórnin setti á oddinn. En þessi tími er liðinn. Síðasta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks var langdreginn dauðdagi. Þrír sátu á stóli forsætisráðherra; Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde. Byrjun þessa kjör- tímabils, eins og lok þess á undan, einkenndist af málum sem forystu- menn stjórnarflokkanna reyndu að troða í gegnum þingið en tókst ekki, eins og fjölmiðlafrumvarpið, eða samþykktu þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, eins og veru Íslands á lista viljugra stuðn- ingsþjóða innrásar Bandaríkjahers í Írak. Síðan þá hefur tveggja flokka stjórnum farnast illa í samskiptum sínum við þjóðina. Það má því segja að tveggja flokka stjórnin, sem byggir á traustu samkomulagi tveggja for- ystumanna, hafi dáið fyrir þrettán árum eða svo. Það er því undarlegt að stjórn- málaforingjar hafi ekki fundið aðrar fyrirmyndir að vellukkuðum samsteypustjórnum. Undanfarnar vikur hafa þeir verið eins og fólk að dansa menúett við raggie-tón- list. Kannski mun það taka stjórn- málafólkið nokkur ár í viðbót að sætta sig við breytta stöðu. Það tekur alltaf tíma að fóta sig í nýju umhverfi. Jafnvel þótt við viljum temja okkur nýja siði dregur upp- eldið og vaninn okkur til baka. Það er erfitt að losa sig við vonda siði. En það er engin önnur leið fyrir forystufólk í stjórnmálum en að sætta sig við nýja stöðu og breytt landslag. Það eru sáralitlar líkur til að kjósendur muni aftur láta af völdum, ákveða að sætta sig við það sem stjórnmálaflokkarn- ir bjóða upp á milli kosninga. Það eru ekki miklar líkur til þess að stuðningsfólk flokkanna muni sætta sig svikin loforð og óboðlega framkomu forystufólksins. Kjósendur hafa ekki bara refsað Sjálfstæðisflokknum fyrir Hrunið, Samfylkingunni fyrir mistök sín eða Framsókn fyrir óhæfa forystu heldur hafa margir stjórnmála- menn séð sæng sína útbreidda og áttað sig á að þeir eiga ekkert er- indi í prófkjör eigin flokksmanna. Þetta er sá raunveruleiki sem flokkarnir þurfa að laga sig að. Fyrstu viðbrögð forystufólksins eru að hrökkva til baka. Þeir óttast baklandið og þora ekki að slá af ýtrustu kosningaloforðum. Enginn stígur fram og reynir að skapa nýtt samtal um aðra leiðir. Nema þá helst Píratar, en það undarlega er að forystufólk í öðrum flokk- um finnst það á einhvern hátt yfir Píratana hafið. Það er vitlaust mat. Um margt enduróma Píratar kröfur breytts tíma. Ef aðrir flokkar vilja ekki kyngja þeim hráum ættu þeir að móta þær að eigin væntingum. Hugmyndir Pírata um stutt kjör- tímabil og fá mikilvæg mál eru enn þær gáfulegustu sem hafa verið lagðar fram. Aðrir flokkar, með sínar óraunhæfu væntingar um hefðbundið stjórnarmynstur til fjögurra ára, virka sem óraunhæfir draumórar í samanburði. Gunnar Smári EÐLILEGUR ÓTTI VIÐ ALMENNING Sumarið 2017... Eftir langar samræður þurfti að koma fasteignum ríkisins í notkun. Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is páska ferð Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa frá tímum búddadóms, hindúa, múslima og Breta. Til Agra sem státar af þremur stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit. Í borginni Varanasi fáum við að kynnast hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem víða einkennir Indland. Niður hið helga fljót Ganges og fylgjumst með borginni vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar. Indland bíður þín. ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS 8.–19. APRÍL, 12 DAGAR 489.000 KR.* farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. eldar indlands FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.