Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. desember 2016 Bergþór Grétar Böðvarsson, Orri Hilmarsson og Etna Lupida í leikhópnum Húmor (geðveikt leikhús fyrir alla) eru nýkomin af leiklistarhátíð fyrir heimilis- lausa sem haldin var í Bratislava í síðustu viku. Fréttatíminn fékk þau til þess að segja frá hátíðinni og leikhópnum sínum, á meðan þau eru ennþá hátt uppi eftir viðburðaríka viku. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Leikhús án heimilis Í Bratislava hefur leikhópurinn „Diradlo bez domova“ sem þýðist á íslensku „Leikhús án heimilis“ und- ir stjórn Patrik Krebs starfað í ellefu ár. Leikhópurinn samanstendur af fólki sem er meðal annars heimil- islaust, líkamlega fatlað, fólki sem lifir á einn eða annan hátt á jaðri samfélagsins og atvinnuleikurum. Leikhópurinn setur að jafnaði upp sýningar sínar víða um Slóvakíu. Patrik Krebs er einnig maðurinn á bak við leiklistarhátíðina ERROR sem haldin er árlega í Bratislava og laðar til sín leikhópa frá ýmsum löndum sem eiga það sameiginlegt að vera á jaðrinum á einn eða ann- an hátt og eiga hvergi heima í hinu venjulega leikhúsi. Atriðin á ERROR Þátttakendur í þetta sinn komu frá Austur Evrópu, en einnig Spáni, Noregi og Bandaríkjunum. En sam- merkt með hópunum er að þeir fá ekki inni í venjulegum leikhúsum út af mismunandi ástæðum. Dans- hópur með dönsurum frá Tyrk- landi, Armeníu og Kúrdistan kom og dansaði, en hópurinn getur ekki flutt dansverk sín heima við vegna átaka og fordóma milli þessara landa. Annað efni á hátíðinni var t.d. brúðuleikhús og fegurðin við þá uppfærslu var að brúðurn- ar hreyfðu sig eftir tónlistinni en þeim var stjórnað af heyrnarlaus- um. Það var víst ekki fyrr en sýn- ingunni lauk að þau sem horfðu á skynjuðu að þetta var allt heyrnar- laust fólk sem stjórnaði sýningunni. Fólk klappaði nefnilega ekki heldur veifaði höndunum til að tjá hrifn- ingu sína að sýningu lokinni. Frá Prag kom hópur vændisfólks með sitt framlag til leiklistarinnar og í öðrum leikhópi voru munaðar- laus flóttabörn og enn einn hópur- inn voru heimilislausir og fatlaðir saman. En það sem stendur oftast í vegi fyrir því að fatlaðir geti tekið þátt í viðburðum eins og þessum er að þeir þarfnast aðstoðar eða lið- veislu, en í þessum leikhópi fengu hinir heimilislausu þá ábyrgð að passa upp á hina fötluðu í hópn- Leikhús hinna heimilislausu um. Sönkonan Patricia Cisarano frá Bandaríkjum söng á lokatónleikum hátíðarinnar og gerði mikla lukku. Hún átti sinn frægðarferil sem söng- kona á árunum áður þar til að hún greindist með heilasjúkdóm og lenti á götunni í New York. Í ár var Ísland í fyrsta sinn með framlag á ERROR hátíðinni í Bratislava. Það var í höndum leikhópsins Húmor (geðveikt leikhús fyrir alla). Húmor Bergþór Grétar Böðvarsson, Orri Hilmarsson og Etna Lupida eru nýlent á Íslandi eftir ævintýralega ferð til Bratislava. Þau eru ennþá hátt uppi eftir viðburðaríka viku í Slóvakíu. Etna stofnaði leikhóp- inn Húmor sumarið 2012 í Hlut- verkasetrinu. Hún barðist við geð- hvarfasýki og í gegnum sjúkdóminn kynntist hún starfsemi Hlutverka- setursins. „Ég var nú með fordóma fyrir Hlutverkasetrinu fyrst þegar ég kom hingað, segir Etna og hlær, en á rúmlega þrem árum hefur hún, ásamt öðrum skjólstæðingum Hlut- verkasetursins, samið þrjú leikrit og tvo leiklistargjörninga, og núna sjöttu sýningu leikhópsins sem nefnist „Sib Sab Boing“ sem var gagngert samin fyrir leiklistarhá- tíðina í Bratislava. Sýningin er víd- eó- og leikhúsverk, listform sem kallast „video theater“. Í leikhóp- inn eru að jafnaði skráðir tuttugu og einn einstaklingur og við fáum stundum listamenn til liðs við okk- ur, segir Etna og brosir, „en þeir koma og fara einsog tilfinningar.“ En út til Bratislava fór á endanum níu manna hópur. Stressið að koma hópnum saman „Skipulagið er kannski ekki alltaf hundrað prósent í hópnum. En að- stæður okkar í hópnum eru mis- jafnar eins og dagsformið,“ segir Etna. „Við erum öll með geðræna sjúkdóma, þunglyndi, kvíða, geð- rof, geðhvörf og einn sem fór með okkur til Bratislava þarf meir að segja liðveislu og vera undir stöð- ugu eftirliti. En þetta heppnaðist vel hjá okkur þrátt fyrir að útlitið væri á köflum ekki gott. Ég var mjög óör- ugg, ég vissi á tímabili ekki hvort að ég færi til Bratislava með einn leikara eða sautján.“ Þess vegna var ákveðið að gera myndband svona til vonar og vara ef allt færi úrskeiðis. Þá gætum við allavega sýnt mynd- bandið til ef engir leikarar mættu til leiks.“ Hópurinn réðst í gerð á myndbandi og fékk til liðs við sig tvær vídeólistakonur og tónlistar- konuna Hafdísi Bjarnadóttur. En myndbandið var meðal annars tek- ið upp á Kleppi og í Völundarhúsi Asks Yggdrasils sem var byggt út á Granda fyrir Menningarnótt fyrr á árinu. Keyptum tryggingu Bergþór segist hafa farið með því hugarfari að þetta myndi allt fara vel. „En við keyptum samt tryggingu með flugmiðunum fyr- ir níu manna hóp, ef einhverjir myndu hoppa af lestinni. Þrír leik- arar ætluðu strax að hætta við af því að við ætluðum með lest frá Berlín til Bratislava. Þau vildu ein- faldlega ekki ferðast með lest. Það var alltaf eitthvað nýtt sem kom upp á,“ segir Bergþór. Orri varð viðskila við hópinn á brautarpallin- um á Alexander Platz í Berlín þegar lestardyrnar lokuðust á hópinn Etna, Orri og Bergþór fóru ásamt leikhópnum Húmor frá Íslandi og fluttu verk á leiklistarhátíð fyrir heimilislausa í síðustu viku. Mynd | Alda Lóa Bergþór lék fyrst hjá Etnu árið 2014 en þá lék hann fundarstjóra í kjól í verk- inu „Ég heiti Jón“. Mynd | Alda Lóa ÍSLE N SK A /SIA .IS LYF 82511 12/16 lyfja.is Þú finnur frábært úrval af fallegum gjafavörum í næstu verslun Lyfju eða nýju netversluninni á lyfja.is Gjafir fyrir alla fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.